Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar 11. júlí 2025 17:00 Við lifum á tímum sem mætti kalla hlé frá áföllum, engin þjóðarvá steðjar að. Hvorki eldgos, efnahagshrun né heimsfaraldur setja mark sitt á samfélagið. Sólin rís sem fyrr yfir landi okkar fagra og landsmenn halda áfram sínu daglega lífi. En á hinu háa Alþingi ríkir óhugnanleg þróun,valdníðsla og yfirlæti gagnvart lýðræði, málfrelsi og ekki síst stöðu sveitarfélaganna í landinu. Sérstaklega má benda á hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur hefur sýnt af sér dómgreindarleysi og útilokandi stjórnarhætti sem setja sveitarstjórnarstigið og byggðir landsins í hættu. Það er ekki ofsagt að framtíð margra sjávarbyggða á landsbyggðinni sé nú ógnað. Í 66 ár án tillits til flokks eða stjórnarfars hefur forsætisráðherra landsins borið ábyrgð á því að ná samkomulagi um þinglok með öllum þingflokkum. Nú hefur í fyrsta skipti í 66 ár verið beitt 71. gr. þingskapa, hinu svokallaða „kjarnorkuákvæði“, til að þröngva málum í gegn. Með því hefur ríkisstjórnin í reynd tekið málfrelsi stjórnarandstöðunnar úr sambandi með þeim afleiðingum að lýðræðisleg umræða um grundvallarmál, svo sem fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar og afkomu sjávarbyggða, var þögguð. Hvernig má forsætisráðherra, sem talar fyrir „nýjum vinnubrögðum“, réttlæta slíkt? Hvernig getur ríkisstjórn sem segist tala fyrir jöfnuði, dreifingu valds og uppbyggingu landsbyggðar, beitt þeim aðferðum sem nú hafa verið notaðar sérstaklega gegn sveitarfélögum sem reiða sig á sjávarútveg? Ríkistjórnin missir trúverðugleika og trausts Ríkisstjórnin virðist hafa gleymt því að byggðir landsins ná út fyrir Reykjavík. Þegar sjávarútvegssveitarfélög missa rödd sína í stjórnmálum, þegar ekki er hlustað á sveitarstjórnarfólk, sjómenn eða fyrirtæki sem byggja afkomu sína á sjávarauðlindinni. Umræða um eignarhald aflaheimilda, byggðatengingu og sanngjarnan aðgang að auðlindinni verður að vera opin og lýðræðisleg. Slík umræða má ekki verða fórnarlamb pólitísks hraðskreiðs valdboðs. Samstaða sveitarfélaga þvert á flokka Sjávarútvegssveitarfélögin eru 26 talsins og dreifast vítt og breitt um landið. Þau eru Akranesbær, Akureyrarkaupstaður, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Fjarðabyggð, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Ísafjarðarbær, Langanesbyggð, Múlaþing, Norðurþing, Suðurnesjabær, Snæfellsbær, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Ölfus, Vestmannaeyjabær, Vesturbyggð og Vopnafjarðarhreppur. Þessi sveitarfélög eiga það sameiginlegt að byggja tilverugrundvöll sinn að stórum hluta á sjávarútvegi. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa ítrekað komið afstöðu sinni á framfæri og beint hvatningu til Alþingis um að tekið sé tillit til þeirra athugasemda. Þessar áhyggjur hafa þau komið á framfæri við atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, atvinnuveganefnd og þingmenn. Ítrekað hafa samtökin hvatt þessa aðila til þess að hafa hagsmuni almennings í viðkomandi sveitarfélögum að leiðarljósi þegar unnið er að breytingum á löggjöf sem snertir sjávarútveg. Samtökin leggja áherslu á að það sé hagur allra að gögn og greiningar, sem styðja við mat á áhrifum frumvarpsins á afkomu fyrirtækja og sveitarfélaga, séu aðgengileg og að öllum vinnubrögðum sé hagað með vönduðum hætti. Ljóst er að tillögur um hækkun veiðigjalda ná ekki aðeins til stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins, heldur munu þær einnig hafa áhrif á hundruð annarra fyrirtækja innan íslensks sjávarútvegs, þar á meðal einyrkja og á lítil fjölskyldufyrirtæki. Samtökin telja verulegar líkur á því að slík hækkun leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni og að fiskvinnsla leggist af í ákveðnum byggðarlögum. Því telja þau nauðsynlegt að unnið sé ítarlegt áhrifamat. Með því geti hagaðilar, eins og sveitarfélög sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi, metið bæði bein og óbein áhrif frumvarpsins. Þetta felur meðal annars í sér áhrif á útsvarstekjur, tekjur tengdar hafnarstarfsemi, stoðgreinum og nýsköpun. Í Suðurnesjabæ eru fiskveiðar og fiskvinnsla gríðarlega mikilvægar atvinnugreinar þær vega um 14% í útsvarsstofni bæjarins samkvæmt greiningu KPMG. Þar fyrir utan eru fjölmörg störf og þjónusta sem byggjast beint eða óbeint á sjávarútvegi. Þetta skiptir samfélagið hér miklu máli. Við gagnrýndum harðlega að þegar frumvarpið var kynnt voru engar greiningar á áhrifum þess á sveitarfélög lagðar fram af hálfu ríkisins,þvert á það sem lögin kveða á um. Í 129. grein sveitarstjórnarlaga segir skýrt að slík áhrif þurfi að liggja fyrir þegar frumvörp eru lögð fram sem snerta hagsmuni sveitarfélaga. Full samstaða um gagnrýni á ríkisstjórnina í Suðurnesjabæ Við í Framsókn tökum undir að auðlindir í þjóðareigu eigi að vera nýttar á sanngjarnan hátt og að rétt sé að greiða fyrir afnot af þeim. Hins vegar má ekki gleyma því að sjávarútvegur er burðarstoð í atvinnulífi margra bæjarfélaga víðs vegar um landið og þess vegna er mikilvægt að vanda til slíkra löggjafar með samtali við sveitarfélögin í landinu. Það lýsir alvarleika málsins þegar allir sveitarstjórnarmenn í Suðurnesjabæ – frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Bæjarlistanum – gagnrýndu áform ríkisstjórnarinnar á bæjarstjórnarfundi í apríl. Nú síðast ítrekaði bæjarráð áhyggjur sínar í júlí – þvert á alla flokka. Ábyrgð ríkistjórnarinnar í þessu máli er mikil, og ég óttast að afleiðingar þess kunni að hafa ófyrirséð áhrif á sjávarútvegssveitarfélög landsins Oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Anton Guðmundsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum sem mætti kalla hlé frá áföllum, engin þjóðarvá steðjar að. Hvorki eldgos, efnahagshrun né heimsfaraldur setja mark sitt á samfélagið. Sólin rís sem fyrr yfir landi okkar fagra og landsmenn halda áfram sínu daglega lífi. En á hinu háa Alþingi ríkir óhugnanleg þróun,valdníðsla og yfirlæti gagnvart lýðræði, málfrelsi og ekki síst stöðu sveitarfélaganna í landinu. Sérstaklega má benda á hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur hefur sýnt af sér dómgreindarleysi og útilokandi stjórnarhætti sem setja sveitarstjórnarstigið og byggðir landsins í hættu. Það er ekki ofsagt að framtíð margra sjávarbyggða á landsbyggðinni sé nú ógnað. Í 66 ár án tillits til flokks eða stjórnarfars hefur forsætisráðherra landsins borið ábyrgð á því að ná samkomulagi um þinglok með öllum þingflokkum. Nú hefur í fyrsta skipti í 66 ár verið beitt 71. gr. þingskapa, hinu svokallaða „kjarnorkuákvæði“, til að þröngva málum í gegn. Með því hefur ríkisstjórnin í reynd tekið málfrelsi stjórnarandstöðunnar úr sambandi með þeim afleiðingum að lýðræðisleg umræða um grundvallarmál, svo sem fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar og afkomu sjávarbyggða, var þögguð. Hvernig má forsætisráðherra, sem talar fyrir „nýjum vinnubrögðum“, réttlæta slíkt? Hvernig getur ríkisstjórn sem segist tala fyrir jöfnuði, dreifingu valds og uppbyggingu landsbyggðar, beitt þeim aðferðum sem nú hafa verið notaðar sérstaklega gegn sveitarfélögum sem reiða sig á sjávarútveg? Ríkistjórnin missir trúverðugleika og trausts Ríkisstjórnin virðist hafa gleymt því að byggðir landsins ná út fyrir Reykjavík. Þegar sjávarútvegssveitarfélög missa rödd sína í stjórnmálum, þegar ekki er hlustað á sveitarstjórnarfólk, sjómenn eða fyrirtæki sem byggja afkomu sína á sjávarauðlindinni. Umræða um eignarhald aflaheimilda, byggðatengingu og sanngjarnan aðgang að auðlindinni verður að vera opin og lýðræðisleg. Slík umræða má ekki verða fórnarlamb pólitísks hraðskreiðs valdboðs. Samstaða sveitarfélaga þvert á flokka Sjávarútvegssveitarfélögin eru 26 talsins og dreifast vítt og breitt um landið. Þau eru Akranesbær, Akureyrarkaupstaður, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Fjarðabyggð, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Ísafjarðarbær, Langanesbyggð, Múlaþing, Norðurþing, Suðurnesjabær, Snæfellsbær, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Ölfus, Vestmannaeyjabær, Vesturbyggð og Vopnafjarðarhreppur. Þessi sveitarfélög eiga það sameiginlegt að byggja tilverugrundvöll sinn að stórum hluta á sjávarútvegi. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa ítrekað komið afstöðu sinni á framfæri og beint hvatningu til Alþingis um að tekið sé tillit til þeirra athugasemda. Þessar áhyggjur hafa þau komið á framfæri við atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, atvinnuveganefnd og þingmenn. Ítrekað hafa samtökin hvatt þessa aðila til þess að hafa hagsmuni almennings í viðkomandi sveitarfélögum að leiðarljósi þegar unnið er að breytingum á löggjöf sem snertir sjávarútveg. Samtökin leggja áherslu á að það sé hagur allra að gögn og greiningar, sem styðja við mat á áhrifum frumvarpsins á afkomu fyrirtækja og sveitarfélaga, séu aðgengileg og að öllum vinnubrögðum sé hagað með vönduðum hætti. Ljóst er að tillögur um hækkun veiðigjalda ná ekki aðeins til stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins, heldur munu þær einnig hafa áhrif á hundruð annarra fyrirtækja innan íslensks sjávarútvegs, þar á meðal einyrkja og á lítil fjölskyldufyrirtæki. Samtökin telja verulegar líkur á því að slík hækkun leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni og að fiskvinnsla leggist af í ákveðnum byggðarlögum. Því telja þau nauðsynlegt að unnið sé ítarlegt áhrifamat. Með því geti hagaðilar, eins og sveitarfélög sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi, metið bæði bein og óbein áhrif frumvarpsins. Þetta felur meðal annars í sér áhrif á útsvarstekjur, tekjur tengdar hafnarstarfsemi, stoðgreinum og nýsköpun. Í Suðurnesjabæ eru fiskveiðar og fiskvinnsla gríðarlega mikilvægar atvinnugreinar þær vega um 14% í útsvarsstofni bæjarins samkvæmt greiningu KPMG. Þar fyrir utan eru fjölmörg störf og þjónusta sem byggjast beint eða óbeint á sjávarútvegi. Þetta skiptir samfélagið hér miklu máli. Við gagnrýndum harðlega að þegar frumvarpið var kynnt voru engar greiningar á áhrifum þess á sveitarfélög lagðar fram af hálfu ríkisins,þvert á það sem lögin kveða á um. Í 129. grein sveitarstjórnarlaga segir skýrt að slík áhrif þurfi að liggja fyrir þegar frumvörp eru lögð fram sem snerta hagsmuni sveitarfélaga. Full samstaða um gagnrýni á ríkisstjórnina í Suðurnesjabæ Við í Framsókn tökum undir að auðlindir í þjóðareigu eigi að vera nýttar á sanngjarnan hátt og að rétt sé að greiða fyrir afnot af þeim. Hins vegar má ekki gleyma því að sjávarútvegur er burðarstoð í atvinnulífi margra bæjarfélaga víðs vegar um landið og þess vegna er mikilvægt að vanda til slíkra löggjafar með samtali við sveitarfélögin í landinu. Það lýsir alvarleika málsins þegar allir sveitarstjórnarmenn í Suðurnesjabæ – frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Bæjarlistanum – gagnrýndu áform ríkisstjórnarinnar á bæjarstjórnarfundi í apríl. Nú síðast ítrekaði bæjarráð áhyggjur sínar í júlí – þvert á alla flokka. Ábyrgð ríkistjórnarinnar í þessu máli er mikil, og ég óttast að afleiðingar þess kunni að hafa ófyrirséð áhrif á sjávarútvegssveitarfélög landsins Oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun