Innlent

Mótorhjólakappi fluttur á sjúkra­hús eftir að hafa fipast við akstur

Agnar Már Másson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum eftir hádegi í dag
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum eftir hádegi í dag Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyssí Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi upp úr hádegi í dag. Ökumaður hjólsins var fluttur með þyrlu en óljóst er hversu alvarlega ákverka sá hlaut.

Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlgöregluþjónn á Vesturlandi, segir í samtali við fréttastofu að mótórhjólamaðurinn hafi fipast við aksturinn. Hann hafi verið með meðvitund þegar lögreglu bar. 

„Hann var einn á ferð og endar útaf og vegna mögulegra áverka fluttur með þyrlu í bæinn,“ segir Ásmundur en upplýsingar um áverka hans liggja ekki fyrir.

Þyrlan lenti á Landspítalanum rétt upp úr klukkan 15 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×