Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Joshua Kimmich og félagar í Bayern þurftu að sætta sig við 3-1 tap á móti Arsenal í Meistaradeildinni í gær en þrátt fyrir það var þýski landsliðsmaðurinn ekki tilbúinn að hrósa toppliði ensku úrvalsdeildarinnar og toppliði Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 27.11.2025 21:31
Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Viktor Bjarki Daðason skoraði í fyrsta sigri FC Kaupmannahafnar í Meistaradeildinni á þessu tímabili í gærkvöldu en þetta var ekki gott kvöld fyrir alla leikmenn danska liðsins. Fótbolti 27.11.2025 17:31
Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Declan Rice er einn mikilvægasti leikmaðurinn á bakvið velgengni Arsenal sem trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu. Þessi 26 ára miðjumaður var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöld. Fótbolti 27.11.2025 16:02
Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti 27.11.2025 09:02
Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Real Madrid slapp með þrjú stig frá Grikklandi í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld og geta bara þakkað einum manni fyrir það. Tottenham skoraði þrjú mörk í París en tapaði samt á móti Evrópumeisturunum. Atletico Madrid vann dramatískan sigur á Inter. Fótbolti 26. nóvember 2025 22:09
Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Lífið leikur við Arsenal-menn þessa dagana og það breyttist ekkert þegar besta lið Þýskalands mætti í heimsókn á Emirates í kvöld. Fótbolti 26. nóvember 2025 21:53
Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Hvað er að Liverpool? spurði Guðmundur Benediktsson í Meistaradeildarmessunni í kvöld og það er ekkert skrýtið. Liverpool tapaði enn á ný í kvöld og að þessu sinni steinlá fyrir hollenska liðinu PSV Eindhoven. Fótbolti 26. nóvember 2025 21:49
Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Danska Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið vann 3-2 heimasigur á Kairat Almaty frá Kasakstan á Parken. Fótbolti 26. nóvember 2025 19:36
Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason var áfram á skotskónum með FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni en hann skoraði eina mark liðsins í fyrri hálfleik á móti Kairat Almaty í kvöld. Fótbolti 26. nóvember 2025 18:45
Estevao hangir ekki í símanum Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði fjölmiðla ganga of langt þegar þeir væru strax farnir að líkja hinum 18 ára Estevao við Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo. Hann væri enn ungur en færi eftir gömlum gildum og væri til að mynda ekki sífellt hangandi í símanum. Fótbolti 26. nóvember 2025 15:02
„Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Pep Guardiola fékk á baukinn í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöld eftir 2-0 tap Manchester City gegn Leverkusen á heimavelli. Fótbolti 26. nóvember 2025 12:48
Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Það voru margir góðir gestir á Stamford Bridge í Lundúnum í gærkvöld, á stórleik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu, og meðal annars virtist refur vilja fá að taka þátt í stemningunni. Fótbolti 26. nóvember 2025 10:31
Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Það voru skoruð glæsileg mörk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þau á Vísi. Chelsea vann frábæran 3-0 sigur gegn Barcelona í stórleik kvöldsins þar sem átján ára vonarstjarna Brasilíu, Estevao, hélt áfram að minna á sig. Fótbolti 26. nóvember 2025 08:31
Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Newcastle varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Marseille í Frakklandi í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, þar sem hinn 36 ára gamli Pierre Emerick Aubameyang skoraði bæði mörk heimamanna. Sjö leikjum var að ljúka. Fótbolti 25. nóvember 2025 22:03
Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Leverkusen vann frábæran 2-0 útisigur gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 25. nóvember 2025 21:50
Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Chelsea vann frábæran 3-0 sigur gegn tíu leikmönnum Barcelona á Brúnni í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, þrátt fyrir að fyrstu tvö mörk heimamanna væru dæmd af. Fótbolti 25. nóvember 2025 21:42
Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Englandsmeistarar Liverpool eru aðeins í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal, og knattspyrnustjórinn Arne Slot kennir sjálfum sér um stöðuna. Liðið mætir PSV í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Fótbolti 25. nóvember 2025 21:00
Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Martröð hollenska stórveldisins Ajax hélt áfram í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli gegn lærisveinum Jose Mourinho í Benfica, 2-0, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Tveimur fyrstu leikjum kvöldsins var að ljúka. Fótbolti 25. nóvember 2025 19:39
Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Hansi Flick, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að Marcus Rashford njóti sín í botn á nýjum stað. Fótbolti 25. nóvember 2025 15:18
Pep skammast sín og biðst afsökunar Pep Guardiola, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City, segist skammast sín fyrir framkomu sína gagnvart myndatökumanni eftir tap liðsins gegn Newcastle United á laugardaginn síðastliðinn. Enski boltinn 24. nóvember 2025 16:46
Gummi Ben fékk hláturskast ársins Það er alltaf mikið fjör, mikið grín og mikið gaman í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport. Stundum er þó aðeins of mikið gaman fyrir umsjónarmanninn Guðmund Benediktsson. Fótbolti 11. nóvember 2025 08:01
Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Ungstirnið Lamine Yamal talaði um það eftir Meistaradeildarleik Barcelona í gær að mikið af lygum hefði verið sagt um nárameiðsli sín Fótbolti 6. nóvember 2025 08:25
Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Seinna kvöld vikunnar í Meistaradeildinni í fótbolta bauð upp á fullt af mörkum og nú má sjá mörk úr leikjunum hér inni á Vísi. Fótbolti 6. nóvember 2025 08:10
Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Achraf Hakimi verður frá næstu vikurnar eftir ljótt brot Kólumbíumannsins Luis Díaz á Marokkómanninum í leik PSG og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hakimi fór hágrátandi af velli. Fótbolti 5. nóvember 2025 22:30
Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Áhugaverð úrslit litu dagsins ljós í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Galatasaray er á góðum stað líkt og Newcastle. Illa gengur hjá José Mourinho að snúa blaðinu við. Fótbolti 5. nóvember 2025 22:10