Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 18. maí 2025 11:30 Það var áfall að sjá Ísrael lenda í öðru sæti Eurovision í gær og hljóta flest atkvæði úr símakosningu. Hvernig getur ríki sem fremur þjóðarmorð fengið svona mörg atkvæði? Er einhver maðkur í mysunni? Það er rétt að taka fram að ég hef ekkert á móti gyðingum og fordæmi öll hryðjuverk, þar með talin hryðjuverk Hamas fyrir hálfu ári síðan. En þó að hryðjuverk séu hryllileg þá er þjóðarmorð margfalt verra, samkvæmt skilgreiningu. Markmið hryðjuverka er að valda ótta og skelfingu (e. terror) en markmið þjóðarmorðs er að útrýma. Það er ekkert sem réttlætir þjóðarmorð, ekki hryðjuverk, ekkert. Trúarbrögð veita heldur engum tilkall til landsvæðis annarra. Mannfallstölurnar tala sínu máli: Rúmlega 1.700 Ísraelar eru látnir og 53.250 Palestínubúar, þar af 80% óbreyttir borgarar og 30% börn. Þrjátíu Palestínubúar eru drepnir fyrir hvern Ísraela. Valdaójafnvægið er gífurlegt, enda veita Bandaríkin Ísrael mikla hernaðaraðstoð. Hvernig getur Ísrael hlotið svona góða kosningu í söngvakeppni sem ætti að vera um ást, ást, frið, frið, eins og Svíar orðuðu það árið 2016? Fjármagn hlýtur að spila inn í, til dæmis er stærsti bakhjarl keppninnar, Moroccanoil, ísraelskt fyrirtæki. Sá sem styður Ísrael í blindni hikar varla við að kjósa Ísrael 20 sinnum á meðan þau sem fordæma þjóðarmorðið sniðganga keppnina. Þá hef ég heyrt að Ísrael hafi auglýst lagið sitt í öðrum löndum. Auðvitað hefði átt að víkja Ísrael úr keppninni en fyrst það gekk ekki, hvað er þá til bragðs að taka? Hvað getur Ísland gert til að styðja Palestínu annað en að fordæma þessi þjóðarmorð? Gætum við hjálpað Palestínu að ganga í Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og boðist til að fjármagna og skipuleggja þátttöku þeirra í Eurovision? Eitt er víst að með þátttöku sinni í Eurovision hvítþvær Ísrael sig af þjóðarmorðinu á Gaza og það sárvantar mótvægi við því. Höfundur er umhverfisverkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Eurovision 2025 Palestína Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Það var áfall að sjá Ísrael lenda í öðru sæti Eurovision í gær og hljóta flest atkvæði úr símakosningu. Hvernig getur ríki sem fremur þjóðarmorð fengið svona mörg atkvæði? Er einhver maðkur í mysunni? Það er rétt að taka fram að ég hef ekkert á móti gyðingum og fordæmi öll hryðjuverk, þar með talin hryðjuverk Hamas fyrir hálfu ári síðan. En þó að hryðjuverk séu hryllileg þá er þjóðarmorð margfalt verra, samkvæmt skilgreiningu. Markmið hryðjuverka er að valda ótta og skelfingu (e. terror) en markmið þjóðarmorðs er að útrýma. Það er ekkert sem réttlætir þjóðarmorð, ekki hryðjuverk, ekkert. Trúarbrögð veita heldur engum tilkall til landsvæðis annarra. Mannfallstölurnar tala sínu máli: Rúmlega 1.700 Ísraelar eru látnir og 53.250 Palestínubúar, þar af 80% óbreyttir borgarar og 30% börn. Þrjátíu Palestínubúar eru drepnir fyrir hvern Ísraela. Valdaójafnvægið er gífurlegt, enda veita Bandaríkin Ísrael mikla hernaðaraðstoð. Hvernig getur Ísrael hlotið svona góða kosningu í söngvakeppni sem ætti að vera um ást, ást, frið, frið, eins og Svíar orðuðu það árið 2016? Fjármagn hlýtur að spila inn í, til dæmis er stærsti bakhjarl keppninnar, Moroccanoil, ísraelskt fyrirtæki. Sá sem styður Ísrael í blindni hikar varla við að kjósa Ísrael 20 sinnum á meðan þau sem fordæma þjóðarmorðið sniðganga keppnina. Þá hef ég heyrt að Ísrael hafi auglýst lagið sitt í öðrum löndum. Auðvitað hefði átt að víkja Ísrael úr keppninni en fyrst það gekk ekki, hvað er þá til bragðs að taka? Hvað getur Ísland gert til að styðja Palestínu annað en að fordæma þessi þjóðarmorð? Gætum við hjálpað Palestínu að ganga í Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og boðist til að fjármagna og skipuleggja þátttöku þeirra í Eurovision? Eitt er víst að með þátttöku sinni í Eurovision hvítþvær Ísrael sig af þjóðarmorðinu á Gaza og það sárvantar mótvægi við því. Höfundur er umhverfisverkfræðingur
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun