Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 10:45 Úlfaþytur varð vegna Imane Khelif, alsírsku hnefaleikakonunni á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Hún var sökuð um að vera trans kona þrátt fyrir að engar vísbendingar væru um það. Khelif vann á endanum til gullverðlauna. AP/John Locher Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið er á meðal þeirra íþróttahreyfinga sem hafa ákveðið að taka upp próf þar sem keppendur í kvennaflokki þurfa að sanna kyn sitt. Þetta gerist í skugga siðafárs um að trans konur gætu yfirtekið kvennaíþróttir. Prófið sem sambandið ætlar að nota er svonefnt kjarnsýrupróf (PCR) en með því á að skima fyrir svonefndu SrY-geni. Í spendýrum bera flestir Y-litningar eintak af því geni sem virkjar þroska eistna og annarra kyneinkenna karldýra. Það próf mun þó ekki virka sem slíkt, að mati Arnars Pálssonar, erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands. Þótt samband SrY-gensins við kynlitninga sé sterkt sé það ófullkomið, skrifar hann í svari á Vísindavef háskólans við spurningu um hvort hægt sé að sanna líffræðilegt kyn fólks með litningaprófi. „PCR er aðferðin sem alþjóðlega íþróttasambandið leggur til að notuð sé til að „greina“ kyn fólks með það að markmiði að „jafna“ aðstöðu kvenna í íþróttum. Hún mun ekki virka sem slík af nokkrum meginástæðum,“ skrifar Arnar. Greinir ekki öll afbrigði gensins Líffræðilegt kyn er oftast skilgreint út frá ytri kyneinkennum. Svonefndir XX og XY-litningar tengjast sterklega kynjunum tveimur en samband kynlitninga við kyn er samt ófullkomið, að sögn Arnars. „Líffræðilegt kyn fólks er flóknara en marga grunar og ekki hægt að skilgreina með því að vísa til eins eiginleika eins og typpis eða brjósta. Sem dæmi þá eru til einstaklingar með eistu, leggöng og brjóst, og aðrir með typpi og eggjastokka. Einnig eru kynvitund og kynhneigð breytileg manna á milli, og fylgja ekki þeim tveimur líffræðilegu kynjum sem algengust eru,“ segir í svarinu. Fyrsta ástæðan fyrir því að hann telur PCR-próf ekki virka til þess að „sanna“ kyn íþróttakeppenda er að öll gen, þar á meðal SrY, séu til í mörgum afbrigðum. Þekkt sé að sum hafi skerta eða aukna virkni. Nokkur afbrigði með skerta virkni séu þekkt og PCR-próf nýtist ekki til að greina þau fyllilega. Ekki öruggt að einstaklingur sé karl þótt genið greinist Þá sé ekki öruggt að einstaklingur sé „karl“ þótt PCR-próf staðfesti að hann hafi SrY-genið og engar stökkbreytingar óvirki það. „Líta má á SrY sem fremsta kubbinn í langri keðju sem leiðir til myndunar eistna og margra annarra kyneinkenna karla, svo sem sáðrásar, typpis, blöðruhálskirtils og taugabrauta tengdar kynvitund og löngun. Nema hvað þessi keðja greinist, því ein atburðarás rekur sig í forvera kynkirtlanna, en önnur í vef sem gefur af sér lim eða sköp. Ef einhverja hlekki vantar í keðjuna eða keðjurnar þá raskast þroskun eins eða fleiri eiginleika,“ segir í svarinu. Dæmi um þetta sé testósterónónæmi þar sem viðkomandi er með XY-litninga, með virkt SrY-gen og mynda eðlileg eistu. Eistun framleiði svo testósterón sem hafi áhrif á marga aðra vefi fósturs og fólks. Til þess að túlka testósterónhormónið þurfi viðtaka. Þeir sem hafi galla í viðtakarageninu þorski með sér ytri og innri kyneinkenni konu en þeir hafi flestir virk eistu. „Slíkir einstaklingar skilgreina sig oft sem trans, það er að segja sem karlmann í kvenlíkama. Eins eru til trans einstaklingar sem fæðast í karllíkama, en upplifa sig sem kvenkyns frá unga aldri,“ segir Arnar. Finnst kannski í sumum lífsýnum úr sama einstakling en ekki öllum Í þriðja lagi nefnir Arnar að einstaklingar geti verið með flókna erfðasamsetningu vegna blöndunar fóstra eða stökkbreytinga í líkamsfrumum. Þannig geti PCR-lífsýni staðfest að SrY-gen sé til staðar í einstaklingi en aðeins í sumum sýnum úr líkama hans, ekki öllum. „Líklegast er að viðkomandi hafi orðið til við samruna tveggja fóstra. Saman geta runnið tvö XX fóstur, tvö XY fóstur eða fóstur sitt af hvorri gerðinni. Þeir síðasttöldu verða oft með blöndu af kyneinkennum eftir því hvar frumur með sitthvora samsetningu kynlitninga lenda í fóstrinu (og fullorðna einstaklingnum),“ segir í svari Arnars. Vísindi Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sjá meira
Alþjóðafrjálsíþróttasambandið er á meðal þeirra íþróttahreyfinga sem hafa ákveðið að taka upp próf þar sem keppendur í kvennaflokki þurfa að sanna kyn sitt. Þetta gerist í skugga siðafárs um að trans konur gætu yfirtekið kvennaíþróttir. Prófið sem sambandið ætlar að nota er svonefnt kjarnsýrupróf (PCR) en með því á að skima fyrir svonefndu SrY-geni. Í spendýrum bera flestir Y-litningar eintak af því geni sem virkjar þroska eistna og annarra kyneinkenna karldýra. Það próf mun þó ekki virka sem slíkt, að mati Arnars Pálssonar, erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands. Þótt samband SrY-gensins við kynlitninga sé sterkt sé það ófullkomið, skrifar hann í svari á Vísindavef háskólans við spurningu um hvort hægt sé að sanna líffræðilegt kyn fólks með litningaprófi. „PCR er aðferðin sem alþjóðlega íþróttasambandið leggur til að notuð sé til að „greina“ kyn fólks með það að markmiði að „jafna“ aðstöðu kvenna í íþróttum. Hún mun ekki virka sem slík af nokkrum meginástæðum,“ skrifar Arnar. Greinir ekki öll afbrigði gensins Líffræðilegt kyn er oftast skilgreint út frá ytri kyneinkennum. Svonefndir XX og XY-litningar tengjast sterklega kynjunum tveimur en samband kynlitninga við kyn er samt ófullkomið, að sögn Arnars. „Líffræðilegt kyn fólks er flóknara en marga grunar og ekki hægt að skilgreina með því að vísa til eins eiginleika eins og typpis eða brjósta. Sem dæmi þá eru til einstaklingar með eistu, leggöng og brjóst, og aðrir með typpi og eggjastokka. Einnig eru kynvitund og kynhneigð breytileg manna á milli, og fylgja ekki þeim tveimur líffræðilegu kynjum sem algengust eru,“ segir í svarinu. Fyrsta ástæðan fyrir því að hann telur PCR-próf ekki virka til þess að „sanna“ kyn íþróttakeppenda er að öll gen, þar á meðal SrY, séu til í mörgum afbrigðum. Þekkt sé að sum hafi skerta eða aukna virkni. Nokkur afbrigði með skerta virkni séu þekkt og PCR-próf nýtist ekki til að greina þau fyllilega. Ekki öruggt að einstaklingur sé karl þótt genið greinist Þá sé ekki öruggt að einstaklingur sé „karl“ þótt PCR-próf staðfesti að hann hafi SrY-genið og engar stökkbreytingar óvirki það. „Líta má á SrY sem fremsta kubbinn í langri keðju sem leiðir til myndunar eistna og margra annarra kyneinkenna karla, svo sem sáðrásar, typpis, blöðruhálskirtils og taugabrauta tengdar kynvitund og löngun. Nema hvað þessi keðja greinist, því ein atburðarás rekur sig í forvera kynkirtlanna, en önnur í vef sem gefur af sér lim eða sköp. Ef einhverja hlekki vantar í keðjuna eða keðjurnar þá raskast þroskun eins eða fleiri eiginleika,“ segir í svarinu. Dæmi um þetta sé testósterónónæmi þar sem viðkomandi er með XY-litninga, með virkt SrY-gen og mynda eðlileg eistu. Eistun framleiði svo testósterón sem hafi áhrif á marga aðra vefi fósturs og fólks. Til þess að túlka testósterónhormónið þurfi viðtaka. Þeir sem hafi galla í viðtakarageninu þorski með sér ytri og innri kyneinkenni konu en þeir hafi flestir virk eistu. „Slíkir einstaklingar skilgreina sig oft sem trans, það er að segja sem karlmann í kvenlíkama. Eins eru til trans einstaklingar sem fæðast í karllíkama, en upplifa sig sem kvenkyns frá unga aldri,“ segir Arnar. Finnst kannski í sumum lífsýnum úr sama einstakling en ekki öllum Í þriðja lagi nefnir Arnar að einstaklingar geti verið með flókna erfðasamsetningu vegna blöndunar fóstra eða stökkbreytinga í líkamsfrumum. Þannig geti PCR-lífsýni staðfest að SrY-gen sé til staðar í einstaklingi en aðeins í sumum sýnum úr líkama hans, ekki öllum. „Líklegast er að viðkomandi hafi orðið til við samruna tveggja fóstra. Saman geta runnið tvö XX fóstur, tvö XY fóstur eða fóstur sitt af hvorri gerðinni. Þeir síðasttöldu verða oft með blöndu af kyneinkennum eftir því hvar frumur með sitthvora samsetningu kynlitninga lenda í fóstrinu (og fullorðna einstaklingnum),“ segir í svari Arnars.
Vísindi Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sjá meira