
Borgarbyggð

Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu
Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar.

Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu
Sögu laxveiða í Borgarfirði eru gerð góð skil á nýrri sýningu á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Sýningarstjórinn segir að Borgarfjörður sé vagga laxveiða á Íslandi en tekjur af laxveiði eru til dæmis rúmlega 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu.

Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyssí Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi upp úr hádegi í dag. Ökumaður hjólsins var fluttur með þyrlu en óljóst er hversu alvarlega ákverka sá hlaut.

Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi
Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi.

Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð
Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust.

„Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“
Íbúar í Borgarnesi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sérsveit réðst í húsleit þar á bæ í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Enginn sem fréttastofa ræddi við vissi hverjir bjuggu í húsinu.

Þorgerður brák grafin úr gleymsku
Í tilefni af Brákarhátíð, árlegri sumarhátíð Borgarbyggðar, hefur Jónný Hekla Hjaltadóttir gert stutta myndasögu í japönskum manga-stíl sem fjallar um Þorgerði brák, írskan þræl og fóstru Egils Skallagrímssonar, sem hátíðin heitir eftir.

Fleiri handteknir í Borgarnesi
Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar.

Meðal stærstu skjálfta í Ljósufjallakerfi
Jörð skelfur enn á Mýrum en klukkan 18:05 mældist jarðskjálfti að stærð 3,7 við Grjótárvatn. Það er meðal stærstu skjálfta sem mælst hafa á svæðinu þar til virkni hófst þar árið 2021.

Sofnaði undir stýri og svipt bílprófinu í hálft ár
Bandarísk kona, sem sofnaði undir stýri og olli alvarlegu umferðarslysi í Borgarfirði árið 2023, var dæmd í þrjátíu daga fangelsi auk þess að vera svipt ökuréttidum í sex mánuði í Héraðsdómi Vesturlands. Var það mat dómara að konan hefði gerst sek um stórkostlegt gáleysi við akstur bifreiðarinnar.

VG skoðar samstarf við aðra flokka fyrir kosningar næsta vor
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir víða um land rætt um mögulegt samstarf í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sem fara fram næsta vor. Hún vill ekki segja til um hvaða flokka sé að ræða en nefnir í þessu samhengi Kópavog, Árborg og Ísafjörð.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna göngumanns
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngumanns á Hafnarfjalli sem slasaði sig.

Gimbur borin með svart hjarta á bakinu
Á Ferjubakka í Borgarfirði var gimbur borin í dag með svart hjarta í ullinni. Bóndinn segist ekki hafa séð annað eins á ferlinum en tekur undir með blaðamanni að þetta hljóti að boða gott sumar.

SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur miklar áhyggjur af mikilli hækkun á kostnaði vegna fjárhagsaðstoðar við flóttamenn og áhrif þess á fjárhag sveitarfélagsins. Mikill fjöldi þeirra 180 flóttamanna sem býr á Bifröst þiggur fjárhagsaðstoð og fellur kostnaðurinn á sveitarfélagið í fyrsta sinn í ár.

„Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“
Það var snemma dags fimmtudaginn 30. mars árið 2006 sem RAX fékk ábendingu um mikla sinuelda á Mýrum norðan við Borgarnes.

Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist við Grjótárvatn ofan við Mýrar í Borgarbyggð í morgun. Annars jafnstór mældist í síðasta mánuði og skjálftarnir eru þeir stærstu síðan jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021.

Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum
Þann 30. mars árið 2006 kviknaði sinueldur við þjóðveg 54, norðvestan við Borgarnes, en þessi sinueldur átti eftir að verða sá stærsti í Íslandssögunni.

Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell
Tilkynning barst slökkviliði Borgarfjarðar um sinueld við Húsafell um hádegið í dag. Búið var að ráða niðurlögum eldsins um þrjúleytið.

Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag
Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna.

Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst
Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021.

Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu
Tugir jarðskjálfta hafa mælst síðustu klukkustundir í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi, á milli Grjótárvatns og Langavatns á Vesturlandi.

Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst
Hans Guttormur Þormar hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðræðum um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.

Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi
Fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi var tekin í gær. Áætlað er að húsið verði tekið í notkun haustið 2026.

Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum
Björgunarsveitir af Vesturlandi sem voru kallaðar út til leitar vestan við Borgarnes í gær hættu aðgerðum á miðnætti.

Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi
Björgunarsveitir á Vesturlandi leita nú vestan við Borgarnes. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði við leit en aðgerðinni sé stýrt af lögreglu.

Þrjú banaslys á fjórum dögum
Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar.

Barn á öðru aldursári lést
Barn á öðru aldursári lést í umferðarslysi þegar rúta og jepplingur skullu saman á Vesturlandsvegi.

Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára
Hagnaður samstæðu Orkuveitunnar í fyrra nam 9,3 milljörðum króna í fyrra. Það gerir aukningu upp á 45 prósent milli ára.

Holtavörðuheiðinni lokað
Holtavörðuheiðinni hefur verið lokað vegna færðar og veðurs. Appelsínugul veðurviðvörun fer í gildi á svæðinu í kvöld.

Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST
Matvælastofnun hefur lokið aðgerðum á sauðfjárbúi í Borgarfirði vegna ítrekaðra brota á velferð dýra og ábúendur höfðu endurtekið ekki orðið við kröfum um úrbætur með fullnægjandi hætti. Alls hefur kindum verið fækkað um sex hundruð í aðgerðum stofnunarinnar.