Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júlí 2025 08:38 Skallaörninn tignarlegi í meðferð. Þorskroði var beitt við lækningu á fætinum. Winged Freedom Raptor Hospital Íslenska líftæknifyrirtækið Kerecis átti þátt í að bjarga lífi illa særðs skallarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, en skallaörninn er þjóðardýr Bandaríkjanna. Örninn hlaut nafnið Kere en hann fannst í almenningsgarði í Hayward í Wisconsin í ágúst síðastliðnum með illa sýkt svöðu sár og í mikilli undirþyngd. Sárið náði allan hringinn um annan fót arnarins. Með svo alvarlega sýkingu taldi Kimberly Ammann dýralæknir að það eina í stöðunni væri að lóga honum. Það var þá sem hún mundi eftir að hafa lært um húðígræðslur sem liður í dýralækninganámi sínu. Kere flýgur aftur til síns heima eftir næstum árs meðferð.Winged Freedom Raptor Hospital Eftir eftirgrennslan á netinu uppgötvaði hún Kerecis, lífæknifyrirtækið vestfirska sem sérhæfir sig í því að græða sár með fiskroði. Yfirleitt þó sár á mannfólki eins og gefur að skilja. Kerecis sendi henni búta af þurrkuðu þorskroði og með leiðbeiningum frá fyrirtækinu hófst Ammann handa. Hún segir við Guardian að meðferðin hafi gengið vel. Tíu mánaðaendurhæfingaferli tók við. „Eina ástæðan fyrir því að þetta virkaði er hvað hún var góður sjúklingur,“ hefur miðillinn eftir Kimberly Ammann dýralækni. Kere tekur á loft og endurheimtir frelsi sitt.Winged Freedom Raptor Hospital 22. júní síðastliðinn var Kere svo sleppt aftur út í náttúruna. Ammann lýsti deginum sem tilfinningarússíbana. Um hundrað fylgdust með þegar Kere tók á loft á nýjan leik, laus við sár og sýkingar á fæti. Ammann segir að undirbúningur fyrir þjóðhátíðardagshátíðarhöld hafi verið í fullum gangi í bænum sem væri viðeigandi. Skallaörninn sé tákn um bandarískt frelsi. „Ég er svo spennt fyrir hennar hönd. Hún ræður því hvert hún fer, við hvaða stöðuvatn hún situr, hvert hún ætlar að fara að veiða. Hún hefur frelsi til þess að taka þessar ákvarðanir núna. Og hvenær er það meira viðeigandi en á fjórða júlí?“ er haft eftir Ammann. Líftækni Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Örninn hlaut nafnið Kere en hann fannst í almenningsgarði í Hayward í Wisconsin í ágúst síðastliðnum með illa sýkt svöðu sár og í mikilli undirþyngd. Sárið náði allan hringinn um annan fót arnarins. Með svo alvarlega sýkingu taldi Kimberly Ammann dýralæknir að það eina í stöðunni væri að lóga honum. Það var þá sem hún mundi eftir að hafa lært um húðígræðslur sem liður í dýralækninganámi sínu. Kere flýgur aftur til síns heima eftir næstum árs meðferð.Winged Freedom Raptor Hospital Eftir eftirgrennslan á netinu uppgötvaði hún Kerecis, lífæknifyrirtækið vestfirska sem sérhæfir sig í því að græða sár með fiskroði. Yfirleitt þó sár á mannfólki eins og gefur að skilja. Kerecis sendi henni búta af þurrkuðu þorskroði og með leiðbeiningum frá fyrirtækinu hófst Ammann handa. Hún segir við Guardian að meðferðin hafi gengið vel. Tíu mánaðaendurhæfingaferli tók við. „Eina ástæðan fyrir því að þetta virkaði er hvað hún var góður sjúklingur,“ hefur miðillinn eftir Kimberly Ammann dýralækni. Kere tekur á loft og endurheimtir frelsi sitt.Winged Freedom Raptor Hospital 22. júní síðastliðinn var Kere svo sleppt aftur út í náttúruna. Ammann lýsti deginum sem tilfinningarússíbana. Um hundrað fylgdust með þegar Kere tók á loft á nýjan leik, laus við sár og sýkingar á fæti. Ammann segir að undirbúningur fyrir þjóðhátíðardagshátíðarhöld hafi verið í fullum gangi í bænum sem væri viðeigandi. Skallaörninn sé tákn um bandarískt frelsi. „Ég er svo spennt fyrir hennar hönd. Hún ræður því hvert hún fer, við hvaða stöðuvatn hún situr, hvert hún ætlar að fara að veiða. Hún hefur frelsi til þess að taka þessar ákvarðanir núna. Og hvenær er það meira viðeigandi en á fjórða júlí?“ er haft eftir Ammann.
Líftækni Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira