Búinn að fá nóg af því að vera bendlaður við bölvun tengda Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2023 23:31 Yaya er búinn að fá nóg. Nordic Photos/Getty Images Yaya Touré, fyrrverandi miðjumaður Manchester City, er búinn að fá sig fullsaddan af því að fólk sé að bendla hann við umræðu um „bölvun“ sem fylgi enska knattspyrnuliðinu í Meistaradeild Evrópu. Annað kvöld fara Englandsmeistarar Manchester City til Madrídar þar sem þeir mæta Spánar- og Evrópumeisturum Real Madríd í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust einnig á síðustu leiktíð en þá hafði Real betur. Dimitri Seluk, fyrrverandi umboðsmaður Touré, lenti upp á kant við Pep Guardiola, þjálfara Man City, árið 2018 þegar þjálfarinn ákvað að losa sig við Touré. Seluk sagðist hafa ráðið seiðkarla (e. shamans) frá Afríku til að leggja bölvun á Guardiola sem yrði þess valdandi að hann myndi ekki vinna Meistaradeildina meðan hann væri þjálfari Man City. Seluk dúkkaði upp í fjölmiðlum á nýjan leik í aðdraganda leiksins gegn Real Madríd annað kvöld og sagði að bölvuninni hefði verið lyft og Man City gæti loks farið alla leið í keppni þeirra bestu. Hinn 39 ára gamli Touré, sem lagði skóna á hilluna árið 2020, hefur fengið nóg af því að nafn sitt beri á góma í hvert skipti sem Seluk opnar á sér munninn. Hann hefur beðið fjölmiðla um að „halda áfram“ og þá segir hann einnig að staðalímyndir sem þessar séu skaðlegar. My former agent is being quoted by the media about a curse . Please don t associate me with this nonsense and lazy stereotypes about African curses!? Media move on please. This man does not represent me in any way. Amplifying these stereotypes is harmful.— Yaya Touré (@YayaToure) May 8, 2023 „Aftur hefur verið vitnað í fyrrverandi umboðsmann minn í fjölmiðlum vegna „bölvunar,“ segir Touré á Twitter-síðu sinni. Hann heldur áfram. „Vinsamlegast verið ekki að bendla mig við þessa þvælu og lötu staðalímyndir um bölvanir frá Afríku. Fjölmiðlar, haldið áfram. Þessi maður hefur ekkert með mig að gera á neinn hátt. Að ýta undir staðalímyndir sem þessar er skaðlegt,“ sagði Touré að endingu. Yaya Touré lék með liðum á borð við Olympiacos, Monaco, Barcelona og Manchester City á ferli sínum. Hann fjölda titla með bæði Barcelona og Man City. Þá var hann fyrirliði Fílabeinstrandarinnar þegar landið varð Afríkumeistari árið 2015. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Annað kvöld fara Englandsmeistarar Manchester City til Madrídar þar sem þeir mæta Spánar- og Evrópumeisturum Real Madríd í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust einnig á síðustu leiktíð en þá hafði Real betur. Dimitri Seluk, fyrrverandi umboðsmaður Touré, lenti upp á kant við Pep Guardiola, þjálfara Man City, árið 2018 þegar þjálfarinn ákvað að losa sig við Touré. Seluk sagðist hafa ráðið seiðkarla (e. shamans) frá Afríku til að leggja bölvun á Guardiola sem yrði þess valdandi að hann myndi ekki vinna Meistaradeildina meðan hann væri þjálfari Man City. Seluk dúkkaði upp í fjölmiðlum á nýjan leik í aðdraganda leiksins gegn Real Madríd annað kvöld og sagði að bölvuninni hefði verið lyft og Man City gæti loks farið alla leið í keppni þeirra bestu. Hinn 39 ára gamli Touré, sem lagði skóna á hilluna árið 2020, hefur fengið nóg af því að nafn sitt beri á góma í hvert skipti sem Seluk opnar á sér munninn. Hann hefur beðið fjölmiðla um að „halda áfram“ og þá segir hann einnig að staðalímyndir sem þessar séu skaðlegar. My former agent is being quoted by the media about a curse . Please don t associate me with this nonsense and lazy stereotypes about African curses!? Media move on please. This man does not represent me in any way. Amplifying these stereotypes is harmful.— Yaya Touré (@YayaToure) May 8, 2023 „Aftur hefur verið vitnað í fyrrverandi umboðsmann minn í fjölmiðlum vegna „bölvunar,“ segir Touré á Twitter-síðu sinni. Hann heldur áfram. „Vinsamlegast verið ekki að bendla mig við þessa þvælu og lötu staðalímyndir um bölvanir frá Afríku. Fjölmiðlar, haldið áfram. Þessi maður hefur ekkert með mig að gera á neinn hátt. Að ýta undir staðalímyndir sem þessar er skaðlegt,“ sagði Touré að endingu. Yaya Touré lék með liðum á borð við Olympiacos, Monaco, Barcelona og Manchester City á ferli sínum. Hann fjölda titla með bæði Barcelona og Man City. Þá var hann fyrirliði Fílabeinstrandarinnar þegar landið varð Afríkumeistari árið 2015.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira