Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2025 11:11 Hér má sjá manninn stilla sér upp með eftirlíkingum af skotvopnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerð um helgina þar sem lagt var hald á það sem virtust vera skotvopn en reyndust eftirlíkingar. Málið kom upp eftir að myndskeið af manni með eftirlíkingarnar fór í dreifingu á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið. Ungur maður birti tvö myndskeið af sjálfum sér á samfélagsmiðlunum TikTok á dögunum þar sem hann stillir sér upp við tvo bíla og eitt mótorhjól við höfn á höfuðborgarsvæðinu. Í einu myndskeiðinu sést maðurinn sitjandi á mótorhjóli með Land Rover sér á hægri hönd og BMW-bifreið á þá vinstri en þar heldur hann á því sem virðist vera tvö skotvopn. Við fyrstu sýn virtist vera um hríðskotariffil og skammbyssu að ræða. Myndböndin vöktu þó nokkra athygli og fóru í dreifingu á öðrum samfélagsmiðlum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk skjótt veður af athæfinu. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglunni hafi borist tilkynning um málið og að ráðist hafi verið í húsleit vegna málsins. Þar var lagt hald á munina sem reyndust vera eftirlíkingar en ekki raunveruleg skotvopn. „Þetta kemur til okkar á laugardag eftirmiðdaginn og við fáum bara ábendingar frá almenningi um að þessi mynd sé í umferð á netinu. Við hófum strax vinnu við að hafa upp á þessum einstaklingum. Svo fórum við í húsleitir í kjölfarið og fundum þessi meintu skotvopn sem reyndust síðan vera eftirlíkingar.“ Svo virðist sem verið sé að fagna einhverju tilefni í myndskeiðinu en búið er að leggja stærðarinnar rauðan blómkrans á framhlið BMW-bifreiðarinnar og festa blóm á Land Rover-bifreiðina. Síðarnefndu bifreiðina má sjá í öðru myndskeiði á TikTok þar sem bílalest keyrir á móti umferð miðsvæðis í Reykjavík. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp Land Rover-bifreiðin er bílaleigubíll. Málið er nú til rannsóknar sem brot á vopnalögum sem getur varðað háum sektum. „Núna er bara eftirvinna í gangi hjá okkur með það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri,“ segir Unnar. Maðurinn stillti sér upp og virðist nokkuð kátur ef miða má við myndirnar.Skjáskot Mennirnir þrír sem voru handteknir voru yfirheyrðir og síðan sleppt úr haldi. „Við mættum ekki mótstöðu við aðgerðirnar. Mögulega kom þetta þeim að óvörum en lögreglan hefur ekkert þol fyrir því að menn hafi skotvopn undir höndum. Eftirlíkingar í dag líkjast mjög skotvopnum og það er engan greinarmun hægt að greina hvort þetta sé alvöru eða ekki. Við fylgjum þessu fast eftir þegar við fáum svona tilkynningar til okkar.“ Eru þessir menn taldir hættulegir? „Ég get bara ekki sagt það núna. Núna er eftirvinna í gangi með að skoða það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri.“ Lögreglumál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Ungur maður birti tvö myndskeið af sjálfum sér á samfélagsmiðlunum TikTok á dögunum þar sem hann stillir sér upp við tvo bíla og eitt mótorhjól við höfn á höfuðborgarsvæðinu. Í einu myndskeiðinu sést maðurinn sitjandi á mótorhjóli með Land Rover sér á hægri hönd og BMW-bifreið á þá vinstri en þar heldur hann á því sem virðist vera tvö skotvopn. Við fyrstu sýn virtist vera um hríðskotariffil og skammbyssu að ræða. Myndböndin vöktu þó nokkra athygli og fóru í dreifingu á öðrum samfélagsmiðlum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk skjótt veður af athæfinu. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglunni hafi borist tilkynning um málið og að ráðist hafi verið í húsleit vegna málsins. Þar var lagt hald á munina sem reyndust vera eftirlíkingar en ekki raunveruleg skotvopn. „Þetta kemur til okkar á laugardag eftirmiðdaginn og við fáum bara ábendingar frá almenningi um að þessi mynd sé í umferð á netinu. Við hófum strax vinnu við að hafa upp á þessum einstaklingum. Svo fórum við í húsleitir í kjölfarið og fundum þessi meintu skotvopn sem reyndust síðan vera eftirlíkingar.“ Svo virðist sem verið sé að fagna einhverju tilefni í myndskeiðinu en búið er að leggja stærðarinnar rauðan blómkrans á framhlið BMW-bifreiðarinnar og festa blóm á Land Rover-bifreiðina. Síðarnefndu bifreiðina má sjá í öðru myndskeiði á TikTok þar sem bílalest keyrir á móti umferð miðsvæðis í Reykjavík. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp Land Rover-bifreiðin er bílaleigubíll. Málið er nú til rannsóknar sem brot á vopnalögum sem getur varðað háum sektum. „Núna er bara eftirvinna í gangi hjá okkur með það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri,“ segir Unnar. Maðurinn stillti sér upp og virðist nokkuð kátur ef miða má við myndirnar.Skjáskot Mennirnir þrír sem voru handteknir voru yfirheyrðir og síðan sleppt úr haldi. „Við mættum ekki mótstöðu við aðgerðirnar. Mögulega kom þetta þeim að óvörum en lögreglan hefur ekkert þol fyrir því að menn hafi skotvopn undir höndum. Eftirlíkingar í dag líkjast mjög skotvopnum og það er engan greinarmun hægt að greina hvort þetta sé alvöru eða ekki. Við fylgjum þessu fast eftir þegar við fáum svona tilkynningar til okkar.“ Eru þessir menn taldir hættulegir? „Ég get bara ekki sagt það núna. Núna er eftirvinna í gangi með að skoða það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri.“
Lögreglumál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent