Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júlí 2025 22:32 Guðrún Valdís Jónsdóttir er forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Vísir/Lýður Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. Netþrjótahópurinn Scattered Spider hefur valdið usla víða um heim síðustu ár. Hópurinn er þekktur fyrir að hafa ráðist á spilavíti í Bandaríkjunum, en nýlega hefur hann færst sig yfir í aðra geira. Á þremur vikum tókst meðlimum að ráðast á þrjú flugfélög, WestJet í Kanada, Qantas Airlines í Ástralíu og Hawaiian Airlines í Bandaríkjunum. Meðlimir hópsins notast við ansi frumstæðar, en á sama tíma nýstárlegar aðferðir, til að komast inn í kerfi fyrirtækja. „Þeir herja mjög mikið á þjónustuver og framlínustarfsfólk. Eru þá að hringja inn, villa á sér heimildir, þykjast vera starfsfólk eða verktakar og komast þannig yfir viðkvæmar upplýsingar. Til dæmis notendanöfn og lykilorð. Þeir geta þannig bara labbað beint inn í kerfi,“ segir Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Alþjóðleg netöryggisfyrirtæki og Alríkislögregla Bandaríkjanna hafa gefið út viðvaranir vegna hópsins. Syndis hefur einnig unnið greiningu á honum, og segir Guðrún mikilvægt að fyrirtæki í flugi og samgöngum endurskoði öryggisferla sína, sérstaklega þegar kemur að framlínustarfsfólki. „Þessi hópur, sem er áhugavert, samanstendur að mestu leyti af ungu fólki frá enskumælandi, vestrænum löndum. Þetta eru krakkar frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Oft erum við að sjá þessa hópa frá eins og Austur-Evrópu og Rússlandi, en það eykur trúverðugleika þeirra að geta hringt inn og þekkja menninguna. Hvernig félögin virka og svo hljóma þeir mjög sannfærandi,“ segir Guðrún. Þú tryggir þig ekki eftir á. „Það er mikilvægt að vera að vakta tækniumhverfi og vera með góðar og vel æfðar viðbragðsáætlanir til staðar. Ef allt fer í skrúfuna, að geta þá brugðist hratt og rétt við,“ segir Guðrún. Netöryggi Netglæpir Tækni Fréttir af flugi Tengdar fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50 Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42 Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Netþrjótahópurinn Scattered Spider hefur valdið usla víða um heim síðustu ár. Hópurinn er þekktur fyrir að hafa ráðist á spilavíti í Bandaríkjunum, en nýlega hefur hann færst sig yfir í aðra geira. Á þremur vikum tókst meðlimum að ráðast á þrjú flugfélög, WestJet í Kanada, Qantas Airlines í Ástralíu og Hawaiian Airlines í Bandaríkjunum. Meðlimir hópsins notast við ansi frumstæðar, en á sama tíma nýstárlegar aðferðir, til að komast inn í kerfi fyrirtækja. „Þeir herja mjög mikið á þjónustuver og framlínustarfsfólk. Eru þá að hringja inn, villa á sér heimildir, þykjast vera starfsfólk eða verktakar og komast þannig yfir viðkvæmar upplýsingar. Til dæmis notendanöfn og lykilorð. Þeir geta þannig bara labbað beint inn í kerfi,“ segir Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs Syndis. Alþjóðleg netöryggisfyrirtæki og Alríkislögregla Bandaríkjanna hafa gefið út viðvaranir vegna hópsins. Syndis hefur einnig unnið greiningu á honum, og segir Guðrún mikilvægt að fyrirtæki í flugi og samgöngum endurskoði öryggisferla sína, sérstaklega þegar kemur að framlínustarfsfólki. „Þessi hópur, sem er áhugavert, samanstendur að mestu leyti af ungu fólki frá enskumælandi, vestrænum löndum. Þetta eru krakkar frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Oft erum við að sjá þessa hópa frá eins og Austur-Evrópu og Rússlandi, en það eykur trúverðugleika þeirra að geta hringt inn og þekkja menninguna. Hvernig félögin virka og svo hljóma þeir mjög sannfærandi,“ segir Guðrún. Þú tryggir þig ekki eftir á. „Það er mikilvægt að vera að vakta tækniumhverfi og vera með góðar og vel æfðar viðbragðsáætlanir til staðar. Ef allt fer í skrúfuna, að geta þá brugðist hratt og rétt við,“ segir Guðrún.
Netöryggi Netglæpir Tækni Fréttir af flugi Tengdar fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50 Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42 Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. 21. apríl 2025 18:50
Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir 3. júlí 2025 15:42
Stunda njósnir og hafa athafnað sig á Íslandi Svokallaðir ógnarhópar sem þekktir eru fyrir njósnir og sagðir eru hafa tengsl við kínversk stjórnvöld hafa athafnað sig hér á landi, að því er fram kemur í nýrri árskýrslu netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sviðsstjóri segir um raunverulega ógn að ræða en alþjóðlegt samstarf skipti sköpum í að takast á við hana. 21. júní 2025 14:31