Alfreð reiður út í leikmenn sína Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 08:31 Alfreð Gíslason lét leikmenn sína heyra það í Sviss í fyrrakvöld, í undankeppni EM. EPA-EFE/TIL BUERGY Þýskir miðlar segja frá því að Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, hafi verið allt annað en sáttur við suma af leikmönnum sínum eftir 32-32 jafnteflið við Sviss í fyrrakvöld. Þýska liðið var þremur mörkum undir í hálfleik, 14-11, og var 28-24 undir þegar tíu mínútur voru eftir en náði að lokum í stig með marki Juri Knorr úr vítakasti á síðustu sekúndu. Þetta dugði Þýskalandi til að tryggja sér efsta sæti síns riðils og inn á EM en Alfreð var ekki skemmt yfir því hve tæpt það stóð og lýsti yfir óánægju með leikmenn: „Mér fannst sumir þeirra taka því of rólega í þessum leik,“ sagði Alfreð samkvæmt þýskum miðlum en hann var sérstaklega óánægður með fyrri hálfleikinn þegar hann sá „ekkert frá skyttunum, nema eitt vítakast. Við létum alltaf binda okkur niður með því að spila of hægt. Ég get ekki útskýrt þetta,“ sagði Alfreð. Vítakastið frá Knorr dugði þó til þess að Þjóðverjar hafa ekki að neinu að keppa í lokaleik undankeppni EM, þegar þeir mæta Tyrklandi í Stuttgart á sunnudaginn. Alfreð vill engu að síður sjá menn bæta sitt ráð. „Við verðum einfaldlega að spila betur gegn Tyrklandi. Ég reikna með því að við munum nálgast leikinn öðruvísi. Það eru margir hlutir sem við þurfum að gera mikið, mikið betur en við gerðum [í fyrrakvöld],“ sagði Alfreð eftir leikinn í Sviss. Læti í hálfleiksræðunni „Auðvitað á svona lagað ekki að gerast hjá okkur,“ sagði Juri Knorr við Handball-World. „Það vantaði orku alls staðar hjá liðinu. Það vantaði jafnvægi í vörn og sókn,“ sagði Knorr og bætti við að það hefðu verið læti í hálfleiksræðu Alfreðs. Það var þó ekki allt alslæmt við leikinn að mati Alfreðs sem sagði „afar ánægjulegt“ að sjá frammistöðu hornamannanna Tim Nothdurft (3 mörk úr 3 tilraunum) og nýliðans Mathis Häseler (4 mörk úr 4 tilraunum). Þá hefðu Knorr og Luca Witzke verið góðir í seinni hálfleiknum. EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Þýska liðið var þremur mörkum undir í hálfleik, 14-11, og var 28-24 undir þegar tíu mínútur voru eftir en náði að lokum í stig með marki Juri Knorr úr vítakasti á síðustu sekúndu. Þetta dugði Þýskalandi til að tryggja sér efsta sæti síns riðils og inn á EM en Alfreð var ekki skemmt yfir því hve tæpt það stóð og lýsti yfir óánægju með leikmenn: „Mér fannst sumir þeirra taka því of rólega í þessum leik,“ sagði Alfreð samkvæmt þýskum miðlum en hann var sérstaklega óánægður með fyrri hálfleikinn þegar hann sá „ekkert frá skyttunum, nema eitt vítakast. Við létum alltaf binda okkur niður með því að spila of hægt. Ég get ekki útskýrt þetta,“ sagði Alfreð. Vítakastið frá Knorr dugði þó til þess að Þjóðverjar hafa ekki að neinu að keppa í lokaleik undankeppni EM, þegar þeir mæta Tyrklandi í Stuttgart á sunnudaginn. Alfreð vill engu að síður sjá menn bæta sitt ráð. „Við verðum einfaldlega að spila betur gegn Tyrklandi. Ég reikna með því að við munum nálgast leikinn öðruvísi. Það eru margir hlutir sem við þurfum að gera mikið, mikið betur en við gerðum [í fyrrakvöld],“ sagði Alfreð eftir leikinn í Sviss. Læti í hálfleiksræðunni „Auðvitað á svona lagað ekki að gerast hjá okkur,“ sagði Juri Knorr við Handball-World. „Það vantaði orku alls staðar hjá liðinu. Það vantaði jafnvægi í vörn og sókn,“ sagði Knorr og bætti við að það hefðu verið læti í hálfleiksræðu Alfreðs. Það var þó ekki allt alslæmt við leikinn að mati Alfreðs sem sagði „afar ánægjulegt“ að sjá frammistöðu hornamannanna Tim Nothdurft (3 mörk úr 3 tilraunum) og nýliðans Mathis Häseler (4 mörk úr 4 tilraunum). Þá hefðu Knorr og Luca Witzke verið góðir í seinni hálfleiknum.
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira