Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2025 12:26 Lögreglan á Blönduósi fór fýluferð í september 2022 þegar yngri bróðirinn hringdi símtal í Neyðarlínuna á fölskum forsendum. Vísir/Vilhelm Bræður á fimmtugsaldri hafa verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og þá helst fyrir peningaþvætti. Öðrum var líka refsað fyrir að gabba lögregluna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Yngri bróðirinn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti með því að hafa móttekið eða aflað sér ávinnings af auðgunarbrotum upp á rúmlega 35 milljónir króna. Hann notaði peningana meðal annars til úttektar á erlendum gjaldeyri og eigin framfærslu. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa mánudag í september 2022 hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt ranglega að hann hefði orðið fyrir líkamsárás í sumarbústað nærri Blönduósi. Símtalið varð til þess að fjórir lögreglumenn frá Blönduósi og Sauðárkróki fóru á vettvang. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa brotist inn í verslun á Blönduósi nóttina eftir og stolið þaðan að lágmarki fjórum samlokum úr kæli búðarinnar. Eldri bróðirinn var dæmdur fyrir peningaþvætti með því að hafa móttekið tæplega 26 milljónir króna frá bróður sínum. Nýtti hann peningana og umbreytti með gjaldeyrisviðskiptum með því að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir íslenskar krónur. Yngri bróðirinn fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm en sá eldri sex mánaða dóm. Horfði dómurinn til þess að peningaþvættisbrotin áttu sér stað á árunum 2016 til 2019, langt væri um liðið og tafir við rekstur málsins væru ekki bræðrunum að kenna. Dómsmál Efnahagsbrot Skagafjörður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Yngri bróðirinn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti með því að hafa móttekið eða aflað sér ávinnings af auðgunarbrotum upp á rúmlega 35 milljónir króna. Hann notaði peningana meðal annars til úttektar á erlendum gjaldeyri og eigin framfærslu. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa mánudag í september 2022 hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt ranglega að hann hefði orðið fyrir líkamsárás í sumarbústað nærri Blönduósi. Símtalið varð til þess að fjórir lögreglumenn frá Blönduósi og Sauðárkróki fóru á vettvang. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa brotist inn í verslun á Blönduósi nóttina eftir og stolið þaðan að lágmarki fjórum samlokum úr kæli búðarinnar. Eldri bróðirinn var dæmdur fyrir peningaþvætti með því að hafa móttekið tæplega 26 milljónir króna frá bróður sínum. Nýtti hann peningana og umbreytti með gjaldeyrisviðskiptum með því að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir íslenskar krónur. Yngri bróðirinn fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm en sá eldri sex mánaða dóm. Horfði dómurinn til þess að peningaþvættisbrotin áttu sér stað á árunum 2016 til 2019, langt væri um liðið og tafir við rekstur málsins væru ekki bræðrunum að kenna.
Dómsmál Efnahagsbrot Skagafjörður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira