„Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu kl. 22:16 í gærkvöldi um alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ. Þegar lögreglumenn komu á vettvang ásamt sjúkraliði var ljóst að viðkomandi var með alvarlega stunguáverka og því fluttur til Reykjavíkur undir læknishendur,“ segir í tilkynningu á heimasíðu lögreglunnar.
Lögregla hóf strax leit og fannst einstaklingurinn á höfuðborgarsvæðinu fljótlega eftir miðnætti.
Í tilkynningu seinnipart laugardags segir að einstaklingurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Krafa lögreglu fór fyrir héraðsdóm Reykjaness rétt eftir hádegi.
„Ástanda árásarþola er stöðugt en alvarlegt. Rannsókn málsins miðar vel áfram,“segir í tilkynningunni.
Rannsókn málsins er á frumstigi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er um að ræða einn árásarmann og eitt fórnarlamb.
Fréttin var uppfærð kl 16:30 eftir að önnur tilkynning barst frá lögreglu.