Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Conte til­búinn að leyfa Dele Alli að fara

    Það virðist sem Antonio Conte sé sömu skoðunar og José Mourinho þegar kemur að Dele Alli, sóknarþenkjandi miðjumanni Tottenham Hotspur. Conte hefur ákveðið að leyfa Dele að fara frá félaginu í janúar, skiptir litlu máli hvort um sé að ræða lán eða sölu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Auba­mey­ang aftur í aga­banni

    Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, virðist eiga frekar erfitt með að halda sig réttu megin við þau lög og reglur sem Mikel Arteta hefur sett hjá félaginu. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gerrard: „Við töpuðum á vafasömu víti“

    Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, snéri aftur á heimaslóðir þegar lið hans heimsótti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 1-0 tap, en segir að vítaspyrnan sem Salah skoraði úr hafi verið vafasöm.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Dramatík á Brúnni | Öruggt hjá Arsenal

    Það var mikil dramatík er Leeds United sótti Chelsea heim. Fór það svo að heimamenn unnu 3-2 sigur þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá vann Arsenal þægilegan sigur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Öðrum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins

    Tottenham Hotspur gat ekki tekið á móti Rennes í Sambandsdeild Evrópu í kvöld vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða liðsins. Nú hefur enska úrvalsdeildin ákveðið að fresta leik liðsins gegn Brighton sem átti að fara fram næsta sunnudag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Átta leikmenn Spurs smitaðir

    Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Klopp er vongóður um að Salah skrifi undir nýjan samning

    Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vera vongóður um það að sóknarmaður liðsins, Mohamed Salah, skrifi undir nýjan samning við félagið. Erfiðlega hefur gengið að semja við Egyptann, en hann er sagður vilja fá meira greitt en félagið er tilbúið að greiða honum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham

    Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar.

    Enski boltinn