Búinn að fá nóg af því að vera bendlaður við bölvun tengda Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2023 23:31 Yaya er búinn að fá nóg. Nordic Photos/Getty Images Yaya Touré, fyrrverandi miðjumaður Manchester City, er búinn að fá sig fullsaddan af því að fólk sé að bendla hann við umræðu um „bölvun“ sem fylgi enska knattspyrnuliðinu í Meistaradeild Evrópu. Annað kvöld fara Englandsmeistarar Manchester City til Madrídar þar sem þeir mæta Spánar- og Evrópumeisturum Real Madríd í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust einnig á síðustu leiktíð en þá hafði Real betur. Dimitri Seluk, fyrrverandi umboðsmaður Touré, lenti upp á kant við Pep Guardiola, þjálfara Man City, árið 2018 þegar þjálfarinn ákvað að losa sig við Touré. Seluk sagðist hafa ráðið seiðkarla (e. shamans) frá Afríku til að leggja bölvun á Guardiola sem yrði þess valdandi að hann myndi ekki vinna Meistaradeildina meðan hann væri þjálfari Man City. Seluk dúkkaði upp í fjölmiðlum á nýjan leik í aðdraganda leiksins gegn Real Madríd annað kvöld og sagði að bölvuninni hefði verið lyft og Man City gæti loks farið alla leið í keppni þeirra bestu. Hinn 39 ára gamli Touré, sem lagði skóna á hilluna árið 2020, hefur fengið nóg af því að nafn sitt beri á góma í hvert skipti sem Seluk opnar á sér munninn. Hann hefur beðið fjölmiðla um að „halda áfram“ og þá segir hann einnig að staðalímyndir sem þessar séu skaðlegar. My former agent is being quoted by the media about a curse . Please don t associate me with this nonsense and lazy stereotypes about African curses!? Media move on please. This man does not represent me in any way. Amplifying these stereotypes is harmful.— Yaya Touré (@YayaToure) May 8, 2023 „Aftur hefur verið vitnað í fyrrverandi umboðsmann minn í fjölmiðlum vegna „bölvunar,“ segir Touré á Twitter-síðu sinni. Hann heldur áfram. „Vinsamlegast verið ekki að bendla mig við þessa þvælu og lötu staðalímyndir um bölvanir frá Afríku. Fjölmiðlar, haldið áfram. Þessi maður hefur ekkert með mig að gera á neinn hátt. Að ýta undir staðalímyndir sem þessar er skaðlegt,“ sagði Touré að endingu. Yaya Touré lék með liðum á borð við Olympiacos, Monaco, Barcelona og Manchester City á ferli sínum. Hann fjölda titla með bæði Barcelona og Man City. Þá var hann fyrirliði Fílabeinstrandarinnar þegar landið varð Afríkumeistari árið 2015. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Annað kvöld fara Englandsmeistarar Manchester City til Madrídar þar sem þeir mæta Spánar- og Evrópumeisturum Real Madríd í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust einnig á síðustu leiktíð en þá hafði Real betur. Dimitri Seluk, fyrrverandi umboðsmaður Touré, lenti upp á kant við Pep Guardiola, þjálfara Man City, árið 2018 þegar þjálfarinn ákvað að losa sig við Touré. Seluk sagðist hafa ráðið seiðkarla (e. shamans) frá Afríku til að leggja bölvun á Guardiola sem yrði þess valdandi að hann myndi ekki vinna Meistaradeildina meðan hann væri þjálfari Man City. Seluk dúkkaði upp í fjölmiðlum á nýjan leik í aðdraganda leiksins gegn Real Madríd annað kvöld og sagði að bölvuninni hefði verið lyft og Man City gæti loks farið alla leið í keppni þeirra bestu. Hinn 39 ára gamli Touré, sem lagði skóna á hilluna árið 2020, hefur fengið nóg af því að nafn sitt beri á góma í hvert skipti sem Seluk opnar á sér munninn. Hann hefur beðið fjölmiðla um að „halda áfram“ og þá segir hann einnig að staðalímyndir sem þessar séu skaðlegar. My former agent is being quoted by the media about a curse . Please don t associate me with this nonsense and lazy stereotypes about African curses!? Media move on please. This man does not represent me in any way. Amplifying these stereotypes is harmful.— Yaya Touré (@YayaToure) May 8, 2023 „Aftur hefur verið vitnað í fyrrverandi umboðsmann minn í fjölmiðlum vegna „bölvunar,“ segir Touré á Twitter-síðu sinni. Hann heldur áfram. „Vinsamlegast verið ekki að bendla mig við þessa þvælu og lötu staðalímyndir um bölvanir frá Afríku. Fjölmiðlar, haldið áfram. Þessi maður hefur ekkert með mig að gera á neinn hátt. Að ýta undir staðalímyndir sem þessar er skaðlegt,“ sagði Touré að endingu. Yaya Touré lék með liðum á borð við Olympiacos, Monaco, Barcelona og Manchester City á ferli sínum. Hann fjölda titla með bæði Barcelona og Man City. Þá var hann fyrirliði Fílabeinstrandarinnar þegar landið varð Afríkumeistari árið 2015.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira