Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2025 15:13 Ásta hefur allajafna getað flogið með Icelandair án vandræða. Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. „Þetta er skelfileg þróun hjá Icelandair af því að maður hefur hingað til alltaf getað treyst á félagið,“ segir Ásta Kristín í samtali við Vísi. Ásta fer yfir málið í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook en þar kemur fram að starfsmaður á innritunarborði hafi gert athugasemdir við það að hún væri með víóluna sína á sér og farið fram á að hún innritaði víóluna, þrátt fyrir að það hafi hún ekki þurft að gera þremur dögum fyrr þegar hún hélt út til Hollands. Vísir hefur sent Icelandair fyrirspurn vegna málsins. Ásta hefur spilað á víólu frá þriggja ára aldri, í einhver 24 ár. Víólan hennar er 159 ára gömul, smíðuð í Kaupmannahöfn á því herrans ári 1866 og metin á margar milljónir íslenskra króna. Eðli málsins samkvæmt segir Ásta það því aldrei hafa komið til greina að innrita hljóðfærið líkt og hvern annan böggul. „Þetta er bara eins og þriðji handleggurinn á manni. Þetta er svo rosalega persónuleg og verðmæt eign.“ Ásta með tæplega 160 ára gömlu víóluna. Vond kvíðatilfinning Í færslu sinni lýsir Ásta því að hún hafi haldið út til Amsterdam með Icelandair með víóluna án vandræða. Ásta spilaði svo á tónleikum í Rotterdam um helgina. Hún lýsir því að reglur flugfélaga um hljóðfæri séu flókinn og ófyrirsjáanlegur frumskógur, ekki sé einu sinni hægt að treysta því að flugfélög fari eftir eigin reglum. „Hins vegar var ég sallaróleg þennan daginn vegna þess að ég átti bókað flug með Icelandair. Icelandair er flugfélag sem er þekkt fyrir það að koma vel fram við hljóðfæraleikara,“ skrifar Ásta. Flestir fiðlu- og víóluleikarar þekki kvíðatilfinninguna sem fylgi því að fara með hljóðfærið í flug, það hafi hins vegar ekki átt við hana þennan dag. Hún útskýrir að hún hafi innritað sig í flugið í símanum en hún var á ferðalagi ásamt kærastanum sínum. Hann hafi þurft að sækja innritunarborðið þar sem hann hafi verið að ferðast með hjól. „Allt í góðu með það og ekkert vesen. Hins vegar, þegar búið var að innrita hjólið og við í þann mund að gera okkur tilbúin til að yfirgefa innritunarborðið, lítur konan í afgreiðslunni á víóluna mína og segir að hún þurfi að athuga hvort það sé í lagi að fara með hana um borð. Mér fannst þetta undarleg aðfinnsla þar sem ég var búin að innrita bæði mig og ferðatöskuna mína í sjálfsafgreiðslu og leitaðist ekki eftir aðstoð frá umræddum starfsmanni. Ég segi henni að það sé allt í lagi, það sé aldrei neitt vesen með Icelandair.“ Starfsfólkið í innrituninni á Schiphol ætlaði ekki að hleypa Ástu lengra, sem síðan lenti í engu veseni við hliðið og í vélinni sjálfri. EPA/DINGENA MOL Elt upp að öryggisgæslu Í lýsingum Ástu má lesa að þarna hafi fjandinn orðið laus. Konan við borðið hafi tjáð henni að hún þurfi að athuga hvort þetta sé í lagi þrátt fyrir allar hennar fullyrðingar. Þá hafi afgreiðslumaður á næsta borði skorist í leikinn og tjáð henni að Icelandair hafi breytt reglum fyrir tveimur vikum síðan þannig að mjög líklegt sé að víólan hennar væri ekki velkomin um borð. Ásta segist aftur hafa tjáð þeim að hún hafi nú ferðast með Icelandair fyrir þremur dögum síðan, án vandræða. Hún hafi mætt sama viðmóti starfsfólksins. „Ég, staðráðin í því að ætla ekki að standa í þessu óþarfa veseni, fórnaði höndum og sagði: „Heyrðu, ég ætla að fara,“ og labbaði í burtu. Ég var hvort sem er búin að innrita mig í flugið og búin að innrita töskuna mína, þannig að það var ekkert sem var því til fyrirstöðu að ég héldi ferðalagi mínu áfram.“ Ásta lenti í engum vandræðum með víóluna á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Hún hafi yfirgefið innritunarborðið en kærastinn orðið eftir. Afgreiðslufólkið hafi haldið áfram að þræta við hann og sagst þurfa að ná tali af Ástu. Hún hafi svo gengið aftur að borðinu eftir nokkra stund þegar ekkert bólaði á kærasta hennar. Starfsmaðurinn hafi látið orð hennar um verðmæti víólunnar sem vind um eyru þjóta. Hún hafi ákveðið á þessum tímapunkti að halda í átt að öryggisleitinni á vellinum. „Ég og kærastinn minn gengum burt og héldum í áttina að öryggistékkinu. Eftir að hafa gengið í nokkra stund heyrðum við kallað fyrir aftan okkur: „Hey!“ Það var afgreiðslumaðurinn, hann hafði hlaupið á eftir okkur og elt okkur uppi. HANN HLJÓP Á EFTIR OKKUR OG ELTI OKKUR UPPI???!!!!“ Ásta segist hafa grátbeðið starfsmanninn um að láta þau í friði. Hann hafi hins vegar hótað því að kalla á öryggisgæslu. „Á því augnabliki jós starfsmaðurinn power-trip-ræðunni sinni yfir mig, um að það þyrfti að fara eftir reglum, að honum væri alveg nákvæmlega sama hvers mikils virði þetta hljóðfæri væri, ef það væri yfir stærðarmörkum þá væri einfaldlega ekki í boði að fara með það inn í vélina. Ég leyfði honum bara að sturta þessum skít yfir mig og mitt hljóðfæri, en um leið og hann kláraði þá sagði ég bara „ókei, bæ,“ og hélt áfram minni leið.“ Ásta segist því næst hafa komist klakklaust í gegnum öryggisleitina. Þar hafi starfsfólk verið til fyrirmyndar. Næst hafi hún komist um borð í vél Icelandair með víóluna án allra vandræða. Þar hafi hún skorðað víóluna vel í rýminu fyrir ofan sæti sitt. „En það breytir því ekki að mér var hótað af flugvallarstarfsmanni að ástæðulausu og það var bæði óþægilegt og ömurlegt.“ Ásta kallar eftir því að Icelandair skýri reglurnar. Vísir/Vilhelm Óskýrar reglur og upplýsingagjöf Ásta tekur fram að hún viti sem er að starfsfólk flugvallarins sé ekki starfsfólk Icelandair. Hún sé ekki að saka Icelandair um slæma meðferð á hljóðfæraleikurum. „Ég ætla þó að gera athugasemd við hljóðfærareglur Icelandair og hvernig verklagi flugfélagsins er miðlað til flugvallarstarfsfólks. Því, eins og áður hefur komið fram, hefur Icelandair aldrei gert athugasemd við að hljóðfæri séu höfð um borð í farþegarýminu (að mér vitandi), en engu að síður komu þessi leiðindi upp í dag. Nú veit ég ekki hvernig upplýsingagjöf Icelandair til flugvallarstarfsmanna er háttað, en ég er alveg fullviss um að ef félagið hefði miðlað réttum upplýsingum á skýran hátt til þessara starfsmanna þá hefði þessi sitúasjón mögulega ekki komið upp.“ Ásta segist svo hafa kannað reglur Icelandair. Nú sé tæknilega séð hvorki leyfilegt að taka fiðlur né víólur með sér inn í farþegarýmið þar sem málin sem gefin séu upp séu of lítil. Hún segir stærðina sem gefin sé upp á vef flugfélagsins galna, hún útiloki mörg hljóðfæri. „En samt leyfa þeir þetta í farþegarýmunum en þetta er svo óskýrt og það er málið. Þetta þarf að vera skýrt, hvort sem þeir ákveða að hljóðfæri séu ekki leyfð í farþegarými, þá myndi maður að minnsta kosti vita það, en þegar þetta er svona óskýrt þá opnar þetta dyr fyrir geðþóttaákvarðanir starfsmanna. Auðvitað myndi ég fyrst og fremst vilja að þeir myndu bregðast við og breyta reglunum í samráði við fagfólkið í stéttinni. Við erum þau sem þurfum að nýta þessa þjónustu og það er fáránlegt að þetta sé svona.“ Hún bendir á að þetta sé mjög algengt vandamál. Fyrr á árinu hafi Pétur Björnsson fiðluleikari lent í vandræðum í flugi Play og félagið breytt reglum í kjölfarið. Ásta segist vona að Icelandair muni feta sömu leið. „Eina ástæða þess að ég er að skrifa um þetta er sú að það verður að breyta þessu fyrir þessa stétt. Þannig að við séum örugg þarna úti að geta ferðast um án þess að vera stöðugt með einhvern kvíðahnút fyrir ferðalög.“ Vísir leitaði viðbragða hjá upplýsingafulltrúa Icelandair vegna málsins sem óskaði eftir skriflegri fyrirspurn vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum Icelandair þegar þau berast. Fréttir af flugi Icelandair Holland Tónlist Tengdar fréttir Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. 17. febrúar 2025 15:53 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
„Þetta er skelfileg þróun hjá Icelandair af því að maður hefur hingað til alltaf getað treyst á félagið,“ segir Ásta Kristín í samtali við Vísi. Ásta fer yfir málið í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook en þar kemur fram að starfsmaður á innritunarborði hafi gert athugasemdir við það að hún væri með víóluna sína á sér og farið fram á að hún innritaði víóluna, þrátt fyrir að það hafi hún ekki þurft að gera þremur dögum fyrr þegar hún hélt út til Hollands. Vísir hefur sent Icelandair fyrirspurn vegna málsins. Ásta hefur spilað á víólu frá þriggja ára aldri, í einhver 24 ár. Víólan hennar er 159 ára gömul, smíðuð í Kaupmannahöfn á því herrans ári 1866 og metin á margar milljónir íslenskra króna. Eðli málsins samkvæmt segir Ásta það því aldrei hafa komið til greina að innrita hljóðfærið líkt og hvern annan böggul. „Þetta er bara eins og þriðji handleggurinn á manni. Þetta er svo rosalega persónuleg og verðmæt eign.“ Ásta með tæplega 160 ára gömlu víóluna. Vond kvíðatilfinning Í færslu sinni lýsir Ásta því að hún hafi haldið út til Amsterdam með Icelandair með víóluna án vandræða. Ásta spilaði svo á tónleikum í Rotterdam um helgina. Hún lýsir því að reglur flugfélaga um hljóðfæri séu flókinn og ófyrirsjáanlegur frumskógur, ekki sé einu sinni hægt að treysta því að flugfélög fari eftir eigin reglum. „Hins vegar var ég sallaróleg þennan daginn vegna þess að ég átti bókað flug með Icelandair. Icelandair er flugfélag sem er þekkt fyrir það að koma vel fram við hljóðfæraleikara,“ skrifar Ásta. Flestir fiðlu- og víóluleikarar þekki kvíðatilfinninguna sem fylgi því að fara með hljóðfærið í flug, það hafi hins vegar ekki átt við hana þennan dag. Hún útskýrir að hún hafi innritað sig í flugið í símanum en hún var á ferðalagi ásamt kærastanum sínum. Hann hafi þurft að sækja innritunarborðið þar sem hann hafi verið að ferðast með hjól. „Allt í góðu með það og ekkert vesen. Hins vegar, þegar búið var að innrita hjólið og við í þann mund að gera okkur tilbúin til að yfirgefa innritunarborðið, lítur konan í afgreiðslunni á víóluna mína og segir að hún þurfi að athuga hvort það sé í lagi að fara með hana um borð. Mér fannst þetta undarleg aðfinnsla þar sem ég var búin að innrita bæði mig og ferðatöskuna mína í sjálfsafgreiðslu og leitaðist ekki eftir aðstoð frá umræddum starfsmanni. Ég segi henni að það sé allt í lagi, það sé aldrei neitt vesen með Icelandair.“ Starfsfólkið í innrituninni á Schiphol ætlaði ekki að hleypa Ástu lengra, sem síðan lenti í engu veseni við hliðið og í vélinni sjálfri. EPA/DINGENA MOL Elt upp að öryggisgæslu Í lýsingum Ástu má lesa að þarna hafi fjandinn orðið laus. Konan við borðið hafi tjáð henni að hún þurfi að athuga hvort þetta sé í lagi þrátt fyrir allar hennar fullyrðingar. Þá hafi afgreiðslumaður á næsta borði skorist í leikinn og tjáð henni að Icelandair hafi breytt reglum fyrir tveimur vikum síðan þannig að mjög líklegt sé að víólan hennar væri ekki velkomin um borð. Ásta segist aftur hafa tjáð þeim að hún hafi nú ferðast með Icelandair fyrir þremur dögum síðan, án vandræða. Hún hafi mætt sama viðmóti starfsfólksins. „Ég, staðráðin í því að ætla ekki að standa í þessu óþarfa veseni, fórnaði höndum og sagði: „Heyrðu, ég ætla að fara,“ og labbaði í burtu. Ég var hvort sem er búin að innrita mig í flugið og búin að innrita töskuna mína, þannig að það var ekkert sem var því til fyrirstöðu að ég héldi ferðalagi mínu áfram.“ Ásta lenti í engum vandræðum með víóluna á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Hún hafi yfirgefið innritunarborðið en kærastinn orðið eftir. Afgreiðslufólkið hafi haldið áfram að þræta við hann og sagst þurfa að ná tali af Ástu. Hún hafi svo gengið aftur að borðinu eftir nokkra stund þegar ekkert bólaði á kærasta hennar. Starfsmaðurinn hafi látið orð hennar um verðmæti víólunnar sem vind um eyru þjóta. Hún hafi ákveðið á þessum tímapunkti að halda í átt að öryggisleitinni á vellinum. „Ég og kærastinn minn gengum burt og héldum í áttina að öryggistékkinu. Eftir að hafa gengið í nokkra stund heyrðum við kallað fyrir aftan okkur: „Hey!“ Það var afgreiðslumaðurinn, hann hafði hlaupið á eftir okkur og elt okkur uppi. HANN HLJÓP Á EFTIR OKKUR OG ELTI OKKUR UPPI???!!!!“ Ásta segist hafa grátbeðið starfsmanninn um að láta þau í friði. Hann hafi hins vegar hótað því að kalla á öryggisgæslu. „Á því augnabliki jós starfsmaðurinn power-trip-ræðunni sinni yfir mig, um að það þyrfti að fara eftir reglum, að honum væri alveg nákvæmlega sama hvers mikils virði þetta hljóðfæri væri, ef það væri yfir stærðarmörkum þá væri einfaldlega ekki í boði að fara með það inn í vélina. Ég leyfði honum bara að sturta þessum skít yfir mig og mitt hljóðfæri, en um leið og hann kláraði þá sagði ég bara „ókei, bæ,“ og hélt áfram minni leið.“ Ásta segist því næst hafa komist klakklaust í gegnum öryggisleitina. Þar hafi starfsfólk verið til fyrirmyndar. Næst hafi hún komist um borð í vél Icelandair með víóluna án allra vandræða. Þar hafi hún skorðað víóluna vel í rýminu fyrir ofan sæti sitt. „En það breytir því ekki að mér var hótað af flugvallarstarfsmanni að ástæðulausu og það var bæði óþægilegt og ömurlegt.“ Ásta kallar eftir því að Icelandair skýri reglurnar. Vísir/Vilhelm Óskýrar reglur og upplýsingagjöf Ásta tekur fram að hún viti sem er að starfsfólk flugvallarins sé ekki starfsfólk Icelandair. Hún sé ekki að saka Icelandair um slæma meðferð á hljóðfæraleikurum. „Ég ætla þó að gera athugasemd við hljóðfærareglur Icelandair og hvernig verklagi flugfélagsins er miðlað til flugvallarstarfsfólks. Því, eins og áður hefur komið fram, hefur Icelandair aldrei gert athugasemd við að hljóðfæri séu höfð um borð í farþegarýminu (að mér vitandi), en engu að síður komu þessi leiðindi upp í dag. Nú veit ég ekki hvernig upplýsingagjöf Icelandair til flugvallarstarfsmanna er háttað, en ég er alveg fullviss um að ef félagið hefði miðlað réttum upplýsingum á skýran hátt til þessara starfsmanna þá hefði þessi sitúasjón mögulega ekki komið upp.“ Ásta segist svo hafa kannað reglur Icelandair. Nú sé tæknilega séð hvorki leyfilegt að taka fiðlur né víólur með sér inn í farþegarýmið þar sem málin sem gefin séu upp séu of lítil. Hún segir stærðina sem gefin sé upp á vef flugfélagsins galna, hún útiloki mörg hljóðfæri. „En samt leyfa þeir þetta í farþegarýmunum en þetta er svo óskýrt og það er málið. Þetta þarf að vera skýrt, hvort sem þeir ákveða að hljóðfæri séu ekki leyfð í farþegarými, þá myndi maður að minnsta kosti vita það, en þegar þetta er svona óskýrt þá opnar þetta dyr fyrir geðþóttaákvarðanir starfsmanna. Auðvitað myndi ég fyrst og fremst vilja að þeir myndu bregðast við og breyta reglunum í samráði við fagfólkið í stéttinni. Við erum þau sem þurfum að nýta þessa þjónustu og það er fáránlegt að þetta sé svona.“ Hún bendir á að þetta sé mjög algengt vandamál. Fyrr á árinu hafi Pétur Björnsson fiðluleikari lent í vandræðum í flugi Play og félagið breytt reglum í kjölfarið. Ásta segist vona að Icelandair muni feta sömu leið. „Eina ástæða þess að ég er að skrifa um þetta er sú að það verður að breyta þessu fyrir þessa stétt. Þannig að við séum örugg þarna úti að geta ferðast um án þess að vera stöðugt með einhvern kvíðahnút fyrir ferðalög.“ Vísir leitaði viðbragða hjá upplýsingafulltrúa Icelandair vegna málsins sem óskaði eftir skriflegri fyrirspurn vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum Icelandair þegar þau berast.
Fréttir af flugi Icelandair Holland Tónlist Tengdar fréttir Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. 17. febrúar 2025 15:53 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. 17. febrúar 2025 15:53