Sannfærður um Carrick hafi það sem þarf til að stýra Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2023 07:00 Ole Gunnar Solskjær og Michael Carrick að ræða málin. Robbie Jay Barratt/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, telur nær öruggt að Michael Carrick – fyrrum aðstoðarmaður Solskjær – muni stýra Man United einn daginn. Solskjær lék með Man United frá 1996 til 2007 og er þekktur fyrir að koma inn af bekknum og skora mikilvæg mörk. Það mikilvægasta kom á Nývangi í Katalóníu vorið 1999 þegar hann tryggði Man United sigur í Meistaradeild Evrópu. Eftir að leggja skóna á hilluna árið 2007 tók hann við varaliði félagsins og stýrði því til 2011. Það var svo árið 2018 sem hann tók við stjórnartaumum Man United eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn. Solskjær entist í starfi þangað til undir lok árs 2021 þegar hann var látinn fara. Sumarið 2022 tók Erik Ten Hag við og virðist félagið vera í góðum höndum en hlutirnir breytast hratt og ef Man United verður á höttunum eftir nýjum þjálfara á næstu árum þá telur Solskjær næsta öruggt að Carrick geti sinnt starfinu. „Hann er frábær manneskja, hann er maður sem þú vilt að nái árangri. Það er ekkert vesen í kringum hann og hann gerir hlutina rétt,“ sagði Solskjær um Carrick sem er í dag þjálfari enska B-deildarliðsins Middlesbrough. Kom hann liðinu úr neðri hluti deildarinnar og alla leið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. The appointment of Michael Carrick wins our Moment of the Season award Durham Animal Feeds #UTB pic.twitter.com/krUH76r5OW— Middlesbrough FC (@Boro) May 4, 2023 „Ég sé mig í Michael og hann í mér. Við erum báðir rólegir og yfirvegaðir. Hann er sigurvegari en hefur samt hemil á tilfinningum sínum. Hann veit hvað hann vill og heldur alltaf haus. Hann lætur tilfinningarnar aldrei hlaupa með sig í gönur og mun aldrei rífast við leikmennina sína.“ „Hann heimtar virðingu og að menn leggi sig fram, en hann gefur til baka á móti. Hann leggur hart að sér og er alltaf fyrsti maðurinn inn um hurðina á morgnana. Hann hefur þurft að breytast örlítið síðan hann varð aðalþjálfari, hann var mögulega of einbeittur á litlu atriðin sem þjálfari. Sem aðalþjálfari hefur hann þurft að stíga til baka og stýra fólki meira.“ Carrick spilaði með Man United frá 2006 til 2018. Eftir að skórnir fóru á hilluna varð hann hluti af þjálfarateymi félagsins og stýrði því í þrjá leiki eftir að Solskjær var rekinn. Ole Gunnar Solskjaer's former assistants are flying. I spoke to Ole about Michael Carrick and Kieran McKenna, plus Neil Wood and Martyn Pert. For @TheAthleticFC https://t.co/Lj3jeD7UmX— Andy Mitten (@AndyMitten) May 10, 2023 „Hann spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson og José Mourinho. Hann spilaði með nokkrum af bestu leikmönnum í heimi. Ég get ekki séð hvernig hann verður ekki þjálfari Manchester United einn daginn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Solskjær lék með Man United frá 1996 til 2007 og er þekktur fyrir að koma inn af bekknum og skora mikilvæg mörk. Það mikilvægasta kom á Nývangi í Katalóníu vorið 1999 þegar hann tryggði Man United sigur í Meistaradeild Evrópu. Eftir að leggja skóna á hilluna árið 2007 tók hann við varaliði félagsins og stýrði því til 2011. Það var svo árið 2018 sem hann tók við stjórnartaumum Man United eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn. Solskjær entist í starfi þangað til undir lok árs 2021 þegar hann var látinn fara. Sumarið 2022 tók Erik Ten Hag við og virðist félagið vera í góðum höndum en hlutirnir breytast hratt og ef Man United verður á höttunum eftir nýjum þjálfara á næstu árum þá telur Solskjær næsta öruggt að Carrick geti sinnt starfinu. „Hann er frábær manneskja, hann er maður sem þú vilt að nái árangri. Það er ekkert vesen í kringum hann og hann gerir hlutina rétt,“ sagði Solskjær um Carrick sem er í dag þjálfari enska B-deildarliðsins Middlesbrough. Kom hann liðinu úr neðri hluti deildarinnar og alla leið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. The appointment of Michael Carrick wins our Moment of the Season award Durham Animal Feeds #UTB pic.twitter.com/krUH76r5OW— Middlesbrough FC (@Boro) May 4, 2023 „Ég sé mig í Michael og hann í mér. Við erum báðir rólegir og yfirvegaðir. Hann er sigurvegari en hefur samt hemil á tilfinningum sínum. Hann veit hvað hann vill og heldur alltaf haus. Hann lætur tilfinningarnar aldrei hlaupa með sig í gönur og mun aldrei rífast við leikmennina sína.“ „Hann heimtar virðingu og að menn leggi sig fram, en hann gefur til baka á móti. Hann leggur hart að sér og er alltaf fyrsti maðurinn inn um hurðina á morgnana. Hann hefur þurft að breytast örlítið síðan hann varð aðalþjálfari, hann var mögulega of einbeittur á litlu atriðin sem þjálfari. Sem aðalþjálfari hefur hann þurft að stíga til baka og stýra fólki meira.“ Carrick spilaði með Man United frá 2006 til 2018. Eftir að skórnir fóru á hilluna varð hann hluti af þjálfarateymi félagsins og stýrði því í þrjá leiki eftir að Solskjær var rekinn. Ole Gunnar Solskjaer's former assistants are flying. I spoke to Ole about Michael Carrick and Kieran McKenna, plus Neil Wood and Martyn Pert. For @TheAthleticFC https://t.co/Lj3jeD7UmX— Andy Mitten (@AndyMitten) May 10, 2023 „Hann spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson og José Mourinho. Hann spilaði með nokkrum af bestu leikmönnum í heimi. Ég get ekki séð hvernig hann verður ekki þjálfari Manchester United einn daginn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira