Innlent

Allt til­tækt lið sent vegna elds á hjúkrunar­heimili

Árni Sæberg skrifar
Hjúkrunarheimilið var rýmt vegna eldsins.
Hjúkrunarheimilið var rýmt vegna eldsins. María Kristjánsdóttir

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi allt tiltækt lið að Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík á ellefta tímanum eftir að eldur kviknaði í rafmagnstöflu í tæknirými. Slökkvistarf gekk vel sem og rýming hússins.

Þetta segir vakthafandi varðstjóri í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Hann segir að allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang vegna eðlis starfseminnar í húsinu. 

Mikið viðbragð var á vettvangi.Vísir/Lýður

Vel hafi gengið að rýma húsið og aðeins ein tilkynning hafi borist um að einstaklingur hafi andað að sér reyk. Verið sé að hlúa að honum og ekki sé ljóst hvort flytja þurfi hann á sjúkrahús. Íbúar hjúkrunarheimilisins hafi fljótt fengið inni í nærliggjandi húsum.

Hér að neðan má sjá myndskeið sem tekin voru á vettvangi og sýna slökkvistarf og rýmingu hjúkrunarheimilisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×