Handbolti

Al­dís Ásta Svíþjóðarmeistari

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Meistarar 2025.
Meistarar 2025. Skara

Aldís Ásta Heimisdóttir er Svíþjóðarmeistari í handbolta eftir að lið hennar Skara lagði Sävehof á útivelli með þremur mörkum í framlengdum leik, lokatölur 28-31. Skara vann þar með úrslitaeinvígið 3-1 og er óumdeilanlega besta lið Svíþjóðar í dag.

Sävehof var ríkjandi meistari en Skara stóð uppi sem deildarmeistari og var talið til alls líklegt. Á svona augnablikum skiptir reynsla miklu máli og Skara hafði aldrei orðið Svíþjóðarmeistari, fyrr en nú.

Hin 26 ára gamla Aldís Ásta spilaði einkar vel í einvíginu. Hún skoraði aðeins eitt mark í kvöld en það er aukaatriði þar sem leikurinn vannst og titillinn í hús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×