Arion banki varar við svikaherferð Arion banki varar við svikaherferð þar sem svikarar senda smáskilaboð sem virðast tengjast pakka eða sendingu. Slík skilaboð geta nú borist úr íslenskum símanúmerum. 24.12.2025 10:18
Innanlandsflugi aflýst Flugferðum Icelandair og Norlandair frá Reykjavík til Akureyrar, Hornafjarðar og Bíldudals hefur verið aflýst. Enn er flugferð til Egilsstaða á áætlun. 24.12.2025 09:28
Hvar er opið á aðfangadag? Aðfangadagur jóla er runninn upp en oftar en ekki þarf að skreppa út í búð að græja rjómann í sósuna eða jafnvel síðustu jólagjafirnar. Þá er gott að vita hvar er opið og hversu lengi. 24.12.2025 08:38
Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Þorláksmessa er skötudagurinn sjálfur og er vart hægt að fara um bæi og borg í leit að jólagjöfum án þess að fnykurinn fylli vitinn. Fréttamenn í gegnum tíðina hafa verið duglegir að gæða sér á skötu, með misdramatískum viðbrögðum. 23.12.2025 20:53
Maðurinn fundinn Maðurinn sem lögreglan lýsti eftir fyrr í dag hefur verið fundinn heill á húfi. 23.12.2025 16:53
Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sigríður Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem ritstjóri Kastljóss. Hún hefur starfað sem sjónvarpskona á Rúv en tekur til starfa eftir áramót. 23.12.2025 16:49
Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Enn fleiri af svokölluðum Epstein-skjölum hafa verið birt af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Meðal gagnanna er tölvupóstur frá sem grunað er að sé frá Andrew Mountbatten-Windsor þar sem hann biður um „óviðeigandi vinkonur“. Þá kemur nafn Bandaríkjaforseta fyrir. 23.12.2025 16:34
Laufey á landinu Heimsfræga tónlistarkonan Laufey er komin heim til Íslands fyrir jólin. Hún hefur kíkt á tónleika og gætt sér á pylsu. 23.12.2025 15:27
Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Íslensk netverslun auglýsir allt að áttatíu prósent afslátt en við nánari athugun var síðan búin til af gervigreind fyrir örfáum dögum. Slíkar vefsíður eru búnar til til að stela kortanúmerum af saklausum kaupendum að sögn forstöðumanns CERT-IS. 23.12.2025 14:52
Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Einstaklingur var sektaður um 240 þúsund krónur fyrir að beita hund ofbeldi, þar á meðal að sparka ítrekað í hann. Mast sektaði fjölda dýraeigenda fyrir vanbúnað en vegna þess þurfti að aflífa fjölda dýra. 23.12.2025 11:20