Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2025 10:31 Townsend með syni sínum Adyn Aubrey sem kom í heiminn í mars 2021. @tay_taytownsend Bandarísku tenniskonunni Taylor Townsend tókst að skrifa nýjan kafla í tennissöguna í þessari viku eftir að í ljós kom að hún er númer eitt á heimslistanum meðal þeirra í heiminum sem keppa í tvíliðaleik kvenna Townsend og tvíliðaleiksfélagi hennar Shuai Zhang tryggðu sér efsta sætið á heimslistanum með því að komast í úrslitaleikinn á WTA 500 Mubadala Citi mótinu sem fór fram í Washington DC í Bandaríkjunum. Með því varð það staðfest að Townsend er fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins, WTA. View this post on Instagram A post shared by The GIST USA (@thegistusa) „Þetta er ánægjulegasta ferðalagið sem ég gat farið í,“ sagði Taylor Townsend eftir leikinn. „Að hafa náð efsta sætinu á heimslistanum eftir að hafa eignast son minn. Ég hef þurft að komast í gegnum svo mörg próf og svo mikið mótlæti en tókst samt að afreka hluti sem ég hafði aldrei áður afrekað,“ sagði Townsend. „Ég er búin að vinna tvö risamót og vinna Masters 1000 mótið. Að verða sú besta í heimi er það stórkostlegasta við þetta allt saman,“ sagði Townsend. Townsend er aðeins þrettánda bandaríska tenniskonan sem kemst í efsta sæti heimslistanum í tvíliðaleik. Hinar eru Martina Navratilova, Pam Shriver, Gigi Fernandez, Lindsay Davenport, Corina Morariu, Lisa Raymond, Liezel Huber, Venus Williams, Serena Williams, Bethanie Mattek-Sands, Coco Gauff og Jessica Pegula. Townsend er 29 ára gömul en sonur hennar, Adyn Aubrey, kom í heiminn í mars 2021. Hann er því orðinn fjögurra ára gamall og upplifir nú að eiga mömmu sem er best í heimi. View this post on Instagram A post shared by Taylor Townsend (@tay_taytownsend) Tennis Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira
Townsend og tvíliðaleiksfélagi hennar Shuai Zhang tryggðu sér efsta sætið á heimslistanum með því að komast í úrslitaleikinn á WTA 500 Mubadala Citi mótinu sem fór fram í Washington DC í Bandaríkjunum. Með því varð það staðfest að Townsend er fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins, WTA. View this post on Instagram A post shared by The GIST USA (@thegistusa) „Þetta er ánægjulegasta ferðalagið sem ég gat farið í,“ sagði Taylor Townsend eftir leikinn. „Að hafa náð efsta sætinu á heimslistanum eftir að hafa eignast son minn. Ég hef þurft að komast í gegnum svo mörg próf og svo mikið mótlæti en tókst samt að afreka hluti sem ég hafði aldrei áður afrekað,“ sagði Townsend. „Ég er búin að vinna tvö risamót og vinna Masters 1000 mótið. Að verða sú besta í heimi er það stórkostlegasta við þetta allt saman,“ sagði Townsend. Townsend er aðeins þrettánda bandaríska tenniskonan sem kemst í efsta sæti heimslistanum í tvíliðaleik. Hinar eru Martina Navratilova, Pam Shriver, Gigi Fernandez, Lindsay Davenport, Corina Morariu, Lisa Raymond, Liezel Huber, Venus Williams, Serena Williams, Bethanie Mattek-Sands, Coco Gauff og Jessica Pegula. Townsend er 29 ára gömul en sonur hennar, Adyn Aubrey, kom í heiminn í mars 2021. Hann er því orðinn fjögurra ára gamall og upplifir nú að eiga mömmu sem er best í heimi. View this post on Instagram A post shared by Taylor Townsend (@tay_taytownsend)
Tennis Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira