Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Lovísa Arnardóttir skrifar 21. september 2025 10:26 Guðveig segir Borgarbyggð þegar sinna allri lögbundinni þjónustu fyrir íbúa Skorradalshrepps og því breyti sameiningin ekki miklu. Aðsend og Vísir/Vilhelm Guðveig Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð, segir ánægjulegt að sameining Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafi verið samþykkt með meirihluta í atkvæðagreiðslu í gær. Praktísk vinna við sameiningu hefst núna en formlega tekur sameiningin gildi eftir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Greint var frá því í gær að af þeim 501 sem greiddu atkvæði í Borgarbyggð hafi 417 greitt atkvæði með sameiningunni og 82 gegn henni. Í Skorradalshreppi greiddu 54 atkvæði, þar af 32 með henni og 22 gegn henni. Kjörsókn var aðeins um 16 prósent í Borgarbyggð en Guðveig segir það líklega tengjast því að breytingarna hafi í raun lítil áhrif á daglegt líf íbúa. „Ég held að þetta hafi verið jákvæð og farsæl niðurstaða ef litið er til framtíðar. Sveitarfélögin hafa verið í mjög góðu samstarfi síðustu tuttugu árin og Skorradalshreppur með alla samninga við Borgarbyggð þannig ég lít svo sem á að þetta hafi verið eðlilegt framhald í því sambandi,“ segir Guðveig. Hún segir Skorradalshrepp lítið sveitarfélag þar sem ekki hafi verið byggðir upp neinir innviðir. Íbúar hafi allajafna sótt alla sína þjónustu til Borgarbyggðar eins og leik- og grunnskólaþjónustu, tómstundir, sund og annað. „Þetta verður ekki flókin sameining. Það er ekki verið að fara að sameina einhverjar stofnanir eða skóla eða eitthvað slíkt. Íbúar ættu í sjálfu sér ekki að finna fyrir neinum breytingum. Þetta er mjög jákvætt og það er gott að nágrannar okkar í Skorradalshreppi eru orðnir formlega hluti af okkar sveitarfélagi,“ segir Guðveig. Fleiri skráningar til heimilis Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var fjallað um fjölgun hefði verið í skráningum til heimilis í Skorradalshreppi og að grunur væri á um að það tengdist kosningunum. Gerð var krafa til Þjóðskrár að þrettán sem nýlega skráðu sig til heimilis fengju ekki atkvæðarétt en Þjóðskrá hafnaði þeirri kröfu. Guðveig segir þetta ekki virðist hafa haft áhrif. „Varðandi kjörsóknina í Borgarbyggð, þá var hún ekki mikil, það er um 16 prósent kosningaþátttaka og ég skýri það í raun bara á því að þetta er í raun ákvörðun eða kosning sem hefur ekki bein áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Þetta breytir engu fyrir íbúa Borgarbyggðar og það skýrir ákveðið áhugaleysi.“ Hún segir Skordælinga hingað til hafa verið samning við Borgarbyggð um alla þjónustu og hingað til hafi sveitarfélagið útvistað öllum lögbundnum verkefnum til Borgarbyggðar. „Það er engin breyting sem á sér stað.“ Hún segir praktíska vinnu við sameininguna nú hefjast og hún taki svo formlega gildi í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna næsta vor. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. 3. september 2025 21:40 „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. 28. ágúst 2025 12:48 Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. 20. ágúst 2025 11:18 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Greint var frá því í gær að af þeim 501 sem greiddu atkvæði í Borgarbyggð hafi 417 greitt atkvæði með sameiningunni og 82 gegn henni. Í Skorradalshreppi greiddu 54 atkvæði, þar af 32 með henni og 22 gegn henni. Kjörsókn var aðeins um 16 prósent í Borgarbyggð en Guðveig segir það líklega tengjast því að breytingarna hafi í raun lítil áhrif á daglegt líf íbúa. „Ég held að þetta hafi verið jákvæð og farsæl niðurstaða ef litið er til framtíðar. Sveitarfélögin hafa verið í mjög góðu samstarfi síðustu tuttugu árin og Skorradalshreppur með alla samninga við Borgarbyggð þannig ég lít svo sem á að þetta hafi verið eðlilegt framhald í því sambandi,“ segir Guðveig. Hún segir Skorradalshrepp lítið sveitarfélag þar sem ekki hafi verið byggðir upp neinir innviðir. Íbúar hafi allajafna sótt alla sína þjónustu til Borgarbyggðar eins og leik- og grunnskólaþjónustu, tómstundir, sund og annað. „Þetta verður ekki flókin sameining. Það er ekki verið að fara að sameina einhverjar stofnanir eða skóla eða eitthvað slíkt. Íbúar ættu í sjálfu sér ekki að finna fyrir neinum breytingum. Þetta er mjög jákvætt og það er gott að nágrannar okkar í Skorradalshreppi eru orðnir formlega hluti af okkar sveitarfélagi,“ segir Guðveig. Fleiri skráningar til heimilis Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var fjallað um fjölgun hefði verið í skráningum til heimilis í Skorradalshreppi og að grunur væri á um að það tengdist kosningunum. Gerð var krafa til Þjóðskrár að þrettán sem nýlega skráðu sig til heimilis fengju ekki atkvæðarétt en Þjóðskrá hafnaði þeirri kröfu. Guðveig segir þetta ekki virðist hafa haft áhrif. „Varðandi kjörsóknina í Borgarbyggð, þá var hún ekki mikil, það er um 16 prósent kosningaþátttaka og ég skýri það í raun bara á því að þetta er í raun ákvörðun eða kosning sem hefur ekki bein áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Þetta breytir engu fyrir íbúa Borgarbyggðar og það skýrir ákveðið áhugaleysi.“ Hún segir Skordælinga hingað til hafa verið samning við Borgarbyggð um alla þjónustu og hingað til hafi sveitarfélagið útvistað öllum lögbundnum verkefnum til Borgarbyggðar. „Það er engin breyting sem á sér stað.“ Hún segir praktíska vinnu við sameininguna nú hefjast og hún taki svo formlega gildi í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna næsta vor.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. 3. september 2025 21:40 „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. 28. ágúst 2025 12:48 Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. 20. ágúst 2025 11:18 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. 3. september 2025 21:40
„Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. 28. ágúst 2025 12:48
Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. 20. ágúst 2025 11:18