„Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2025 20:54 Nichole Leigh Mosty segir Ísland ekki vera með stefnu um innflytjendur og flóttafólk og kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Stefnuleysi ríkir í málefnum barna með erlendan bakgrunn að sögn doktorsnema. Hækkandi tíðni ofbeldis meðal barnanna og aukið einelti sýni fram á að ekki hafi verið haldið nægilega vel utan um þau. Í áætlun stjórnvalda um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna kemur fram að börn af erlendum uppruna eru mun oftar lögð í einelti en íslensk börn. Slagsmál eru einnig algengari hjá þessum hópi og sérstaklega hjá yngri börnum. Munur er á hlutfalli barna sem upplifað hafa einelti út frá uppruna. Tölfræðin er fengin úr Íslensku Æskulýðsrannsókninni.Sýn Þá hefur hlutfall grunaðra með erlendan bakgrunn í málaskrá lögreglu aukist úr 2% árið 2020 í 19% á síðasta ári. Nichole Leigh Mosty, doktorsnemi við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, segir inngildingu fólks af erlendum uppruna eiga við um allt samfélagið. „Þegar tölfræðin eykst þá er það ekki vegna þess að það sé einhver ákveðinn árgangur heldur því við höfum ekki unnið nægilega vel frá grunni. Stofnun eins og leikskóli í alþjóðlegum plöggum er með stór hlutverk hvað varðar inngildingu barna og fjölskyldu. Ef það tekst ekki þar þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið,“ sagði Nichole í kvöldfréttum Sýnar. Grípa þurfi til aðgerða Hún segir ennfremur að þegar Fjölmenningarsetrið var lagt niður hafi orðið stöðnun í málaflokknum. Rétt áður hafi verið gefinn út leiðarvísir fyrir sveitarfélög um móttöku fólks þar sem voru ítarlegar leiðbeiningar varðandi innflytjendur í skólum í upplýsingagjöf og um hvernig þriðji aðili líkt og félagasamtök vinna með bæði eldri og yngri innflytjendum. Grípa þurfi aftur til slíkra aðgerða. „Í víðara samhengi erum við ekki með inngildingarstefnu. Við erum ekki með stefnu um innflytjendur og flóttafólk. Allt er bútasaumur og við höfum verið í sérrúrræðum og átökum hingað og þangað.“ Ákall til nýrrar ríkisstjórnar Nichole segir skóla og íþróttafélög gegna mikilvægu hlutverki og ekki síst hvað varðar foreldra. „Við þurfum að vinna með foreldrum og tryggja að þau séu tengd inn í samfélagið svo það virki líka fyrir börnin. Kennarar, þjálfarar og aðrir í samfélaginu sem vinna með börn og fjölskyldu þurfa að muna að bakvið hvert barn er fjölskylda,“ og bætir við að þessir aðilar hafi einnig kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Hægt sé að sækja reynslu til landa þar sem vel hafi gengið. Hún kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda og segir að umræðan um innflytjendamál sé of neikvæð. Ísland hafi tekið skref til baka í að skilgreina innflytjendamál sem erfið og vesen. „Spurning til nýrrar ríkisstjórnar og yfirvalda að íhuga aðeins að klára stefnu varðandi innflytjendur og huga vel að hvaða aðgerðir þarf til að stoppa þróun sem tölfræðin sýnir varðandi einelti og ofbeldi.“ Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Lögreglumál Barnavernd Grunnskólar Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Í áætlun stjórnvalda um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna kemur fram að börn af erlendum uppruna eru mun oftar lögð í einelti en íslensk börn. Slagsmál eru einnig algengari hjá þessum hópi og sérstaklega hjá yngri börnum. Munur er á hlutfalli barna sem upplifað hafa einelti út frá uppruna. Tölfræðin er fengin úr Íslensku Æskulýðsrannsókninni.Sýn Þá hefur hlutfall grunaðra með erlendan bakgrunn í málaskrá lögreglu aukist úr 2% árið 2020 í 19% á síðasta ári. Nichole Leigh Mosty, doktorsnemi við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, segir inngildingu fólks af erlendum uppruna eiga við um allt samfélagið. „Þegar tölfræðin eykst þá er það ekki vegna þess að það sé einhver ákveðinn árgangur heldur því við höfum ekki unnið nægilega vel frá grunni. Stofnun eins og leikskóli í alþjóðlegum plöggum er með stór hlutverk hvað varðar inngildingu barna og fjölskyldu. Ef það tekst ekki þar þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið,“ sagði Nichole í kvöldfréttum Sýnar. Grípa þurfi til aðgerða Hún segir ennfremur að þegar Fjölmenningarsetrið var lagt niður hafi orðið stöðnun í málaflokknum. Rétt áður hafi verið gefinn út leiðarvísir fyrir sveitarfélög um móttöku fólks þar sem voru ítarlegar leiðbeiningar varðandi innflytjendur í skólum í upplýsingagjöf og um hvernig þriðji aðili líkt og félagasamtök vinna með bæði eldri og yngri innflytjendum. Grípa þurfi aftur til slíkra aðgerða. „Í víðara samhengi erum við ekki með inngildingarstefnu. Við erum ekki með stefnu um innflytjendur og flóttafólk. Allt er bútasaumur og við höfum verið í sérrúrræðum og átökum hingað og þangað.“ Ákall til nýrrar ríkisstjórnar Nichole segir skóla og íþróttafélög gegna mikilvægu hlutverki og ekki síst hvað varðar foreldra. „Við þurfum að vinna með foreldrum og tryggja að þau séu tengd inn í samfélagið svo það virki líka fyrir börnin. Kennarar, þjálfarar og aðrir í samfélaginu sem vinna með börn og fjölskyldu þurfa að muna að bakvið hvert barn er fjölskylda,“ og bætir við að þessir aðilar hafi einnig kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum. Hægt sé að sækja reynslu til landa þar sem vel hafi gengið. Hún kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda og segir að umræðan um innflytjendamál sé of neikvæð. Ísland hafi tekið skref til baka í að skilgreina innflytjendamál sem erfið og vesen. „Spurning til nýrrar ríkisstjórnar og yfirvalda að íhuga aðeins að klára stefnu varðandi innflytjendur og huga vel að hvaða aðgerðir þarf til að stoppa þróun sem tölfræðin sýnir varðandi einelti og ofbeldi.“
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Lögreglumál Barnavernd Grunnskólar Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira