Sport

Sterkasti maður Ís­lands 2025: Haf­þór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson hefur oftast orðið sterkasti maður Íslands eða ellefu sinnum.
Hafþór Júlíus Björnsson hefur oftast orðið sterkasti maður Íslands eða ellefu sinnum. Skjámynd/Youtube/Hafthor Bjornsson

Keppnin um sterkasta mann Íslands fer fram í dag og á morgun og þar taka stórir og sterkir aflraunamenn vel á því í baráttunni um eftirsóttan titil.

Hafþór Júlíus Björnsson mætir til leiks en hann hefur ellefu sinnum unnið titilinn sterkasti maður Íslands.

Hafþór bætti á dögunum heimsmetið í réttstöðulyftu og er í svaka formi þessa dagana.

Hann vann titilinn í fyrra en var þá að koma aftur eftir fjögurra ára fjarveru. Hann hafði unnið keppnina tíu ár í röð frá 2011 til 2020.

Hafþór ætlar sér að vinna í tólfta sinn en aðrir keppendur eru Paddy Haynes, Evans Nana, Hilmar Örn Jónsson, Vilius Jokuzys, Kári Kristófer Elíasson og Láki Gunnarsson.

Hér fyrir neðan má sjá bein útsendingu frá fyrri deginum. Það verður keppt í átta greinum þessa tvo daga sem keppnin stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×