City valtaði yfir Wycombe | Jay Rodriguez skoraði fjögur fyrir Burnley Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2021 21:38 Jay Rodriguez var á skotskónum í kvöld. Alex Livesey/Getty Images Tíu leikir fóru fram í 32-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Manchester City vann öruggan 6-1 sigur gegn Wycombe Wanderers og Jay Rodriguez skoraði öll fjögur mörk Burnley þegar að liðið vann 4-1 sigur gegn Rochdale svo eitthvað sé nefnt. Ríkjandi deildarbikarmeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn C-deildarliði Wycombe Wanderers þegar að Brandon Hanlan kom gestunum yfir á 22. mínútu. Mörk frá Kevin De Bruyne, Riyad Mahrez og Phil Foden sáu þó til þess að staðan var 3-1 þegar að gengið var til búningsherbergja. Fjórða mark City kom á 71. mínútu, en þar var á ferðinni Ferran Torres áður en Riyad Mahrez bætti við sínu öðru marki á 83. mínútu. Jay Rodriguez var allt í öllu þegar að Burnley tók á móti Rochdale, en hann skoraði öll fjögur mörk heimamanna í 4-1 sigri. Gestirnir tóku forystuna á 47. mínútu með marki frá Jake Beesley, en Roriguez var búinn að skora þrennu 15 mínútum seinna. Hann bætti svo við sínu fjórða marki stundarfjórðungi fyrir leikslok og tryggði Burnley 4-1 sigur. Vítaspyrnukeppni þurfti í þremur leikjum til að skera úr um sigurvegara. Leeds vann Fulham í bráðabana eftir markalaust jafntefli, Southampton sló Sheffield United 4-2 í vítaspyrnukeppni eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli og Everton féll óvænt úr leik gegn B-deildarliði QPR. Tom Davies klikkaði á einu spyrnu vítaspyrnukeppninnar í bráðabana, en fyrir það höfðu liðin skorað úr 15 spyrnum í röð. Öll úrslit kvöldsins Fulham 0-0 Leeds (Leeds fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Brentford 7-0 Oldham Athletic Burnley 4-1 Rochdale Manchester City 6-1 Wycombe Wanderers Norwich City 0-3 Liverpool Preston North End 4-1 Cheltenham Town QPR 2-2 Everton (QPR fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Sheffield United 2-2 Southampton (Southampton fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Watford 1-3 Stoke Wigan Athletic 0-2 Sunderland Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Ríkjandi deildarbikarmeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn C-deildarliði Wycombe Wanderers þegar að Brandon Hanlan kom gestunum yfir á 22. mínútu. Mörk frá Kevin De Bruyne, Riyad Mahrez og Phil Foden sáu þó til þess að staðan var 3-1 þegar að gengið var til búningsherbergja. Fjórða mark City kom á 71. mínútu, en þar var á ferðinni Ferran Torres áður en Riyad Mahrez bætti við sínu öðru marki á 83. mínútu. Jay Rodriguez var allt í öllu þegar að Burnley tók á móti Rochdale, en hann skoraði öll fjögur mörk heimamanna í 4-1 sigri. Gestirnir tóku forystuna á 47. mínútu með marki frá Jake Beesley, en Roriguez var búinn að skora þrennu 15 mínútum seinna. Hann bætti svo við sínu fjórða marki stundarfjórðungi fyrir leikslok og tryggði Burnley 4-1 sigur. Vítaspyrnukeppni þurfti í þremur leikjum til að skera úr um sigurvegara. Leeds vann Fulham í bráðabana eftir markalaust jafntefli, Southampton sló Sheffield United 4-2 í vítaspyrnukeppni eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli og Everton féll óvænt úr leik gegn B-deildarliði QPR. Tom Davies klikkaði á einu spyrnu vítaspyrnukeppninnar í bráðabana, en fyrir það höfðu liðin skorað úr 15 spyrnum í röð. Öll úrslit kvöldsins Fulham 0-0 Leeds (Leeds fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Brentford 7-0 Oldham Athletic Burnley 4-1 Rochdale Manchester City 6-1 Wycombe Wanderers Norwich City 0-3 Liverpool Preston North End 4-1 Cheltenham Town QPR 2-2 Everton (QPR fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Sheffield United 2-2 Southampton (Southampton fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Watford 1-3 Stoke Wigan Athletic 0-2 Sunderland
Fulham 0-0 Leeds (Leeds fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Brentford 7-0 Oldham Athletic Burnley 4-1 Rochdale Manchester City 6-1 Wycombe Wanderers Norwich City 0-3 Liverpool Preston North End 4-1 Cheltenham Town QPR 2-2 Everton (QPR fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Sheffield United 2-2 Southampton (Southampton fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Watford 1-3 Stoke Wigan Athletic 0-2 Sunderland
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira