Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Smári Jökull Jónsson skrifar 15. maí 2025 18:46 Reynir Þór var magnaður í liði Fram og skoraði 12 mörk. Vísir/Diego Fram er komið í 1-0 í einvígi sínu gegn Val í úrslitum Olís-deildar karla í handknattleik. 37-33 sigur í kvöld þýðir að Framarar geta komist í 2-0 með sigri á heimavelli á mánudag. Leikurinn hófst af miklum krafti og var gríðarlegt tempó í upphafi þar sem bæði lið sóttu hratt á hvort annað. Jafnt var á flestum tölum þar til Valsmenn komust í fyrsta skipti tveimur mörkum yfir í stöðunni 11-9. Rúnar Kárason gegn hávörn Valsara.Vísir/Pawel Þá kom hins vegar góður sprettur hjá Fram. Þeir náðu 5-1 kafla, komust tveimur mörkum yfir og héldu forystunni út hálfleikinn. Reynir Þór Stefánsson var að leika frábærlega í sókn Framara, skoraði hvert markið á fætur öðru auk þess að opna vörn Valsara oft upp á gátt. Valsmenn náðu að jafna í stöðunni 17-17 þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en Framarar skoruðu þá þrjú mörk í röð og leiddu 20-17 í hálfleik en það var mesti munurinn á liðunum í fyrri hálfleiknum. Mönnum var heitt í hamsi.Vísir/Pawel Fram hélt forystunni í upphafi síðari hálfleiks og Valsarar voru í vandræðum að saxa á forskotið. Gestirnir komust fjórum mörkum yfir í fyrsta sinn í stöðunni 25-21 og þegar forystan varð sex mörk með tólf mínútur eftir tók Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals leikhlé enda vörn og markvarsla ekki að ganga vel hjá hans liði. Leikhléið hafði sitt að segja, Fram bætti reyndar einu marki við forystuna en síðan kom 7-1 kafli Vals og Þorvaldur Þorvaldsson minnkaði muninn í eitt mark af línunni þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Ísak Gústafsson skýtur hér að marki Framara en hann átti mjög góðan leik í kvöld.Vísir/Pawel Þá steig Reynir Þór fram fyrir skjöldu, hann skoraði næsta mark leiksins og lagði síðan upp fyrir Eið Rafn Valsson sem kom Fram í þriggja marka forystu. Tíminn fyrir Val var of knappur og að lokum fögnuðu Framarar sanngjörnum 37-33 sigri og eru því komnir í 1-0 forystu í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar. Atvik leiksins Mark Reynis Þórs í stöðunni 33-32 var afar mikilvægt, Fram hafði gengið illa í nokkrar mínútur þar á undan að því en markið gaf þeim sjálfstraust á nýjan leik. Stjörnur og skúrkar Reynir Þór var eins og áður segir algjörlega frábær í liði Fram. Hann skoraði tólf mörk og var einnig góður varnarlega. Hann lék sinn fyrsta landsleik um helgina og það hefur vafalaust gefið honum byr undir báða vængi. Reynir Þór Stefánsson skýtur hér að marki en Björgvin Páll Gústafsson er til varnar.Vísir/Pawel Breki Hrafn Árnason átti sömuleiðis fína innkomu í markið og sóknarlega var Framliðið mjög gott í kvöld. Þeir þurfa hins vegar meira frá sínum reynslumesta manni Rúnari Kárasyni sem átti ekki sinn besta dag. Hjá Val dró Ísak Gústafsson vagninn sóknarlega og var frábær. Þorvaldur Örn nýtti færin sín vel en þeir þurfa betri leik frá lykilmönnunum Magnúsi Óla Magnússyni, Björgvini Páli Gústafssyni og Róberti Aroni Hostert. Þá nýtti Bjarni Selvindi skotin sín illa. Það er mikilvægt að vera með gott jafnvægi í handboltanum.Vísir/Pawel Dómararnir Þeir Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson dæmdu þennan leik vel. Þeir voru með góð tök á leiknum allan tímann, fóru í nokkur skipti í skjáin og negldu að ég held allar brottvísanirnar. Mjög góð frammistaða. Stemmning og umgjörð. Það var langt frá því að vera fullt í stúkunni að Hlíðarenda þegar skammt var til leiks en það fjölgaði þó og stemmningin á leiknum var ágæt. Það heyrðist ívið meira í stuðningsmönnum gestanna enda Framarar oftast nær skrefinu á undan á vellinum. Framarar fögnuðu í leikslok.Vísir/Pawel Vonandi verður Lambhagahöllin í Úlfarsárdal þétt setin á mánudag þegar liðin mætast á ný. Viðtöl „Þetta er orrusta og við viljum gera miklu betur“ Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Valsara sagði hans menn þurfa að gera betur varnarlega en liðið gerði gegn Fram í kvöld en Valur fékk á sig 37 mörk í leiknum. „Mér fannst takturinn varnarlega, við náðum ekki að vera nógu aggressívir og þéttir. Það komu kaflar þar sem við náðum honum aðeins upp. Varnarlega náðum við ekki að stjórna, of margir leikmenn hjá þér með of góða nýtingu. Þeir stýra þessu, skoraði 37 mörk og eru gott sóknarlið. Mér fannst við ekki nógu fastir fyrir,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi eftir leik. Óskar Bjarni Óskarsson æsir sig hér við sína menn.Vísir/Pawel Eftir að hafa lent sjö mörkum undir náðu Valsmenn góðum kafla og komu muninum niður í eitt mark þegar innan við fimm mínútur voru eftir. „Við náðum að minnka þetta niður og mér fannst við eiga víti hjá annars ágætum dómurum leiksins, það var á mikilvægu augnabliki og skipti máli,“ sagði Óskar Bjarni. „Það var dýrt að missa þá sjö fram úr okkur en mjög gott hvernig við komum til baka, hraðaupphlaupin voru oft á tíðum ágæt. Mér finnst við eiga inni, varnarleik og markvörslu og að fleiri hjá okkur séu örlítið betri. Þetta er bara úrslitakeppni og það þarf að stíga upp og gera betur.“ Óskar Bjarni var þó síður en svo á því að leggja árar í bát. „Það er mest gaman að þó þú sért hundfúll að tapa þá er gaman að vera byrjaður. Búnir að klára hörkueinvígi gegn Aftureldingu og nú er að komast inn í „mojoið“ hjá Fram, sóknina, vörnina og orkuna þeirra. Við viljum gera betur inn á vellinum, þetta er orrusta og við viljum gera miklu betur.“ Óskar Bjarni Óskarsson.Vísir/Pawel Hann sagði að Einar Jónsson þjálfari Fram ætti eflaust einhverja ása uppi í erminni fyrir næsta leik liðanna á mánudag. „Hann á helling inni örugglega, þeir spiluðu mun betur í dag og eru á leið á heimavöll. Allir góðir þjálfarar eru með einhverja ása en svo snýst þetta bara um hvernig boltinn rúllar og hvernig vörn og markvarsla eru. Svo ferðu kannski í eitthvað dótarí.“ „Ég var að hitta vel“ Reynir Þór Stefánsson átti mjög góðan leik fyrir Fram í sigri liðsins gegn Val í kvöld. Reynir var stórkostlegur sóknarlega, skoraði tólf mörk auk þess að búa til fullt í viðbót fyrir félaga sína. Honum leið vel eftir leikinn í kvöld. „Virkilega vel, ég var að hitta vel og sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo kom kafli þar sem mér fannst við detta niður en náðum svo að stíga upp undir lokin.“ Reynir Þór skýtur að marki í kvöld.Vísir/Pawel Reynir Þór lék sinn fyrsta landsleik um helgina og mætti því fullur sjálfstrausts í leikinn í kvöld. „Klárlega, virkilega skemmtileg reynsla að fá að vera með landsliðinu.“ Hann sagði sóknarleik Framara hafa verið mjög fínan í kvöld. „Allavega í fyrri hálfleik vorum við frábærir. Síðan kemur tíu mínútna kafli þar sem við förum að slútta of snemma og gerum tæknifeila. Þá eru Valsarar geggjaðir í að refsa og við missum sjö marka forskot niður í tvö mörk [eitt mark] á einhverjum þremur mínútum.“ Reynir og Þorgils Jón Svölu- Baldursson eigast hér við.Vísir/Pawel Hann vonaðist eftir fullu húsi í Úlfarsársdal í kvöld. „Það verður virkilega erfiður leikur. Við þurfum að fylla Lambhagahöllina og ég hvet alla Framara til að mæta.“ Olís-deild karla Valur Fram
Fram er komið í 1-0 í einvígi sínu gegn Val í úrslitum Olís-deildar karla í handknattleik. 37-33 sigur í kvöld þýðir að Framarar geta komist í 2-0 með sigri á heimavelli á mánudag. Leikurinn hófst af miklum krafti og var gríðarlegt tempó í upphafi þar sem bæði lið sóttu hratt á hvort annað. Jafnt var á flestum tölum þar til Valsmenn komust í fyrsta skipti tveimur mörkum yfir í stöðunni 11-9. Rúnar Kárason gegn hávörn Valsara.Vísir/Pawel Þá kom hins vegar góður sprettur hjá Fram. Þeir náðu 5-1 kafla, komust tveimur mörkum yfir og héldu forystunni út hálfleikinn. Reynir Þór Stefánsson var að leika frábærlega í sókn Framara, skoraði hvert markið á fætur öðru auk þess að opna vörn Valsara oft upp á gátt. Valsmenn náðu að jafna í stöðunni 17-17 þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en Framarar skoruðu þá þrjú mörk í röð og leiddu 20-17 í hálfleik en það var mesti munurinn á liðunum í fyrri hálfleiknum. Mönnum var heitt í hamsi.Vísir/Pawel Fram hélt forystunni í upphafi síðari hálfleiks og Valsarar voru í vandræðum að saxa á forskotið. Gestirnir komust fjórum mörkum yfir í fyrsta sinn í stöðunni 25-21 og þegar forystan varð sex mörk með tólf mínútur eftir tók Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals leikhlé enda vörn og markvarsla ekki að ganga vel hjá hans liði. Leikhléið hafði sitt að segja, Fram bætti reyndar einu marki við forystuna en síðan kom 7-1 kafli Vals og Þorvaldur Þorvaldsson minnkaði muninn í eitt mark af línunni þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Ísak Gústafsson skýtur hér að marki Framara en hann átti mjög góðan leik í kvöld.Vísir/Pawel Þá steig Reynir Þór fram fyrir skjöldu, hann skoraði næsta mark leiksins og lagði síðan upp fyrir Eið Rafn Valsson sem kom Fram í þriggja marka forystu. Tíminn fyrir Val var of knappur og að lokum fögnuðu Framarar sanngjörnum 37-33 sigri og eru því komnir í 1-0 forystu í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar. Atvik leiksins Mark Reynis Þórs í stöðunni 33-32 var afar mikilvægt, Fram hafði gengið illa í nokkrar mínútur þar á undan að því en markið gaf þeim sjálfstraust á nýjan leik. Stjörnur og skúrkar Reynir Þór var eins og áður segir algjörlega frábær í liði Fram. Hann skoraði tólf mörk og var einnig góður varnarlega. Hann lék sinn fyrsta landsleik um helgina og það hefur vafalaust gefið honum byr undir báða vængi. Reynir Þór Stefánsson skýtur hér að marki en Björgvin Páll Gústafsson er til varnar.Vísir/Pawel Breki Hrafn Árnason átti sömuleiðis fína innkomu í markið og sóknarlega var Framliðið mjög gott í kvöld. Þeir þurfa hins vegar meira frá sínum reynslumesta manni Rúnari Kárasyni sem átti ekki sinn besta dag. Hjá Val dró Ísak Gústafsson vagninn sóknarlega og var frábær. Þorvaldur Örn nýtti færin sín vel en þeir þurfa betri leik frá lykilmönnunum Magnúsi Óla Magnússyni, Björgvini Páli Gústafssyni og Róberti Aroni Hostert. Þá nýtti Bjarni Selvindi skotin sín illa. Það er mikilvægt að vera með gott jafnvægi í handboltanum.Vísir/Pawel Dómararnir Þeir Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson dæmdu þennan leik vel. Þeir voru með góð tök á leiknum allan tímann, fóru í nokkur skipti í skjáin og negldu að ég held allar brottvísanirnar. Mjög góð frammistaða. Stemmning og umgjörð. Það var langt frá því að vera fullt í stúkunni að Hlíðarenda þegar skammt var til leiks en það fjölgaði þó og stemmningin á leiknum var ágæt. Það heyrðist ívið meira í stuðningsmönnum gestanna enda Framarar oftast nær skrefinu á undan á vellinum. Framarar fögnuðu í leikslok.Vísir/Pawel Vonandi verður Lambhagahöllin í Úlfarsárdal þétt setin á mánudag þegar liðin mætast á ný. Viðtöl „Þetta er orrusta og við viljum gera miklu betur“ Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Valsara sagði hans menn þurfa að gera betur varnarlega en liðið gerði gegn Fram í kvöld en Valur fékk á sig 37 mörk í leiknum. „Mér fannst takturinn varnarlega, við náðum ekki að vera nógu aggressívir og þéttir. Það komu kaflar þar sem við náðum honum aðeins upp. Varnarlega náðum við ekki að stjórna, of margir leikmenn hjá þér með of góða nýtingu. Þeir stýra þessu, skoraði 37 mörk og eru gott sóknarlið. Mér fannst við ekki nógu fastir fyrir,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi eftir leik. Óskar Bjarni Óskarsson æsir sig hér við sína menn.Vísir/Pawel Eftir að hafa lent sjö mörkum undir náðu Valsmenn góðum kafla og komu muninum niður í eitt mark þegar innan við fimm mínútur voru eftir. „Við náðum að minnka þetta niður og mér fannst við eiga víti hjá annars ágætum dómurum leiksins, það var á mikilvægu augnabliki og skipti máli,“ sagði Óskar Bjarni. „Það var dýrt að missa þá sjö fram úr okkur en mjög gott hvernig við komum til baka, hraðaupphlaupin voru oft á tíðum ágæt. Mér finnst við eiga inni, varnarleik og markvörslu og að fleiri hjá okkur séu örlítið betri. Þetta er bara úrslitakeppni og það þarf að stíga upp og gera betur.“ Óskar Bjarni var þó síður en svo á því að leggja árar í bát. „Það er mest gaman að þó þú sért hundfúll að tapa þá er gaman að vera byrjaður. Búnir að klára hörkueinvígi gegn Aftureldingu og nú er að komast inn í „mojoið“ hjá Fram, sóknina, vörnina og orkuna þeirra. Við viljum gera betur inn á vellinum, þetta er orrusta og við viljum gera miklu betur.“ Óskar Bjarni Óskarsson.Vísir/Pawel Hann sagði að Einar Jónsson þjálfari Fram ætti eflaust einhverja ása uppi í erminni fyrir næsta leik liðanna á mánudag. „Hann á helling inni örugglega, þeir spiluðu mun betur í dag og eru á leið á heimavöll. Allir góðir þjálfarar eru með einhverja ása en svo snýst þetta bara um hvernig boltinn rúllar og hvernig vörn og markvarsla eru. Svo ferðu kannski í eitthvað dótarí.“ „Ég var að hitta vel“ Reynir Þór Stefánsson átti mjög góðan leik fyrir Fram í sigri liðsins gegn Val í kvöld. Reynir var stórkostlegur sóknarlega, skoraði tólf mörk auk þess að búa til fullt í viðbót fyrir félaga sína. Honum leið vel eftir leikinn í kvöld. „Virkilega vel, ég var að hitta vel og sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo kom kafli þar sem mér fannst við detta niður en náðum svo að stíga upp undir lokin.“ Reynir Þór skýtur að marki í kvöld.Vísir/Pawel Reynir Þór lék sinn fyrsta landsleik um helgina og mætti því fullur sjálfstrausts í leikinn í kvöld. „Klárlega, virkilega skemmtileg reynsla að fá að vera með landsliðinu.“ Hann sagði sóknarleik Framara hafa verið mjög fínan í kvöld. „Allavega í fyrri hálfleik vorum við frábærir. Síðan kemur tíu mínútna kafli þar sem við förum að slútta of snemma og gerum tæknifeila. Þá eru Valsarar geggjaðir í að refsa og við missum sjö marka forskot niður í tvö mörk [eitt mark] á einhverjum þremur mínútum.“ Reynir og Þorgils Jón Svölu- Baldursson eigast hér við.Vísir/Pawel Hann vonaðist eftir fullu húsi í Úlfarsársdal í kvöld. „Það verður virkilega erfiður leikur. Við þurfum að fylla Lambhagahöllina og ég hvet alla Framara til að mæta.“
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn