Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar 11. júlí 2025 17:00 Við lifum á tímum sem mætti kalla hlé frá áföllum, engin þjóðarvá steðjar að. Hvorki eldgos, efnahagshrun né heimsfaraldur setja mark sitt á samfélagið. Sólin rís sem fyrr yfir landi okkar fagra og landsmenn halda áfram sínu daglega lífi. En á hinu háa Alþingi ríkir óhugnanleg þróun,valdníðsla og yfirlæti gagnvart lýðræði, málfrelsi og ekki síst stöðu sveitarfélaganna í landinu. Sérstaklega má benda á hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur hefur sýnt af sér dómgreindarleysi og útilokandi stjórnarhætti sem setja sveitarstjórnarstigið og byggðir landsins í hættu. Það er ekki ofsagt að framtíð margra sjávarbyggða á landsbyggðinni sé nú ógnað. Í 66 ár án tillits til flokks eða stjórnarfars hefur forsætisráðherra landsins borið ábyrgð á því að ná samkomulagi um þinglok með öllum þingflokkum. Nú hefur í fyrsta skipti í 66 ár verið beitt 71. gr. þingskapa, hinu svokallaða „kjarnorkuákvæði“, til að þröngva málum í gegn. Með því hefur ríkisstjórnin í reynd tekið málfrelsi stjórnarandstöðunnar úr sambandi með þeim afleiðingum að lýðræðisleg umræða um grundvallarmál, svo sem fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar og afkomu sjávarbyggða, var þögguð. Hvernig má forsætisráðherra, sem talar fyrir „nýjum vinnubrögðum“, réttlæta slíkt? Hvernig getur ríkisstjórn sem segist tala fyrir jöfnuði, dreifingu valds og uppbyggingu landsbyggðar, beitt þeim aðferðum sem nú hafa verið notaðar sérstaklega gegn sveitarfélögum sem reiða sig á sjávarútveg? Ríkistjórnin missir trúverðugleika og trausts Ríkisstjórnin virðist hafa gleymt því að byggðir landsins ná út fyrir Reykjavík. Þegar sjávarútvegssveitarfélög missa rödd sína í stjórnmálum, þegar ekki er hlustað á sveitarstjórnarfólk, sjómenn eða fyrirtæki sem byggja afkomu sína á sjávarauðlindinni. Umræða um eignarhald aflaheimilda, byggðatengingu og sanngjarnan aðgang að auðlindinni verður að vera opin og lýðræðisleg. Slík umræða má ekki verða fórnarlamb pólitísks hraðskreiðs valdboðs. Samstaða sveitarfélaga þvert á flokka Sjávarútvegssveitarfélögin eru 26 talsins og dreifast vítt og breitt um landið. Þau eru Akranesbær, Akureyrarkaupstaður, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Fjarðabyggð, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Ísafjarðarbær, Langanesbyggð, Múlaþing, Norðurþing, Suðurnesjabær, Snæfellsbær, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Ölfus, Vestmannaeyjabær, Vesturbyggð og Vopnafjarðarhreppur. Þessi sveitarfélög eiga það sameiginlegt að byggja tilverugrundvöll sinn að stórum hluta á sjávarútvegi. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa ítrekað komið afstöðu sinni á framfæri og beint hvatningu til Alþingis um að tekið sé tillit til þeirra athugasemda. Þessar áhyggjur hafa þau komið á framfæri við atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, atvinnuveganefnd og þingmenn. Ítrekað hafa samtökin hvatt þessa aðila til þess að hafa hagsmuni almennings í viðkomandi sveitarfélögum að leiðarljósi þegar unnið er að breytingum á löggjöf sem snertir sjávarútveg. Samtökin leggja áherslu á að það sé hagur allra að gögn og greiningar, sem styðja við mat á áhrifum frumvarpsins á afkomu fyrirtækja og sveitarfélaga, séu aðgengileg og að öllum vinnubrögðum sé hagað með vönduðum hætti. Ljóst er að tillögur um hækkun veiðigjalda ná ekki aðeins til stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins, heldur munu þær einnig hafa áhrif á hundruð annarra fyrirtækja innan íslensks sjávarútvegs, þar á meðal einyrkja og á lítil fjölskyldufyrirtæki. Samtökin telja verulegar líkur á því að slík hækkun leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni og að fiskvinnsla leggist af í ákveðnum byggðarlögum. Því telja þau nauðsynlegt að unnið sé ítarlegt áhrifamat. Með því geti hagaðilar, eins og sveitarfélög sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi, metið bæði bein og óbein áhrif frumvarpsins. Þetta felur meðal annars í sér áhrif á útsvarstekjur, tekjur tengdar hafnarstarfsemi, stoðgreinum og nýsköpun. Í Suðurnesjabæ eru fiskveiðar og fiskvinnsla gríðarlega mikilvægar atvinnugreinar þær vega um 14% í útsvarsstofni bæjarins samkvæmt greiningu KPMG. Þar fyrir utan eru fjölmörg störf og þjónusta sem byggjast beint eða óbeint á sjávarútvegi. Þetta skiptir samfélagið hér miklu máli. Við gagnrýndum harðlega að þegar frumvarpið var kynnt voru engar greiningar á áhrifum þess á sveitarfélög lagðar fram af hálfu ríkisins,þvert á það sem lögin kveða á um. Í 129. grein sveitarstjórnarlaga segir skýrt að slík áhrif þurfi að liggja fyrir þegar frumvörp eru lögð fram sem snerta hagsmuni sveitarfélaga. Full samstaða um gagnrýni á ríkisstjórnina í Suðurnesjabæ Við í Framsókn tökum undir að auðlindir í þjóðareigu eigi að vera nýttar á sanngjarnan hátt og að rétt sé að greiða fyrir afnot af þeim. Hins vegar má ekki gleyma því að sjávarútvegur er burðarstoð í atvinnulífi margra bæjarfélaga víðs vegar um landið og þess vegna er mikilvægt að vanda til slíkra löggjafar með samtali við sveitarfélögin í landinu. Það lýsir alvarleika málsins þegar allir sveitarstjórnarmenn í Suðurnesjabæ – frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Bæjarlistanum – gagnrýndu áform ríkisstjórnarinnar á bæjarstjórnarfundi í apríl. Nú síðast ítrekaði bæjarráð áhyggjur sínar í júlí – þvert á alla flokka. Ábyrgð ríkistjórnarinnar í þessu máli er mikil, og ég óttast að afleiðingar þess kunni að hafa ófyrirséð áhrif á sjávarútvegssveitarfélög landsins Oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Anton Guðmundsson Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum sem mætti kalla hlé frá áföllum, engin þjóðarvá steðjar að. Hvorki eldgos, efnahagshrun né heimsfaraldur setja mark sitt á samfélagið. Sólin rís sem fyrr yfir landi okkar fagra og landsmenn halda áfram sínu daglega lífi. En á hinu háa Alþingi ríkir óhugnanleg þróun,valdníðsla og yfirlæti gagnvart lýðræði, málfrelsi og ekki síst stöðu sveitarfélaganna í landinu. Sérstaklega má benda á hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur hefur sýnt af sér dómgreindarleysi og útilokandi stjórnarhætti sem setja sveitarstjórnarstigið og byggðir landsins í hættu. Það er ekki ofsagt að framtíð margra sjávarbyggða á landsbyggðinni sé nú ógnað. Í 66 ár án tillits til flokks eða stjórnarfars hefur forsætisráðherra landsins borið ábyrgð á því að ná samkomulagi um þinglok með öllum þingflokkum. Nú hefur í fyrsta skipti í 66 ár verið beitt 71. gr. þingskapa, hinu svokallaða „kjarnorkuákvæði“, til að þröngva málum í gegn. Með því hefur ríkisstjórnin í reynd tekið málfrelsi stjórnarandstöðunnar úr sambandi með þeim afleiðingum að lýðræðisleg umræða um grundvallarmál, svo sem fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar og afkomu sjávarbyggða, var þögguð. Hvernig má forsætisráðherra, sem talar fyrir „nýjum vinnubrögðum“, réttlæta slíkt? Hvernig getur ríkisstjórn sem segist tala fyrir jöfnuði, dreifingu valds og uppbyggingu landsbyggðar, beitt þeim aðferðum sem nú hafa verið notaðar sérstaklega gegn sveitarfélögum sem reiða sig á sjávarútveg? Ríkistjórnin missir trúverðugleika og trausts Ríkisstjórnin virðist hafa gleymt því að byggðir landsins ná út fyrir Reykjavík. Þegar sjávarútvegssveitarfélög missa rödd sína í stjórnmálum, þegar ekki er hlustað á sveitarstjórnarfólk, sjómenn eða fyrirtæki sem byggja afkomu sína á sjávarauðlindinni. Umræða um eignarhald aflaheimilda, byggðatengingu og sanngjarnan aðgang að auðlindinni verður að vera opin og lýðræðisleg. Slík umræða má ekki verða fórnarlamb pólitísks hraðskreiðs valdboðs. Samstaða sveitarfélaga þvert á flokka Sjávarútvegssveitarfélögin eru 26 talsins og dreifast vítt og breitt um landið. Þau eru Akranesbær, Akureyrarkaupstaður, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Fjarðabyggð, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Ísafjarðarbær, Langanesbyggð, Múlaþing, Norðurþing, Suðurnesjabær, Snæfellsbær, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Ölfus, Vestmannaeyjabær, Vesturbyggð og Vopnafjarðarhreppur. Þessi sveitarfélög eiga það sameiginlegt að byggja tilverugrundvöll sinn að stórum hluta á sjávarútvegi. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa ítrekað komið afstöðu sinni á framfæri og beint hvatningu til Alþingis um að tekið sé tillit til þeirra athugasemda. Þessar áhyggjur hafa þau komið á framfæri við atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, atvinnuveganefnd og þingmenn. Ítrekað hafa samtökin hvatt þessa aðila til þess að hafa hagsmuni almennings í viðkomandi sveitarfélögum að leiðarljósi þegar unnið er að breytingum á löggjöf sem snertir sjávarútveg. Samtökin leggja áherslu á að það sé hagur allra að gögn og greiningar, sem styðja við mat á áhrifum frumvarpsins á afkomu fyrirtækja og sveitarfélaga, séu aðgengileg og að öllum vinnubrögðum sé hagað með vönduðum hætti. Ljóst er að tillögur um hækkun veiðigjalda ná ekki aðeins til stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins, heldur munu þær einnig hafa áhrif á hundruð annarra fyrirtækja innan íslensks sjávarútvegs, þar á meðal einyrkja og á lítil fjölskyldufyrirtæki. Samtökin telja verulegar líkur á því að slík hækkun leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni og að fiskvinnsla leggist af í ákveðnum byggðarlögum. Því telja þau nauðsynlegt að unnið sé ítarlegt áhrifamat. Með því geti hagaðilar, eins og sveitarfélög sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi, metið bæði bein og óbein áhrif frumvarpsins. Þetta felur meðal annars í sér áhrif á útsvarstekjur, tekjur tengdar hafnarstarfsemi, stoðgreinum og nýsköpun. Í Suðurnesjabæ eru fiskveiðar og fiskvinnsla gríðarlega mikilvægar atvinnugreinar þær vega um 14% í útsvarsstofni bæjarins samkvæmt greiningu KPMG. Þar fyrir utan eru fjölmörg störf og þjónusta sem byggjast beint eða óbeint á sjávarútvegi. Þetta skiptir samfélagið hér miklu máli. Við gagnrýndum harðlega að þegar frumvarpið var kynnt voru engar greiningar á áhrifum þess á sveitarfélög lagðar fram af hálfu ríkisins,þvert á það sem lögin kveða á um. Í 129. grein sveitarstjórnarlaga segir skýrt að slík áhrif þurfi að liggja fyrir þegar frumvörp eru lögð fram sem snerta hagsmuni sveitarfélaga. Full samstaða um gagnrýni á ríkisstjórnina í Suðurnesjabæ Við í Framsókn tökum undir að auðlindir í þjóðareigu eigi að vera nýttar á sanngjarnan hátt og að rétt sé að greiða fyrir afnot af þeim. Hins vegar má ekki gleyma því að sjávarútvegur er burðarstoð í atvinnulífi margra bæjarfélaga víðs vegar um landið og þess vegna er mikilvægt að vanda til slíkra löggjafar með samtali við sveitarfélögin í landinu. Það lýsir alvarleika málsins þegar allir sveitarstjórnarmenn í Suðurnesjabæ – frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Bæjarlistanum – gagnrýndu áform ríkisstjórnarinnar á bæjarstjórnarfundi í apríl. Nú síðast ítrekaði bæjarráð áhyggjur sínar í júlí – þvert á alla flokka. Ábyrgð ríkistjórnarinnar í þessu máli er mikil, og ég óttast að afleiðingar þess kunni að hafa ófyrirséð áhrif á sjávarútvegssveitarfélög landsins Oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun