Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Hinrik Wöhler skrifar 11. maí 2025 18:00 Ómar Ingi Magnússon og samherjar hans í íslenska landsliðinu voru ekki í miklum vandræðum í Laugardalshöllinni í dag. Vísir/Jón Gautur Íslenska karlalandsliðið í handbolta endaði undankeppni EM 2026 með stæl í Laugardalshöll í dag. Liðið sigraði Georgíu sannfærandi, 33-21, og endar á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Bæði lið voru örugg áfram á lokamótið áður en leikurinn hófst og var því ekki mikið undir. Íslensku strákarnir byrjuðu af krafti frá fyrstu mínútu og sáu Georgíumenn aldrei til sólar. Gestirnir töpuðu boltanum trekk í trekk í upphafi leiks og íslensku strákarnir keyrðu yfir georgíska liðið. Ísland fékk aragrúa af hraðaupphlaupsmörkum og mörkum úr hröðum sóknum á fyrstu mínútum leiksins. Ómar Ingi Magnússon lék lungann af fyrri hálfleik.Vísir/Jón Gautur Staðan var 7-2 eftir tíu mínútna leik og ljóst var í hvað stefndi. Gestirnir áttu erfitt með að finna glufur á íslensku vörninni og náðu ekki að klára sóknir sínar með skoti. Hornamennirnir, Orri Freyr Þorkelsson og Óðinn Þór Ríkharðsson, voru iðnir við kolann í fyrri hálfleik og leiddu markaskorun íslenska liðsins. Gestirnir voru aðeins búnir að skora fimm mörk eftir 20 mínútur. Georgía átti í mestum erfiðleikum með að enda sóknirnar með skoti. Fyrir aftan þéttan íslenskan varnarmúr var Viktor Gísli Hallgrímsson sem tók þau skot sem fór framhjá íslensku vörninni. Loks fundu gestirnir taktinn um stundarsakir undir lok fyrri hálfleiks og skoruðu nokkur mörk. Sóknarleikurinn hjá íslenska liðinu gekk afar vel á sama tíma og því náðu gestirnir ekki að saxa á forskotið. Ísland leiddi í hálfleik með 11 mörkum, 21-10, og var ekki mikil von hjá gestunum. Janus Daði Smárason setti þrjú mörk í dag.Vísir/Jón Gautur Íslensku strákarnir gáfu ekkert eftir í upphafi seinni hálfleiks og héldu áfram að keyra á gestina. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, rúllaði leikmannahópnum og setti spræka menn inn á. Andri Már Rúnarsson og Reynir Þór Stefánsson áttu ágætis innkomu en þeir skoruðu tvö mörk hvor. Georgíski markvörður, David Nikabadze, reyndist íslenska liðinu óþægur ljár í þúfu í seinni hálfleik og var skotnýtingin ekki nægilega góð í seinni hálfleik. Íslenska liðið leiddi með 14 mörkum þegar mest lét um miðbik seinni hálfleiks. Þorsteinn Leó Gunnarsson lætur vaða utan af velli.Vísir/ Jón Gautur Strákarnir gáfu eftir þegar leið á seinni hálfleikinn og gestirnir náðu að klóra í bakkann á síðustu mínútum leiksins. Það kom þó ekki að sök og var öruggur 12 marka sigur í höfn í Laugardalshöll í dag. Sigurinn þýddi að strákarnir enda riðilinn með fullt hús stiga en þeir sigruðu alla sína leiki á móti Georgíu, Grikklandi og Bosníu. Ýmir Örn Gíslason kom sér á blað í dag og skoraði eitt mark.Vísir/Jón Gautur Nú tekur við löng bið eftir lokamóti EM sem fer fram í janúar í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Atvik leiksins Það var ljóst frá fyrstu mínútu í hvað leikurinn stefndi og var ekki mikil spenna í loftinu. Það var mikið fagnað þegar nýliðinn, Reynir Þór Stefánsson, kom inn á þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var hans fyrsti landsleikur og var hann ekki að hika við hlutina. Hann skoraði tvö mörk úr þremur tilraunum og er innkoma hans atvik leiksins. Stjörnur og skúrkar Varnarleikur Íslands var virkilega öflugur og væri sannarlega hægt að telja upp marga leikmenn. Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson og Ýmir Gíslason skiptu á milli sín lykilhlutverkum í vörninni og fundu gestirnir fáar glufur. Arnar Freyr Arnarsson stóð vaktina vel í vörn og sókn.Vísir/Jón Gautur Orri Freyr Þorkelsson var öruggur í vinstra horninu og fljótur fram í hraðaupphlaupunum. Orri var markahæsti leikmaður Íslands með átta mörk. Það er fátt hægt að setja út á leik Íslands í dag en ef það væri eitthvað þá væri það skotnýtingin, sér í lagi á hægri vængnum. Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson áttu ekki sinn besta dag með íslenska liðinu og létu georgíska markvörðinn verja frá sér óþarflega oft. Dómarar Rúmenska tvíeykið, Mihai Pirvu og Radu Potirniche, dæmdu leikinn í dag. Hann var prúðmannlega leikinn og var meðal annars aðeins ein tveggja mínútna brottvísun í fyrri hálfleik. Leikurinn bar þessi merki að bæði lið voru örugg áfram á lokamótið og var lítið um stimpingar og vafaatriði. Stemning og umgjörð Það var fín stemning í Laugardalshöllinni í dag. Þótt að stúkan hafi ekki verið fullskipuð var mætingin góð og stuðningsfólkið lét vel í sér heyra. Um 1750 manns mættu í höllina og þar af voru á þriðja tug stuðningsmanna Georgíu á pöllunum. Ungir aðdáendur fengu að koma inn á völlinn í leikslok og fá eiginhandaráritun og myndir með leikmönnum landsliðsins og féll það sannarlega vel í kramið hjá yngri kynslóðinni. Viðtöl Reynir Þór: „Maður er búinn að dreyma um þetta allt sitt líf“ Reynir Þór Stefánsson er nýjasti landsliðsmaður Íslands í handbolta.vísir/Anton Það var stór stund fyrir Reynir Þór Stefánsson þegar hann kom inn á þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum í dag. Hann lék sinn fyrsta landsleik og náði að skora tvö mörk á þeim skamma tíma sem hann var inn á. Hvernig var tilfinningin? „Bara virkilega góð, maður fékk gæsahúð þegar maður labbaði inn á völlinn. Maður er búinn að dreyma um þetta allt sitt líf,“ sagði Reynir. Þrátt fyrir að leika sínar fyrstu mínútur með landsliðinu var hann hvergi banginn og skaut þrisvar að marki og skoraði tvö mörk. „Ég hefði viljað skorað þrjú en annars bara kom ég inn á óhræddur og fannst ég standa fínt í bakverðinum í vörninni,“ sagði Reynir Þór um frammistöðu sína. Honum hefur verið vel tekið í landsliðinu og segir að það sé frábært að fá að æfa með fyrirmyndum sínum. Reynir Þór er meðvitaður um mikla samkeppni í landsliðinu en markmiðið er sett á að vera í leikmannahópnum sem fer á lokamótið í janúar. „Þetta eru frábærir strákar og að fá að æfa með fyrirmyndum sínum síðan maður var krakki. Það er alltaf markmiðið að gera sitt besta, bæta sig og reyna að koma sér í hópinn,“ sagði Reynir. Reynir Þór stendur í ströngu en hann og samherjar hans hjá Fram eiga spennandi úrslitaeinvígi á móti Val í Olís-deildinni fyrir höndum. „Ég er ekki búinn að vera á æfingu í vikunni og veit að strákarnir eru búnir að æfa vel og við verðum tilbúnir á fimmtudaginn,“ sagði Reynir um næstu daga. Handbolti EM karla í handbolta 2026
Íslenska karlalandsliðið í handbolta endaði undankeppni EM 2026 með stæl í Laugardalshöll í dag. Liðið sigraði Georgíu sannfærandi, 33-21, og endar á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Bæði lið voru örugg áfram á lokamótið áður en leikurinn hófst og var því ekki mikið undir. Íslensku strákarnir byrjuðu af krafti frá fyrstu mínútu og sáu Georgíumenn aldrei til sólar. Gestirnir töpuðu boltanum trekk í trekk í upphafi leiks og íslensku strákarnir keyrðu yfir georgíska liðið. Ísland fékk aragrúa af hraðaupphlaupsmörkum og mörkum úr hröðum sóknum á fyrstu mínútum leiksins. Ómar Ingi Magnússon lék lungann af fyrri hálfleik.Vísir/Jón Gautur Staðan var 7-2 eftir tíu mínútna leik og ljóst var í hvað stefndi. Gestirnir áttu erfitt með að finna glufur á íslensku vörninni og náðu ekki að klára sóknir sínar með skoti. Hornamennirnir, Orri Freyr Þorkelsson og Óðinn Þór Ríkharðsson, voru iðnir við kolann í fyrri hálfleik og leiddu markaskorun íslenska liðsins. Gestirnir voru aðeins búnir að skora fimm mörk eftir 20 mínútur. Georgía átti í mestum erfiðleikum með að enda sóknirnar með skoti. Fyrir aftan þéttan íslenskan varnarmúr var Viktor Gísli Hallgrímsson sem tók þau skot sem fór framhjá íslensku vörninni. Loks fundu gestirnir taktinn um stundarsakir undir lok fyrri hálfleiks og skoruðu nokkur mörk. Sóknarleikurinn hjá íslenska liðinu gekk afar vel á sama tíma og því náðu gestirnir ekki að saxa á forskotið. Ísland leiddi í hálfleik með 11 mörkum, 21-10, og var ekki mikil von hjá gestunum. Janus Daði Smárason setti þrjú mörk í dag.Vísir/Jón Gautur Íslensku strákarnir gáfu ekkert eftir í upphafi seinni hálfleiks og héldu áfram að keyra á gestina. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, rúllaði leikmannahópnum og setti spræka menn inn á. Andri Már Rúnarsson og Reynir Þór Stefánsson áttu ágætis innkomu en þeir skoruðu tvö mörk hvor. Georgíski markvörður, David Nikabadze, reyndist íslenska liðinu óþægur ljár í þúfu í seinni hálfleik og var skotnýtingin ekki nægilega góð í seinni hálfleik. Íslenska liðið leiddi með 14 mörkum þegar mest lét um miðbik seinni hálfleiks. Þorsteinn Leó Gunnarsson lætur vaða utan af velli.Vísir/ Jón Gautur Strákarnir gáfu eftir þegar leið á seinni hálfleikinn og gestirnir náðu að klóra í bakkann á síðustu mínútum leiksins. Það kom þó ekki að sök og var öruggur 12 marka sigur í höfn í Laugardalshöll í dag. Sigurinn þýddi að strákarnir enda riðilinn með fullt hús stiga en þeir sigruðu alla sína leiki á móti Georgíu, Grikklandi og Bosníu. Ýmir Örn Gíslason kom sér á blað í dag og skoraði eitt mark.Vísir/Jón Gautur Nú tekur við löng bið eftir lokamóti EM sem fer fram í janúar í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Atvik leiksins Það var ljóst frá fyrstu mínútu í hvað leikurinn stefndi og var ekki mikil spenna í loftinu. Það var mikið fagnað þegar nýliðinn, Reynir Þór Stefánsson, kom inn á þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var hans fyrsti landsleikur og var hann ekki að hika við hlutina. Hann skoraði tvö mörk úr þremur tilraunum og er innkoma hans atvik leiksins. Stjörnur og skúrkar Varnarleikur Íslands var virkilega öflugur og væri sannarlega hægt að telja upp marga leikmenn. Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson og Ýmir Gíslason skiptu á milli sín lykilhlutverkum í vörninni og fundu gestirnir fáar glufur. Arnar Freyr Arnarsson stóð vaktina vel í vörn og sókn.Vísir/Jón Gautur Orri Freyr Þorkelsson var öruggur í vinstra horninu og fljótur fram í hraðaupphlaupunum. Orri var markahæsti leikmaður Íslands með átta mörk. Það er fátt hægt að setja út á leik Íslands í dag en ef það væri eitthvað þá væri það skotnýtingin, sér í lagi á hægri vængnum. Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson áttu ekki sinn besta dag með íslenska liðinu og létu georgíska markvörðinn verja frá sér óþarflega oft. Dómarar Rúmenska tvíeykið, Mihai Pirvu og Radu Potirniche, dæmdu leikinn í dag. Hann var prúðmannlega leikinn og var meðal annars aðeins ein tveggja mínútna brottvísun í fyrri hálfleik. Leikurinn bar þessi merki að bæði lið voru örugg áfram á lokamótið og var lítið um stimpingar og vafaatriði. Stemning og umgjörð Það var fín stemning í Laugardalshöllinni í dag. Þótt að stúkan hafi ekki verið fullskipuð var mætingin góð og stuðningsfólkið lét vel í sér heyra. Um 1750 manns mættu í höllina og þar af voru á þriðja tug stuðningsmanna Georgíu á pöllunum. Ungir aðdáendur fengu að koma inn á völlinn í leikslok og fá eiginhandaráritun og myndir með leikmönnum landsliðsins og féll það sannarlega vel í kramið hjá yngri kynslóðinni. Viðtöl Reynir Þór: „Maður er búinn að dreyma um þetta allt sitt líf“ Reynir Þór Stefánsson er nýjasti landsliðsmaður Íslands í handbolta.vísir/Anton Það var stór stund fyrir Reynir Þór Stefánsson þegar hann kom inn á þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum í dag. Hann lék sinn fyrsta landsleik og náði að skora tvö mörk á þeim skamma tíma sem hann var inn á. Hvernig var tilfinningin? „Bara virkilega góð, maður fékk gæsahúð þegar maður labbaði inn á völlinn. Maður er búinn að dreyma um þetta allt sitt líf,“ sagði Reynir. Þrátt fyrir að leika sínar fyrstu mínútur með landsliðinu var hann hvergi banginn og skaut þrisvar að marki og skoraði tvö mörk. „Ég hefði viljað skorað þrjú en annars bara kom ég inn á óhræddur og fannst ég standa fínt í bakverðinum í vörninni,“ sagði Reynir Þór um frammistöðu sína. Honum hefur verið vel tekið í landsliðinu og segir að það sé frábært að fá að æfa með fyrirmyndum sínum. Reynir Þór er meðvitaður um mikla samkeppni í landsliðinu en markmiðið er sett á að vera í leikmannahópnum sem fer á lokamótið í janúar. „Þetta eru frábærir strákar og að fá að æfa með fyrirmyndum sínum síðan maður var krakki. Það er alltaf markmiðið að gera sitt besta, bæta sig og reyna að koma sér í hópinn,“ sagði Reynir. Reynir Þór stendur í ströngu en hann og samherjar hans hjá Fram eiga spennandi úrslitaeinvígi á móti Val í Olís-deildinni fyrir höndum. „Ég er ekki búinn að vera á æfingu í vikunni og veit að strákarnir eru búnir að æfa vel og við verðum tilbúnir á fimmtudaginn,“ sagði Reynir um næstu daga.
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn