City valtaði yfir Wycombe | Jay Rodriguez skoraði fjögur fyrir Burnley Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2021 21:38 Jay Rodriguez var á skotskónum í kvöld. Alex Livesey/Getty Images Tíu leikir fóru fram í 32-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Manchester City vann öruggan 6-1 sigur gegn Wycombe Wanderers og Jay Rodriguez skoraði öll fjögur mörk Burnley þegar að liðið vann 4-1 sigur gegn Rochdale svo eitthvað sé nefnt. Ríkjandi deildarbikarmeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn C-deildarliði Wycombe Wanderers þegar að Brandon Hanlan kom gestunum yfir á 22. mínútu. Mörk frá Kevin De Bruyne, Riyad Mahrez og Phil Foden sáu þó til þess að staðan var 3-1 þegar að gengið var til búningsherbergja. Fjórða mark City kom á 71. mínútu, en þar var á ferðinni Ferran Torres áður en Riyad Mahrez bætti við sínu öðru marki á 83. mínútu. Jay Rodriguez var allt í öllu þegar að Burnley tók á móti Rochdale, en hann skoraði öll fjögur mörk heimamanna í 4-1 sigri. Gestirnir tóku forystuna á 47. mínútu með marki frá Jake Beesley, en Roriguez var búinn að skora þrennu 15 mínútum seinna. Hann bætti svo við sínu fjórða marki stundarfjórðungi fyrir leikslok og tryggði Burnley 4-1 sigur. Vítaspyrnukeppni þurfti í þremur leikjum til að skera úr um sigurvegara. Leeds vann Fulham í bráðabana eftir markalaust jafntefli, Southampton sló Sheffield United 4-2 í vítaspyrnukeppni eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli og Everton féll óvænt úr leik gegn B-deildarliði QPR. Tom Davies klikkaði á einu spyrnu vítaspyrnukeppninnar í bráðabana, en fyrir það höfðu liðin skorað úr 15 spyrnum í röð. Öll úrslit kvöldsins Fulham 0-0 Leeds (Leeds fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Brentford 7-0 Oldham Athletic Burnley 4-1 Rochdale Manchester City 6-1 Wycombe Wanderers Norwich City 0-3 Liverpool Preston North End 4-1 Cheltenham Town QPR 2-2 Everton (QPR fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Sheffield United 2-2 Southampton (Southampton fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Watford 1-3 Stoke Wigan Athletic 0-2 Sunderland Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Ríkjandi deildarbikarmeistarar Manchester City lentu óvænt undir gegn C-deildarliði Wycombe Wanderers þegar að Brandon Hanlan kom gestunum yfir á 22. mínútu. Mörk frá Kevin De Bruyne, Riyad Mahrez og Phil Foden sáu þó til þess að staðan var 3-1 þegar að gengið var til búningsherbergja. Fjórða mark City kom á 71. mínútu, en þar var á ferðinni Ferran Torres áður en Riyad Mahrez bætti við sínu öðru marki á 83. mínútu. Jay Rodriguez var allt í öllu þegar að Burnley tók á móti Rochdale, en hann skoraði öll fjögur mörk heimamanna í 4-1 sigri. Gestirnir tóku forystuna á 47. mínútu með marki frá Jake Beesley, en Roriguez var búinn að skora þrennu 15 mínútum seinna. Hann bætti svo við sínu fjórða marki stundarfjórðungi fyrir leikslok og tryggði Burnley 4-1 sigur. Vítaspyrnukeppni þurfti í þremur leikjum til að skera úr um sigurvegara. Leeds vann Fulham í bráðabana eftir markalaust jafntefli, Southampton sló Sheffield United 4-2 í vítaspyrnukeppni eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli og Everton féll óvænt úr leik gegn B-deildarliði QPR. Tom Davies klikkaði á einu spyrnu vítaspyrnukeppninnar í bráðabana, en fyrir það höfðu liðin skorað úr 15 spyrnum í röð. Öll úrslit kvöldsins Fulham 0-0 Leeds (Leeds fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Brentford 7-0 Oldham Athletic Burnley 4-1 Rochdale Manchester City 6-1 Wycombe Wanderers Norwich City 0-3 Liverpool Preston North End 4-1 Cheltenham Town QPR 2-2 Everton (QPR fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Sheffield United 2-2 Southampton (Southampton fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Watford 1-3 Stoke Wigan Athletic 0-2 Sunderland
Fulham 0-0 Leeds (Leeds fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Brentford 7-0 Oldham Athletic Burnley 4-1 Rochdale Manchester City 6-1 Wycombe Wanderers Norwich City 0-3 Liverpool Preston North End 4-1 Cheltenham Town QPR 2-2 Everton (QPR fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Sheffield United 2-2 Southampton (Southampton fer áfram eftir vítaspyrnukeppni) Watford 1-3 Stoke Wigan Athletic 0-2 Sunderland
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira