Innlent

Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lára Björg var hægri hönd Katrínar Jakobsdóttur þegar hún leiddi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frá 2017 til 2024.
Lára Björg var hægri hönd Katrínar Jakobsdóttur þegar hún leiddi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frá 2017 til 2024. Vísir/Vilhelm

Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík. Lára mun sinna verkefnum fyrir rektor HR og einnig samskiptasvið háskólans, með áherslu á almannatengsl og miðlun. Hún hefur þegar hafið störf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík. Lára tekur við starfinu af Sunnu Kristínu Hilmarsdóttur sem var á dögunum ráðin verkefnastjóri stefnumála og samskipta hjá atvinnuvegaráðuneytinu.

Lára Björg var áður aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og aðstoðarmaður ríkisstjórnar hennar sl. sjö ár. Lára Björg hefur í gegnum tíðina starfrækt ráðgjafafyrirtæki á sviði stjórnunar og markaðsmála, unnið á ýmsum fjölmiðlum, í einkageiranum og einnig starfað í utanríkisþjónustunni. 

Lára Björg hefur þegar hafið störf hjá HR.HR

Lára Björg er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×