Handbolti

Ótrú­legur Donni kom ekki í veg fyrir tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Donni var magnaður í kvöld.
Donni var magnaður í kvöld. VÍSIR/VILHELM

Kristján Örn Kristjánsson, nær alltaf kallaður Donni, átti stórbrotin leik þegar SAH mátti þola tveggja marka tap gegn Álaborg í úrslitakeppni efstu deildar danska handboltans.

Donni og félagar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 17-15. Gestunum óx ásmegin í síðari hálfleik og unnu þeir á endanum tveggja marka sigur, lokatölur 27-29.

Donni var langmarkahæstur hjá SAH en hann skoraði 11 mörk í leiknum. Næstur var Jeppe Cieslak með fimm mörk.

Þegar fjórum leikjum í riðli 1 í úrslitakeppninni er lokið er Álaborg á toppnum með 9 stig á meðan Donni og félagar eru aðeins með eitt stig. Það er ljóst að SAH kemst þar með ekki í undanúrslit en efstu tvö liðin að loknum sex leikjum fara í umspil um meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×