Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2025 09:02 Larry Summers var forseti Harvard til ársins 2006. Hann var einnig fjármálaráðherra í ríkisstjórn demókratans Bills Clinton á sínum tíma. AP/Michael Dwyer Fyrrverandi rektor Harvard-háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ætla að draga sig í hlé á opinberum vettvangi eftir uppljóstranir um að hann hafi átt í vinasambandi við Jeffrey Epstein löngu eftir að sá síðarnefndi hlaut dóm sem kynferðisbrotamaður. Hann skammist sín ákaflega. Tölvupóstar úr dánarbúi Epstein sem demókratar á Bandaríkjaþingi birtu nýlega sýndu meðal annars hvernig Larry Summers, sem kennir enn við Harvard-háskóla, átti í reglulegum samskiptum við Epstein löngu eftir að hann var dæmdur fyrir að falast eftir vændi frá ólögráða stúlku árið 2008. Nú segir Summers ætla að stíga til hiðar til að byggja upp traust og lappa upp á sambandið við þau sem standa honum næst. „Ég skammast mín mikið fyrir gjörðir mínar og geri mér grein fyrir þeim sársauka sem þær hafa valdið. Ég tek fulla ábyrgð á misráðinni ákvörðun minni að halda áfram að eiga í samskiptum við herra Epstein,“ sagði í yfirlýsingu sem Summers sendi fjölmiðlum í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það segist Summers ætla að halda áfram að kenna við Harvard. Hann er skráður kennari í nokkrum hagfræðiáföngum. Þá hefur Summers setið í stjórn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI. Falaðist eftir ráðum í ástarmálum Á meðal þess sem Summers ræddi um við Epstein í póstunum voru ráð í kvennamálum. Epstein lýstir sér meðal annars sem „vængmanni“ Summers árið 2018. Bað Summers vin sinn meðal annars um ráð um hvenær hann ætti að svara tölvupósti frá konu sem hann virðist hafa haft áhuga á. „Ég held að það sé líklega við hæfi að svara engu í bili,“ skrifaði Summers. „Hún er þegar byrjuð að hljóma þurfandi :) fínt,“ svaraði Epstein. Summers var settur af sem rektor Harvard árið 2006 eftir að hann lét niðrandi orð falla um fræðikonur. „Ég hafði orð á því að konur hefðu helming greindarvísitölunnar í heiminum án þess að geta þess að þær eru rúmlega 51 prósent mannkynsins,“ skrifaði Summers til Epstein. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Tölvupóstar úr dánarbúi Epstein sem demókratar á Bandaríkjaþingi birtu nýlega sýndu meðal annars hvernig Larry Summers, sem kennir enn við Harvard-háskóla, átti í reglulegum samskiptum við Epstein löngu eftir að hann var dæmdur fyrir að falast eftir vændi frá ólögráða stúlku árið 2008. Nú segir Summers ætla að stíga til hiðar til að byggja upp traust og lappa upp á sambandið við þau sem standa honum næst. „Ég skammast mín mikið fyrir gjörðir mínar og geri mér grein fyrir þeim sársauka sem þær hafa valdið. Ég tek fulla ábyrgð á misráðinni ákvörðun minni að halda áfram að eiga í samskiptum við herra Epstein,“ sagði í yfirlýsingu sem Summers sendi fjölmiðlum í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það segist Summers ætla að halda áfram að kenna við Harvard. Hann er skráður kennari í nokkrum hagfræðiáföngum. Þá hefur Summers setið í stjórn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI. Falaðist eftir ráðum í ástarmálum Á meðal þess sem Summers ræddi um við Epstein í póstunum voru ráð í kvennamálum. Epstein lýstir sér meðal annars sem „vængmanni“ Summers árið 2018. Bað Summers vin sinn meðal annars um ráð um hvenær hann ætti að svara tölvupósti frá konu sem hann virðist hafa haft áhuga á. „Ég held að það sé líklega við hæfi að svara engu í bili,“ skrifaði Summers. „Hún er þegar byrjuð að hljóma þurfandi :) fínt,“ svaraði Epstein. Summers var settur af sem rektor Harvard árið 2006 eftir að hann lét niðrandi orð falla um fræðikonur. „Ég hafði orð á því að konur hefðu helming greindarvísitölunnar í heiminum án þess að geta þess að þær eru rúmlega 51 prósent mannkynsins,“ skrifaði Summers til Epstein.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37