Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2025 11:11 Hér má sjá manninn stilla sér upp með eftirlíkingum af skotvopnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerð um helgina þar sem lagt var hald á það sem virtust vera skotvopn en reyndust eftirlíkingar. Málið kom upp eftir að myndskeið af manni með eftirlíkingarnar fór í dreifingu á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið. Ungur maður birti tvö myndskeið af sjálfum sér á samfélagsmiðlunum TikTok á dögunum þar sem hann stillir sér upp við tvo bíla og eitt mótorhjól við höfn á höfuðborgarsvæðinu. Í einu myndskeiðinu sést maðurinn sitjandi á mótorhjóli með Land Rover sér á hægri hönd og BMW-bifreið á þá vinstri en þar heldur hann á því sem virðist vera tvö skotvopn. Við fyrstu sýn virtist vera um hríðskotariffil og skammbyssu að ræða. Myndböndin vöktu þó nokkra athygli og fóru í dreifingu á öðrum samfélagsmiðlum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk skjótt veður af athæfinu. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglunni hafi borist tilkynning um málið og að ráðist hafi verið í húsleit vegna málsins. Þar var lagt hald á munina sem reyndust vera eftirlíkingar en ekki raunveruleg skotvopn. „Þetta kemur til okkar á laugardag eftirmiðdaginn og við fáum bara ábendingar frá almenningi um að þessi mynd sé í umferð á netinu. Við hófum strax vinnu við að hafa upp á þessum einstaklingum. Svo fórum við í húsleitir í kjölfarið og fundum þessi meintu skotvopn sem reyndust síðan vera eftirlíkingar.“ Svo virðist sem verið sé að fagna einhverju tilefni í myndskeiðinu en búið er að leggja stærðarinnar rauðan blómkrans á framhlið BMW-bifreiðarinnar og festa blóm á Land Rover-bifreiðina. Síðarnefndu bifreiðina má sjá í öðru myndskeiði á TikTok þar sem bílalest keyrir á móti umferð miðsvæðis í Reykjavík. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp Land Rover-bifreiðin er bílaleigubíll. Málið er nú til rannsóknar sem brot á vopnalögum sem getur varðað háum sektum. „Núna er bara eftirvinna í gangi hjá okkur með það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri,“ segir Unnar. Maðurinn stillti sér upp og virðist nokkuð kátur ef miða má við myndirnar.Skjáskot Mennirnir þrír sem voru handteknir voru yfirheyrðir og síðan sleppt úr haldi. „Við mættum ekki mótstöðu við aðgerðirnar. Mögulega kom þetta þeim að óvörum en lögreglan hefur ekkert þol fyrir því að menn hafi skotvopn undir höndum. Eftirlíkingar í dag líkjast mjög skotvopnum og það er engan greinarmun hægt að greina hvort þetta sé alvöru eða ekki. Við fylgjum þessu fast eftir þegar við fáum svona tilkynningar til okkar.“ Eru þessir menn taldir hættulegir? „Ég get bara ekki sagt það núna. Núna er eftirvinna í gangi með að skoða það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri.“ Lögreglumál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Ungur maður birti tvö myndskeið af sjálfum sér á samfélagsmiðlunum TikTok á dögunum þar sem hann stillir sér upp við tvo bíla og eitt mótorhjól við höfn á höfuðborgarsvæðinu. Í einu myndskeiðinu sést maðurinn sitjandi á mótorhjóli með Land Rover sér á hægri hönd og BMW-bifreið á þá vinstri en þar heldur hann á því sem virðist vera tvö skotvopn. Við fyrstu sýn virtist vera um hríðskotariffil og skammbyssu að ræða. Myndböndin vöktu þó nokkra athygli og fóru í dreifingu á öðrum samfélagsmiðlum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk skjótt veður af athæfinu. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglunni hafi borist tilkynning um málið og að ráðist hafi verið í húsleit vegna málsins. Þar var lagt hald á munina sem reyndust vera eftirlíkingar en ekki raunveruleg skotvopn. „Þetta kemur til okkar á laugardag eftirmiðdaginn og við fáum bara ábendingar frá almenningi um að þessi mynd sé í umferð á netinu. Við hófum strax vinnu við að hafa upp á þessum einstaklingum. Svo fórum við í húsleitir í kjölfarið og fundum þessi meintu skotvopn sem reyndust síðan vera eftirlíkingar.“ Svo virðist sem verið sé að fagna einhverju tilefni í myndskeiðinu en búið er að leggja stærðarinnar rauðan blómkrans á framhlið BMW-bifreiðarinnar og festa blóm á Land Rover-bifreiðina. Síðarnefndu bifreiðina má sjá í öðru myndskeiði á TikTok þar sem bílalest keyrir á móti umferð miðsvæðis í Reykjavík. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp Land Rover-bifreiðin er bílaleigubíll. Málið er nú til rannsóknar sem brot á vopnalögum sem getur varðað háum sektum. „Núna er bara eftirvinna í gangi hjá okkur með það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri,“ segir Unnar. Maðurinn stillti sér upp og virðist nokkuð kátur ef miða má við myndirnar.Skjáskot Mennirnir þrír sem voru handteknir voru yfirheyrðir og síðan sleppt úr haldi. „Við mættum ekki mótstöðu við aðgerðirnar. Mögulega kom þetta þeim að óvörum en lögreglan hefur ekkert þol fyrir því að menn hafi skotvopn undir höndum. Eftirlíkingar í dag líkjast mjög skotvopnum og það er engan greinarmun hægt að greina hvort þetta sé alvöru eða ekki. Við fylgjum þessu fast eftir þegar við fáum svona tilkynningar til okkar.“ Eru þessir menn taldir hættulegir? „Ég get bara ekki sagt það núna. Núna er eftirvinna í gangi með að skoða það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri.“
Lögreglumál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira