„Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. maí 2025 13:51 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann opinberaði landsliðshóp fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni við Noreg og Frakkland. Íslenska liðið sækist eftir því að binda enda sjö leikja hrinu án sigurs. Þorsteinn snerti á ýmsu á blaðamannafundi dagsins, til að mynda endurkomu Glódísar Perlu Viggósdóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur sem snúa aftur í hópinn. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur á Laugardalsvöll þar sem stendur til að Ísland mæti Frakklandi í vígsluleiks nýs hybrid-grass þann 3. júní. Áður en að þeim leik kemur mætir Ísland Noregi ytra 30. maí. Stelpurnar okkar hafa gert þrjú jafntefli og tapað einum í riðli sínum í Þjóðadeildinni hingað til. Alls hefur landsliðið spilað sjö leiki í röð án þess að sigra. Í því samhengi var Þorsteinn spurður út í sóknarleik liðsins, sem var til fyrirmyndar í 3-3 endurkomu jafntefli við Sviss í apríl en hafði verið heldur bitlausari í tveimur markalausum jafntefli við bæði Noreg og Sviss fyrr í vor. Aðspurður um þennan mun milli leikja á sóknarleik liðsins sagði Þorsteinn: „Fótbolti er bara svona. Þegar þú lendir undir og þarft að sækja hefurðu engu að tapa. Ef leikurinn er jafn er engin ástæða fyrir þig að opna allt og taka sénsa. Ef þú ert undir skiptir ekki máli hvort þú tapar 1-0 eða 2-0 og getur sótt,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Mér fannst við ekki geta sleppt af okkur beislinu í 0-0 jafnteflinu við Sviss varðandi að vera skapandi sóknarlega. Fótbolti er bara svona, stundum eru leikirnir lokaðir. Landsleikir eru oft mjög taktískir og þú ert ekkert að fara að opna þig og búa til færi fyrir andstæðingana. Þú þarft að nýta þá möguleika sem þú færð,“ „Stundum skorar maður, stundum ekki. Svona er þetta bara. Ég get alveg lofað þér því að við erum ekki að fara að spila eins og KR í karlaboltanum,“ segir Þorsteinn og vísar þar í opinn leik karlaliðs KR í fótbolta sem hefur skorað 19 mörk og fengið á sig ellefu í fyrstu sex leikjum liðsins í Bestu deild karla. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Spurningin sem vísað er til að ofan er borin upp undir lok fundar, þegar rúmar tíu mínútur eru liðnar af honum. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta KR Besta deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Þorsteinn snerti á ýmsu á blaðamannafundi dagsins, til að mynda endurkomu Glódísar Perlu Viggósdóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur sem snúa aftur í hópinn. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur á Laugardalsvöll þar sem stendur til að Ísland mæti Frakklandi í vígsluleiks nýs hybrid-grass þann 3. júní. Áður en að þeim leik kemur mætir Ísland Noregi ytra 30. maí. Stelpurnar okkar hafa gert þrjú jafntefli og tapað einum í riðli sínum í Þjóðadeildinni hingað til. Alls hefur landsliðið spilað sjö leiki í röð án þess að sigra. Í því samhengi var Þorsteinn spurður út í sóknarleik liðsins, sem var til fyrirmyndar í 3-3 endurkomu jafntefli við Sviss í apríl en hafði verið heldur bitlausari í tveimur markalausum jafntefli við bæði Noreg og Sviss fyrr í vor. Aðspurður um þennan mun milli leikja á sóknarleik liðsins sagði Þorsteinn: „Fótbolti er bara svona. Þegar þú lendir undir og þarft að sækja hefurðu engu að tapa. Ef leikurinn er jafn er engin ástæða fyrir þig að opna allt og taka sénsa. Ef þú ert undir skiptir ekki máli hvort þú tapar 1-0 eða 2-0 og getur sótt,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Mér fannst við ekki geta sleppt af okkur beislinu í 0-0 jafnteflinu við Sviss varðandi að vera skapandi sóknarlega. Fótbolti er bara svona, stundum eru leikirnir lokaðir. Landsleikir eru oft mjög taktískir og þú ert ekkert að fara að opna þig og búa til færi fyrir andstæðingana. Þú þarft að nýta þá möguleika sem þú færð,“ „Stundum skorar maður, stundum ekki. Svona er þetta bara. Ég get alveg lofað þér því að við erum ekki að fara að spila eins og KR í karlaboltanum,“ segir Þorsteinn og vísar þar í opinn leik karlaliðs KR í fótbolta sem hefur skorað 19 mörk og fengið á sig ellefu í fyrstu sex leikjum liðsins í Bestu deild karla. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Spurningin sem vísað er til að ofan er borin upp undir lok fundar, þegar rúmar tíu mínútur eru liðnar af honum.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta KR Besta deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira