Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 10:45 Úlfaþytur varð vegna Imane Khelif, alsírsku hnefaleikakonunni á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Hún var sökuð um að vera trans kona þrátt fyrir að engar vísbendingar væru um það. Khelif vann á endanum til gullverðlauna. AP/John Locher Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið er á meðal þeirra íþróttahreyfinga sem hafa ákveðið að taka upp próf þar sem keppendur í kvennaflokki þurfa að sanna kyn sitt. Þetta gerist í skugga siðafárs um að trans konur gætu yfirtekið kvennaíþróttir. Prófið sem sambandið ætlar að nota er svonefnt kjarnsýrupróf (PCR) en með því á að skima fyrir svonefndu SrY-geni. Í spendýrum bera flestir Y-litningar eintak af því geni sem virkjar þroska eistna og annarra kyneinkenna karldýra. Það próf mun þó ekki virka sem slíkt, að mati Arnars Pálssonar, erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands. Þótt samband SrY-gensins við kynlitninga sé sterkt sé það ófullkomið, skrifar hann í svari á Vísindavef háskólans við spurningu um hvort hægt sé að sanna líffræðilegt kyn fólks með litningaprófi. „PCR er aðferðin sem alþjóðlega íþróttasambandið leggur til að notuð sé til að „greina“ kyn fólks með það að markmiði að „jafna“ aðstöðu kvenna í íþróttum. Hún mun ekki virka sem slík af nokkrum meginástæðum,“ skrifar Arnar. Greinir ekki öll afbrigði gensins Líffræðilegt kyn er oftast skilgreint út frá ytri kyneinkennum. Svonefndir XX og XY-litningar tengjast sterklega kynjunum tveimur en samband kynlitninga við kyn er samt ófullkomið, að sögn Arnars. „Líffræðilegt kyn fólks er flóknara en marga grunar og ekki hægt að skilgreina með því að vísa til eins eiginleika eins og typpis eða brjósta. Sem dæmi þá eru til einstaklingar með eistu, leggöng og brjóst, og aðrir með typpi og eggjastokka. Einnig eru kynvitund og kynhneigð breytileg manna á milli, og fylgja ekki þeim tveimur líffræðilegu kynjum sem algengust eru,“ segir í svarinu. Fyrsta ástæðan fyrir því að hann telur PCR-próf ekki virka til þess að „sanna“ kyn íþróttakeppenda er að öll gen, þar á meðal SrY, séu til í mörgum afbrigðum. Þekkt sé að sum hafi skerta eða aukna virkni. Nokkur afbrigði með skerta virkni séu þekkt og PCR-próf nýtist ekki til að greina þau fyllilega. Ekki öruggt að einstaklingur sé karl þótt genið greinist Þá sé ekki öruggt að einstaklingur sé „karl“ þótt PCR-próf staðfesti að hann hafi SrY-genið og engar stökkbreytingar óvirki það. „Líta má á SrY sem fremsta kubbinn í langri keðju sem leiðir til myndunar eistna og margra annarra kyneinkenna karla, svo sem sáðrásar, typpis, blöðruhálskirtils og taugabrauta tengdar kynvitund og löngun. Nema hvað þessi keðja greinist, því ein atburðarás rekur sig í forvera kynkirtlanna, en önnur í vef sem gefur af sér lim eða sköp. Ef einhverja hlekki vantar í keðjuna eða keðjurnar þá raskast þroskun eins eða fleiri eiginleika,“ segir í svarinu. Dæmi um þetta sé testósterónónæmi þar sem viðkomandi er með XY-litninga, með virkt SrY-gen og mynda eðlileg eistu. Eistun framleiði svo testósterón sem hafi áhrif á marga aðra vefi fósturs og fólks. Til þess að túlka testósterónhormónið þurfi viðtaka. Þeir sem hafi galla í viðtakarageninu þorski með sér ytri og innri kyneinkenni konu en þeir hafi flestir virk eistu. „Slíkir einstaklingar skilgreina sig oft sem trans, það er að segja sem karlmann í kvenlíkama. Eins eru til trans einstaklingar sem fæðast í karllíkama, en upplifa sig sem kvenkyns frá unga aldri,“ segir Arnar. Finnst kannski í sumum lífsýnum úr sama einstakling en ekki öllum Í þriðja lagi nefnir Arnar að einstaklingar geti verið með flókna erfðasamsetningu vegna blöndunar fóstra eða stökkbreytinga í líkamsfrumum. Þannig geti PCR-lífsýni staðfest að SrY-gen sé til staðar í einstaklingi en aðeins í sumum sýnum úr líkama hans, ekki öllum. „Líklegast er að viðkomandi hafi orðið til við samruna tveggja fóstra. Saman geta runnið tvö XX fóstur, tvö XY fóstur eða fóstur sitt af hvorri gerðinni. Þeir síðasttöldu verða oft með blöndu af kyneinkennum eftir því hvar frumur með sitthvora samsetningu kynlitninga lenda í fóstrinu (og fullorðna einstaklingnum),“ segir í svari Arnars. Vísindi Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira
Alþjóðafrjálsíþróttasambandið er á meðal þeirra íþróttahreyfinga sem hafa ákveðið að taka upp próf þar sem keppendur í kvennaflokki þurfa að sanna kyn sitt. Þetta gerist í skugga siðafárs um að trans konur gætu yfirtekið kvennaíþróttir. Prófið sem sambandið ætlar að nota er svonefnt kjarnsýrupróf (PCR) en með því á að skima fyrir svonefndu SrY-geni. Í spendýrum bera flestir Y-litningar eintak af því geni sem virkjar þroska eistna og annarra kyneinkenna karldýra. Það próf mun þó ekki virka sem slíkt, að mati Arnars Pálssonar, erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands. Þótt samband SrY-gensins við kynlitninga sé sterkt sé það ófullkomið, skrifar hann í svari á Vísindavef háskólans við spurningu um hvort hægt sé að sanna líffræðilegt kyn fólks með litningaprófi. „PCR er aðferðin sem alþjóðlega íþróttasambandið leggur til að notuð sé til að „greina“ kyn fólks með það að markmiði að „jafna“ aðstöðu kvenna í íþróttum. Hún mun ekki virka sem slík af nokkrum meginástæðum,“ skrifar Arnar. Greinir ekki öll afbrigði gensins Líffræðilegt kyn er oftast skilgreint út frá ytri kyneinkennum. Svonefndir XX og XY-litningar tengjast sterklega kynjunum tveimur en samband kynlitninga við kyn er samt ófullkomið, að sögn Arnars. „Líffræðilegt kyn fólks er flóknara en marga grunar og ekki hægt að skilgreina með því að vísa til eins eiginleika eins og typpis eða brjósta. Sem dæmi þá eru til einstaklingar með eistu, leggöng og brjóst, og aðrir með typpi og eggjastokka. Einnig eru kynvitund og kynhneigð breytileg manna á milli, og fylgja ekki þeim tveimur líffræðilegu kynjum sem algengust eru,“ segir í svarinu. Fyrsta ástæðan fyrir því að hann telur PCR-próf ekki virka til þess að „sanna“ kyn íþróttakeppenda er að öll gen, þar á meðal SrY, séu til í mörgum afbrigðum. Þekkt sé að sum hafi skerta eða aukna virkni. Nokkur afbrigði með skerta virkni séu þekkt og PCR-próf nýtist ekki til að greina þau fyllilega. Ekki öruggt að einstaklingur sé karl þótt genið greinist Þá sé ekki öruggt að einstaklingur sé „karl“ þótt PCR-próf staðfesti að hann hafi SrY-genið og engar stökkbreytingar óvirki það. „Líta má á SrY sem fremsta kubbinn í langri keðju sem leiðir til myndunar eistna og margra annarra kyneinkenna karla, svo sem sáðrásar, typpis, blöðruhálskirtils og taugabrauta tengdar kynvitund og löngun. Nema hvað þessi keðja greinist, því ein atburðarás rekur sig í forvera kynkirtlanna, en önnur í vef sem gefur af sér lim eða sköp. Ef einhverja hlekki vantar í keðjuna eða keðjurnar þá raskast þroskun eins eða fleiri eiginleika,“ segir í svarinu. Dæmi um þetta sé testósterónónæmi þar sem viðkomandi er með XY-litninga, með virkt SrY-gen og mynda eðlileg eistu. Eistun framleiði svo testósterón sem hafi áhrif á marga aðra vefi fósturs og fólks. Til þess að túlka testósterónhormónið þurfi viðtaka. Þeir sem hafi galla í viðtakarageninu þorski með sér ytri og innri kyneinkenni konu en þeir hafi flestir virk eistu. „Slíkir einstaklingar skilgreina sig oft sem trans, það er að segja sem karlmann í kvenlíkama. Eins eru til trans einstaklingar sem fæðast í karllíkama, en upplifa sig sem kvenkyns frá unga aldri,“ segir Arnar. Finnst kannski í sumum lífsýnum úr sama einstakling en ekki öllum Í þriðja lagi nefnir Arnar að einstaklingar geti verið með flókna erfðasamsetningu vegna blöndunar fóstra eða stökkbreytinga í líkamsfrumum. Þannig geti PCR-lífsýni staðfest að SrY-gen sé til staðar í einstaklingi en aðeins í sumum sýnum úr líkama hans, ekki öllum. „Líklegast er að viðkomandi hafi orðið til við samruna tveggja fóstra. Saman geta runnið tvö XX fóstur, tvö XY fóstur eða fóstur sitt af hvorri gerðinni. Þeir síðasttöldu verða oft með blöndu af kyneinkennum eftir því hvar frumur með sitthvora samsetningu kynlitninga lenda í fóstrinu (og fullorðna einstaklingnum),“ segir í svari Arnars.
Vísindi Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira