Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani, stjórnarformaður eins stærsta banka Katar, og breski auðjöfurinn Sir Jim Ratcliffe hafa lagt fram tilboð í Manchester United, en núverandi eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan, hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað verður um þetta fornfræga félag.
Þrátt fyrir það er hollenski knattspyrnustjórinn handviss um að margir gæðaleikmenn séu tilbúnir að koma til félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í sumar, en að það hafi verið erfitt að sannfæra þá um að koma þegar hann tók við stjórnartaumunum eftir síðasta tímabil.
„Ég sé mikinn mun frá því í fyrra. Nú sjá margir leikmenn verkefnið sem er í gangi hérna. Þeir sjá hvað er í gangi og þann metnað sem lagður er í verkefnið,“ sagði Ten Hag.
Ten Hag: “Last year there were a lot of reservations last year when I spoke with players to join us… now many players see the ambition in this project — they want to come”. 🚨🔴 #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2023
“Many quality players really want to join Man United now”, says via @mjcritchley. pic.twitter.com/r4Q2N577Qv
Þrátt fyrir að þjálfarinn segi að erfiðlega hafi gengið að sannfæra leikmenn um að ganga í raðir United síðasta sumar fékk félagið þó Casemiro, Christian Eriksen, Antony, Lisandro Martinez og Tyrell Malacia.
„Leikmenn voru mjög tvístígandi áður en þeir komu í fyrra og margir þeirra höfðu miklar efasemdir. Í ár eru hins vegar margir gæðaleikmenn mjög áhugasamir um að koma til okkar,„ bætti Hollendingurinn við.