Fótbolti

„Þeir voru sterkari en við í loftinu“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Frederik Birk var virkilega pirraður eftir leik. 
Frederik Birk var virkilega pirraður eftir leik.  vísir / diego

Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði.

Fyrstu tvö mörk Víkings voru skoruð beint eftir hornspyrnur, Nikolaj Hansen skallaði boltann fyrstur í netið og svo gerði Oliver Ekroth slíkt hið sama.

„Við töpuðum skallaeinvígunum, þeir voru sterkari en við í loftinu og það er svekkjandi“ sagði þjálfarinn og var svo spurður hvort hans menn hefðu verið að einbeita sér of mikið að Nikolaj Hansen og gleymt Oliver Ekroth í öðru markinu.

„Nei við vorum að einbeita okkur að öllum þeirra mönnum en þeir voru betri sóknarlega en við vorum varnarlega.“

Danskir fjölmiðlar fóru mikinn í kjölfar tapsins og töluðu um algjöra niðurlægingu en þjálfarinn vildi ekki tjá sig um það.

„Þú verður að spyrja fjölmiðlana, ekki mig“ sagði hann.

Fyrir seinni leikinn segist þjálfarinn vera með plan en hann vill líka sjá sína menn gera betur á öllum sviðum fótboltans.

„Þetta var ekki nógu gott… Við verðum að gera betur á öllum sviðum fótboltans og svo skoðum við taktíkina, við þurfum að fara aftur í grunngildin og gera betur… Auðvitað hef ég trú á því að við getum snúið einvíginu við“ sagði Frederik Birk að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×