Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Öku­maður dráttar­vélarinnar fluttur með þyrlu

Fjöldi viðbragðsaðila var við Hvítá í Hrunamannahreppi eftir að tilkynning barst um að dráttarvél hefði hafnað í ánni. Einn einstaklingur var í ökutækinu og hefur hann verið fluttur með þyrlu til Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Dró vélar­vana fiski­bát að landi nærri Grinda­vík

Oddur V Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, var sent út í morgun eftir að Landhelgisgæslunni barst aðstoðarbeiðni frá litlum fiskibát sem naut ekki lengur vélarafls suðaustur af Grindavík. Þetta var annan daginn í röð sem áhöfn Odds V er kölluð út en allt árið í fyrra var aðeins eitt útkall á björgunarskip í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Græn­landi

Óvissustigi var lýst yfir af stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á þriðja tímanum þegar ekki náðist samband við flugmann eins hreyfils ferjuflugvélar sem verið var að fljúga frá Narsarsuaq á Grænlandi til Keflavíkur. Engan sakaði.

Innlent
Fréttamynd

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan

Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl.

Skoðun
Fréttamynd

Manni bjargað eftir að fiski­bátur hans strandaði við grjót­garð

Mannbjörg varð þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina á Rifi snemma í morgun. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að um fjögur í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist neyðarkall á rás 16 frá fiskibát sem var á leið á miðin frá Rifi.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi her­skipa við Reykja­víkur­höfn

Herskip bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins hófu að koma til hafnar í Reykjavík í gærmorgun en skipin eru hingað komin til að taka þátt í kafbátaeftirlitsæfingunni Dynamic Mongoose sem hefst eftir helgi og er haldin á vegum Atlantshafsbandalagsins.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosið séð úr lofti

Þyrlu Landhelgisgæslunnar er nú flogið yfir Grindavík og nágrenni, þar sem eldgos hófst í morgun. Beina útsendingu úr þyrlunni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfsblekkingin um ís­lenskt herleysi

Í 1. gr. laga nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands kemur fram að Landhelgisgæsla Íslands sinni öryggisgæslu og björgun á hafi úti, fari með löggæslu á hafinu og gegni öðrum verkefnum samkvæmt ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og öðrum lögbundnum fyrirmælum.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjú bana­slys á fjórum dögum

Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskar löggæslustofnanir sem lög­mæt skot­mörk

Að undanförnu hefur umræða um varnar- og öryggismál orðið háværari, af ástæðum sem óþarfi er að rekja hér. Í því samhengi hefur verið rætt um hvernig Ísland geti styrkt eigin varnir. Utanríkisráðherra hefur ekki útilokað varanlega viðveru varnarliðs og vill efla innlenda greiningargetu.

Skoðun
Fréttamynd

Kjarnorkukafbátur í Eyja­firði

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS Delaware, verður í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Báturinn er orrustukafbátur af Virginia-gerð og slíkir kafbátar bera ekki kjarnavopn.

Innlent
Fréttamynd

Traustið við frost­mark

Talsverðar breytingar eru milli ára á trausti Íslendinga til stofnana. Traust til borgarstjórnar hefur ekki verið jafnlítið síðan 2008. Traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist mest milli ára meðan traust til embætti forseta Íslands tekur stærstu dýfuna.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­mót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO

Flugsveit finnska hersins hefur verið við loftrýmisgæslu á Íslandi síðustu tvær vikur. Majór segir þetta stóra stund fyrir Finna og lærdómsríkt. Þeir sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi í fyrsta sinn eftir að þeir gengu í Atlantshafsbandalagið.

Innlent