Handbolti

Fínn leikur ís­lensku lands­liðs­kvennanna dugði ekki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andrea var öflug í dag.
Andrea var öflug í dag. Marijan Murat/Getty Images

Andrea Jacobsen átti virkilega góðan leik fyrir Blomberg-Lippa þegar liðið mátti þola tap gegn Dortmund í fyrra undanúrslitaeinvígi liðanna í efstu deild þýska kvennahandboltans. Díana Dögg Magnúsdóttir var þá með 100 prósent skotnýtingu.

Leikur kvöldsins var æsispennandi framan af og staðan jöfn 16-16 í hálfleik. Greinilegt var að sóknarleikur beggja liða var í hávegum hafður og skiptust þá að skora þangað til staðan var 21-21, þá skildu leiðir.

Eftir það skoraði Dortmund fjögur mörk í röð og var það munur sem Íslendingaliðinu tókst hreinlega ekki að vinna upp. Þvert á móti bætti Dortmund í og vann á endanum sjö marka sigur, lokatölur 37-30. Blomberg-Lippa á því ærið verkefnið fyrir höndum þegar liðin mætast aftur þann 14. maí næstkomandi.

Andrea kom að alls átta mörkum í dag, hún skoraði þrjú og gaf fimm stoðsendingar. Díana Dögg skoraði tvö mörk úr aðeins tveimur skotum.

Ona Vegue var markahæst í Blomberg-Lippe, og raunar allra, með 11 mörk. Þar á eftir kom Nieke Kühne með 8 mörk ásamt því sem hún gaf eina stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×