„Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. september 2025 13:31 Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradal er ánægður með niðurstöður kosninganna og segir þær hafa komið skemmtilega á óvart. Vísir Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. Sameining Skorradalshrepps og Borgarbyggðar var samþykkt í báðum sveitarfélögum en kosningum þar að lútandi lauk í gær. Rúmlega 88% kusu með sameiningu í Borgarbyggð en tæplega 60% í Skorradalshrepp. Talsverð átök hafa verið í tengslum við kosninganna. Andstæðingar sameiningar í Skorradal hafa verið sakaðir um smölun og meðal annars tók lögreglan hús á Skorrdælingum til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradalshreppi segir leiðinlegt að aðilar sem ekki búa í Skorradal hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. „Ég vona að við snúum öll saman bökum saman á næstunni og næstu mánuðum og vinnum eins og eitt. Þetta er búið að vera erfitt ferli vegna þess að það hefur ýmislegt gengið á. Ég vona að sjálfsögðu að það sé að baki.“ Segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Hann segir að nafn á nýju sveitarfélagi verði ákvörðun nýrrar sveitarstjórnar. „Ný sveitarstjórn sem kosin verður við sveitarstjórnarkosningar í vor tekur ákvörðun um það hvort það verði farið í tilnefningar um einhverjar nafnabreytingar. Ég hef enga skoðun á því í sjálfu sér.“ Niðurstöðuna segir hann verða íbúum til Skorradals til góðs og nefndi stefnu stjórnvalda um að stækka sveitarfélög í því samhengi. „Þetta kom kannski skemmtilega á óvart, ég óttaðist að þetta yrði aðeins tæpara.“ Hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan Hann segir sameininguna þýða að íbúar í Skorradal hafi nú beinan aðgang að þjónustu í Borgarbyggð sem sveitarfélagið hafi áður haft góðan aðgang að en þurft að kaupa. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði út undan í nýju og stærra sveitarfélagi en segir togstreitu á milli dreif- og þéttbýlis í sveitarfélögum almennt vera þekkta. „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist talsvert til þéttbýlisins og það gildir í sjálfu sér ennþá. Ég tel að það sé ekkert meiri hætta á að Skorradalur verði útundan heldur en bara einhver annar af gömlu dölunum sem voru búnir að sameinast allir áður nema Skorradalshreppur. Hann hefur alltaf fellt þar til nú.“ Hann segir nauðsynlegt að hafa sveitarstjórnarfulltrúa dreifða um allt sveitarfélagið. „Hver og einn tekur ákvörðun um það hvort hann vill komast á lista í nýju sveitarfélagi. Auðvitað vonast maður alltaf til að sveitarstjórn hafi á að skipa fulltrúum sem víðast úr sveitarfélaginu, að það sé ekki bara úr Borgarnesi heldur að það sé Borgarnes og hinar dreifðu byggðir. Sérstaklega þannig að landbúnarmaður og ýmis mál sem tilheyra sveitarfélaginu séu ekki síður í hávegum höfð,“ sagði Jón Eiríkur að lokum. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Sameining Skorradalshrepps og Borgarbyggðar var samþykkt í báðum sveitarfélögum en kosningum þar að lútandi lauk í gær. Rúmlega 88% kusu með sameiningu í Borgarbyggð en tæplega 60% í Skorradalshrepp. Talsverð átök hafa verið í tengslum við kosninganna. Andstæðingar sameiningar í Skorradal hafa verið sakaðir um smölun og meðal annars tók lögreglan hús á Skorrdælingum til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradalshreppi segir leiðinlegt að aðilar sem ekki búa í Skorradal hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. „Ég vona að við snúum öll saman bökum saman á næstunni og næstu mánuðum og vinnum eins og eitt. Þetta er búið að vera erfitt ferli vegna þess að það hefur ýmislegt gengið á. Ég vona að sjálfsögðu að það sé að baki.“ Segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Hann segir að nafn á nýju sveitarfélagi verði ákvörðun nýrrar sveitarstjórnar. „Ný sveitarstjórn sem kosin verður við sveitarstjórnarkosningar í vor tekur ákvörðun um það hvort það verði farið í tilnefningar um einhverjar nafnabreytingar. Ég hef enga skoðun á því í sjálfu sér.“ Niðurstöðuna segir hann verða íbúum til Skorradals til góðs og nefndi stefnu stjórnvalda um að stækka sveitarfélög í því samhengi. „Þetta kom kannski skemmtilega á óvart, ég óttaðist að þetta yrði aðeins tæpara.“ Hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan Hann segir sameininguna þýða að íbúar í Skorradal hafi nú beinan aðgang að þjónustu í Borgarbyggð sem sveitarfélagið hafi áður haft góðan aðgang að en þurft að kaupa. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði út undan í nýju og stærra sveitarfélagi en segir togstreitu á milli dreif- og þéttbýlis í sveitarfélögum almennt vera þekkta. „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist talsvert til þéttbýlisins og það gildir í sjálfu sér ennþá. Ég tel að það sé ekkert meiri hætta á að Skorradalur verði útundan heldur en bara einhver annar af gömlu dölunum sem voru búnir að sameinast allir áður nema Skorradalshreppur. Hann hefur alltaf fellt þar til nú.“ Hann segir nauðsynlegt að hafa sveitarstjórnarfulltrúa dreifða um allt sveitarfélagið. „Hver og einn tekur ákvörðun um það hvort hann vill komast á lista í nýju sveitarfélagi. Auðvitað vonast maður alltaf til að sveitarstjórn hafi á að skipa fulltrúum sem víðast úr sveitarfélaginu, að það sé ekki bara úr Borgarnesi heldur að það sé Borgarnes og hinar dreifðu byggðir. Sérstaklega þannig að landbúnarmaður og ýmis mál sem tilheyra sveitarfélaginu séu ekki síður í hávegum höfð,“ sagði Jón Eiríkur að lokum.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira