Innlent

Hættir sem ráðu­neytis­stjóri

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Bryndís sinnir embætti ráðuneytisstjóra fyrst um sinn en embættið verður auglýst á næstunni.
Bryndís sinnir embætti ráðuneytisstjóra fyrst um sinn en embættið verður auglýst á næstunni. Dómsmálaráðuneytið

Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, hefur lokið störfum sem ráðuneytisstjóri og flyst í annað starf innan ráðuneytisins. Bryndís Helgadóttir var sett í starf ráðuneytisstjóra í dag.

Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að embættið verði auglýst á næstunni. 

Haukur flyst til Brussel í starf sérfræðings ráðuneytisins í málefnum áfallaþols á vegum Atlantshafsbandalagsins. Hann var skipaður ráðuneytisstjóri árið 2017.

Bryndís er skrifstofustjóri á skrifstofu réttarfars í ráðuneytinu og staðgengill ráðuneytisstjóra. Bryndís er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún var skipuð í embætti skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu árið 2011 og hefur verið skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu frá árinu 2017.

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson verður settur skrifstofustjóri á skrifstofu réttarfars á meðan setningu Bryndísar stendur. Þorvaldur er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur verið staðgengill skrifstofustjóra frá árinu 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×