„Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Árni Gísli Magnússon skrifar 7. ágúst 2025 21:04 Sér engar framfarir milli leikja. Vísir/Diego Valur vann 1-2 sigur á Þór/KA í 12. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í kvöld. Öll mörkin komu í seinni hálfleik og skoruðu Valskonur sigurmarkið úr umdeildri vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en heimakonur voru þá nýbúnar að jafna leikinn úr vítaspyrnu. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var gríðarlega vonsvikinn eftir leik, bæði með dómgæsluna og frammistöðu síns liðs. Þessi leikur hlýtur að svíða Jóhann? „Já já, hann gerir það, alveg hryllilega mikið.“ Þór/KA fékk dæmt á sig vítaspyrna á 83. mínútu þegar Margrét Árnadóttir var talin handleika boltann þegar hann sveif inn í teig eftir hornspyrnu. Jóhann fór yfir atvikið og dómgæsluna í heild sinni og var ekki par sáttur. „Ég veit það ekki. Þeir geta víst ekki svarað fyrir sig þannig það er ekki kannski sanngjarnt af mér að vera tjá mig eitthvað um það en ef hún leikur honum með hendinni er það væntanlega bara víti og gult en hún fær ekki gult, heldur systir hennar (Amalía Árnadóttir) fyrir kjaft, sem kom bara strax á loft, ég hélt hann væri að spjalda vitlausa manneskju. Aðdragandinn að þessari hornspyrnu sem þetta kemur upp úr er náttúrulega brot á Söndru og það því miður voru gerð mistök ansi oft í þessum leik þar sem að, ég veit ekki hvort það var að ásettu ráði, maður hræðist það svolítið mikið af því þetta er Sandra, en það er mjög auðvelt að verjast á móti Söndru Maríu þar sem að þú mátt gera það sem er gert til þess að stoppa hana og ég væri til í að mega þetta en það var leyft í dag og sáum við á dómurunum í restina því miður að þeir höfðu eitthvað á samviskunni.“ Sér engar framfarir á liðinu Leikurinn í dag var tiltölulega jafn en Jóhann segist samt sem áður ekki sjá neinar framfarir frá 2-0 tapi gegn Tindastól í síðustu umferð. „Nei, ástæðan fyrir að við töpuðum er ekki dómgæsla eða víti eða eitthvað því ég held ef allt er eðlilegt hefði átt að vera fjögur víti í þessum leik, við áttum að fá þrjú, miðað við vítið sem þær fá í restina. Leikurinn tapast á því að við förum niður á eitthvað plan sem gerir Val auðvelt fyrir en ég ætla ekki að taka neitt af Val, þetta er frábærlega gert hjá þeim að koma hérna norður eftir tvo leiki síðan við spiluðum síðast og ná í þrjú stigi. Allt kúdós á þær, þær eiga þetta bara, já skilið, þær unnu fyrir þessu en mitt lið var sjálfu sér verst og ég er mjög ósáttur við það hvernig við fórum með 90 mínútna leik á móti þessu liði á þessum tíma því við áttum að gera betur, við vitum það, en við fórum niður á eitthvað orkustig sem var lélegt hjá okkur og það er okkur ekki til sóma þannig ég ætla ekki að tala um neinar framfarir frá síðasta leik.“ Það eru komnir tveir leikir frá EM pásunni, tvö töp og frammistaða sem þú ert óánægður með. Hvað þarf að gera til að breyta þessu? Menn verða bara ákveða hvað þeir ætla gera því eins og staðan er núna þá erum við ekki að reyna koma okkur í neina toppbaráttu, það er alveg ljóst, því að við erum að kasta frá okkur stigum í leikjum sem við eigum ekki að tapa í þessum síðustu tveimur. Við vitum það best sjálf að við eigum ekki að tapa þessum leikjum en meðan þú tapar þeim þýðir ekkert að vera gapa hérna með það að maður eigi ekki að vera tapa en tapa samt þannig við erum bara á þeim stað sem við eigum að vera á og erum á, þannig við verðum bara að reyna girða okkur í brók og reyna vinna eitthvað af stigum til að sogast bara hreinlega ekki niður í neðri hlutann.“ Þór/KA mætir FH í Hafnafirði í næstu umferð sem situr í öðru sæti deildarinnar. „Við verðum bara að hugsa um okkar stærstu andstæðinga sem akkúrat í augnablikinu erum við sjálf“, sagði Jóhann að lokum þungt hugsi. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var gríðarlega vonsvikinn eftir leik, bæði með dómgæsluna og frammistöðu síns liðs. Þessi leikur hlýtur að svíða Jóhann? „Já já, hann gerir það, alveg hryllilega mikið.“ Þór/KA fékk dæmt á sig vítaspyrna á 83. mínútu þegar Margrét Árnadóttir var talin handleika boltann þegar hann sveif inn í teig eftir hornspyrnu. Jóhann fór yfir atvikið og dómgæsluna í heild sinni og var ekki par sáttur. „Ég veit það ekki. Þeir geta víst ekki svarað fyrir sig þannig það er ekki kannski sanngjarnt af mér að vera tjá mig eitthvað um það en ef hún leikur honum með hendinni er það væntanlega bara víti og gult en hún fær ekki gult, heldur systir hennar (Amalía Árnadóttir) fyrir kjaft, sem kom bara strax á loft, ég hélt hann væri að spjalda vitlausa manneskju. Aðdragandinn að þessari hornspyrnu sem þetta kemur upp úr er náttúrulega brot á Söndru og það því miður voru gerð mistök ansi oft í þessum leik þar sem að, ég veit ekki hvort það var að ásettu ráði, maður hræðist það svolítið mikið af því þetta er Sandra, en það er mjög auðvelt að verjast á móti Söndru Maríu þar sem að þú mátt gera það sem er gert til þess að stoppa hana og ég væri til í að mega þetta en það var leyft í dag og sáum við á dómurunum í restina því miður að þeir höfðu eitthvað á samviskunni.“ Sér engar framfarir á liðinu Leikurinn í dag var tiltölulega jafn en Jóhann segist samt sem áður ekki sjá neinar framfarir frá 2-0 tapi gegn Tindastól í síðustu umferð. „Nei, ástæðan fyrir að við töpuðum er ekki dómgæsla eða víti eða eitthvað því ég held ef allt er eðlilegt hefði átt að vera fjögur víti í þessum leik, við áttum að fá þrjú, miðað við vítið sem þær fá í restina. Leikurinn tapast á því að við förum niður á eitthvað plan sem gerir Val auðvelt fyrir en ég ætla ekki að taka neitt af Val, þetta er frábærlega gert hjá þeim að koma hérna norður eftir tvo leiki síðan við spiluðum síðast og ná í þrjú stigi. Allt kúdós á þær, þær eiga þetta bara, já skilið, þær unnu fyrir þessu en mitt lið var sjálfu sér verst og ég er mjög ósáttur við það hvernig við fórum með 90 mínútna leik á móti þessu liði á þessum tíma því við áttum að gera betur, við vitum það, en við fórum niður á eitthvað orkustig sem var lélegt hjá okkur og það er okkur ekki til sóma þannig ég ætla ekki að tala um neinar framfarir frá síðasta leik.“ Það eru komnir tveir leikir frá EM pásunni, tvö töp og frammistaða sem þú ert óánægður með. Hvað þarf að gera til að breyta þessu? Menn verða bara ákveða hvað þeir ætla gera því eins og staðan er núna þá erum við ekki að reyna koma okkur í neina toppbaráttu, það er alveg ljóst, því að við erum að kasta frá okkur stigum í leikjum sem við eigum ekki að tapa í þessum síðustu tveimur. Við vitum það best sjálf að við eigum ekki að tapa þessum leikjum en meðan þú tapar þeim þýðir ekkert að vera gapa hérna með það að maður eigi ekki að vera tapa en tapa samt þannig við erum bara á þeim stað sem við eigum að vera á og erum á, þannig við verðum bara að reyna girða okkur í brók og reyna vinna eitthvað af stigum til að sogast bara hreinlega ekki niður í neðri hlutann.“ Þór/KA mætir FH í Hafnafirði í næstu umferð sem situr í öðru sæti deildarinnar. „Við verðum bara að hugsa um okkar stærstu andstæðinga sem akkúrat í augnablikinu erum við sjálf“, sagði Jóhann að lokum þungt hugsi.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira