Innlent

Þriggja leitað vegna stunguárásar í mið­bænum

Agnar Már Másson skrifar
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var fengin til að aðstoða.
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var fengin til að aðstoða.

Þrír menn réðust á annan með hníf við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur um klukkan 16 í dag. Þolandinn er ekki alvarlega særður en gerendurnir leika lausum hala í borginni.

Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri segir að þolandinn hafi verið stunginn í aftanvert lærið með eggvopni en væri ekki í lífshættu. 

mbl.is greindi fyrst frá. Sérsveitin aðstoðaði við aðgerðirnar.  

Var hinn særði fluttur á bráðamóttöku. Einn sjúkrabíll var sendur á vettvang, segir varðstjóri slökkviliðs í samtali við fréttastofu.

Árni vill ekki gefa upp aldur þolandans en hann segir að lögreglan hafi enn ekki fundið gerendurna.

„Það er ekki búið að ná þeim en við erum með ágætis lýsingu,“ segir Árni og bætir við að lögreglan skoði nú myndefni úr öryggismyndavélum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×