Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Valur Páll Eiríksson skrifar 8. maí 2025 10:31 Markus Mahr var illa útleikinn eftir brotið og þurfti að fara beint í aðgerð. Skjáskot/Facebook Króatinn Ivan Horvat, leikmaður Alpla Hard í Austurríki, hefur verið dæmdur í fordæmalaust bann vegna grófs brots sem átti sér stað í leik við Bregenz á dögunum. Bannið er til 26 mánaða. Horvat leikur sem vinstri skytta og er lærisveinn Hannesar Jóns Jónssonar hjá austurríska liðinu og liðsfélagi Tuma Steins Rúnarssonar. Brotið átti sér stað í leik við Bregenz í átta liða úrslitum austurrísku deildarinnar en Bregenz vann einvígið og fór áfram í undanúrslit. Horvat mætti Markusi Mahr, austurrískum landsliðsmanni í liði Bregenz, af slíkri hörku að hann hlaut opið beinbrot og blóð fossaðist um parketið. Mahr var fluttur beint á spítala þar sem hann fór í aðgerð þar sem nefið var brotið á nokkrum stöðum. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard.Carsten Harz/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Horvat fékk að launum bæði rautt og blátt spjald en að jafnaði fást einn til þrír leikir í bann þegar bláu spjaldi er veifað. Í skýrslu sem Bregenz skilaði inn til austurríska handknattleikssambandsins segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem leikmaður liðsins verði fyrir barðinu á Króatanum. Hann hafi rotað Lukas Frühstück með höfuðhöggi í leik árið 2020. „Skoðun okkar er skýr. Svona lagað má aldrei eiga sér stað aftur,“ segir í yfirlýsingu frá Bregenz. View this post on Instagram A post shared by ORF Sport (@orfsport) Horvat var dæmdur í bann út keppnistímabilið 2026-27, í 26 mánaða bann vegna brotsins, sem óháð dómnefnd skipuð af austurríska handknattleikssambandinu segir í rökstuðningi sínum vera vegna alvarleika og afleiðinga brotsins. „Brot Ivan Horvat vera sérlega óíþróttamannslegt sem leiddi til alvarlegra meiðsla,“ segir í rökstuðningi 26 mánaða bannsins. Vægasta refsing fyrir slíkt brot er átta leikir en hin strangasta fjögurra ára bann. Horvat mun ekki spila handbolta um hríð, í það minnsta ekki í Evrópu. Hann getur þó áfrýjað dómnum.Eva Manhart/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Fáheyrt er að handknattleiksmenn séu dæmdir í svo löng bönn, og þá helst fyrir brot á lyfjareglum, en ekki fyrir brot innan vallar. Horvat getur áfrýjað dómnum sem gildir aðeins innan keppna í Austurríki. Handbolti Austurríki Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Horvat leikur sem vinstri skytta og er lærisveinn Hannesar Jóns Jónssonar hjá austurríska liðinu og liðsfélagi Tuma Steins Rúnarssonar. Brotið átti sér stað í leik við Bregenz í átta liða úrslitum austurrísku deildarinnar en Bregenz vann einvígið og fór áfram í undanúrslit. Horvat mætti Markusi Mahr, austurrískum landsliðsmanni í liði Bregenz, af slíkri hörku að hann hlaut opið beinbrot og blóð fossaðist um parketið. Mahr var fluttur beint á spítala þar sem hann fór í aðgerð þar sem nefið var brotið á nokkrum stöðum. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard.Carsten Harz/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Horvat fékk að launum bæði rautt og blátt spjald en að jafnaði fást einn til þrír leikir í bann þegar bláu spjaldi er veifað. Í skýrslu sem Bregenz skilaði inn til austurríska handknattleikssambandsins segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem leikmaður liðsins verði fyrir barðinu á Króatanum. Hann hafi rotað Lukas Frühstück með höfuðhöggi í leik árið 2020. „Skoðun okkar er skýr. Svona lagað má aldrei eiga sér stað aftur,“ segir í yfirlýsingu frá Bregenz. View this post on Instagram A post shared by ORF Sport (@orfsport) Horvat var dæmdur í bann út keppnistímabilið 2026-27, í 26 mánaða bann vegna brotsins, sem óháð dómnefnd skipuð af austurríska handknattleikssambandinu segir í rökstuðningi sínum vera vegna alvarleika og afleiðinga brotsins. „Brot Ivan Horvat vera sérlega óíþróttamannslegt sem leiddi til alvarlegra meiðsla,“ segir í rökstuðningi 26 mánaða bannsins. Vægasta refsing fyrir slíkt brot er átta leikir en hin strangasta fjögurra ára bann. Horvat mun ekki spila handbolta um hríð, í það minnsta ekki í Evrópu. Hann getur þó áfrýjað dómnum.Eva Manhart/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Fáheyrt er að handknattleiksmenn séu dæmdir í svo löng bönn, og þá helst fyrir brot á lyfjareglum, en ekki fyrir brot innan vallar. Horvat getur áfrýjað dómnum sem gildir aðeins innan keppna í Austurríki.
Handbolti Austurríki Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira