„Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. maí 2025 13:51 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann opinberaði landsliðshóp fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni við Noreg og Frakkland. Íslenska liðið sækist eftir því að binda enda sjö leikja hrinu án sigurs. Þorsteinn snerti á ýmsu á blaðamannafundi dagsins, til að mynda endurkomu Glódísar Perlu Viggósdóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur sem snúa aftur í hópinn. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur á Laugardalsvöll þar sem stendur til að Ísland mæti Frakklandi í vígsluleiks nýs hybrid-grass þann 3. júní. Áður en að þeim leik kemur mætir Ísland Noregi ytra 30. maí. Stelpurnar okkar hafa gert þrjú jafntefli og tapað einum í riðli sínum í Þjóðadeildinni hingað til. Alls hefur landsliðið spilað sjö leiki í röð án þess að sigra. Í því samhengi var Þorsteinn spurður út í sóknarleik liðsins, sem var til fyrirmyndar í 3-3 endurkomu jafntefli við Sviss í apríl en hafði verið heldur bitlausari í tveimur markalausum jafntefli við bæði Noreg og Sviss fyrr í vor. Aðspurður um þennan mun milli leikja á sóknarleik liðsins sagði Þorsteinn: „Fótbolti er bara svona. Þegar þú lendir undir og þarft að sækja hefurðu engu að tapa. Ef leikurinn er jafn er engin ástæða fyrir þig að opna allt og taka sénsa. Ef þú ert undir skiptir ekki máli hvort þú tapar 1-0 eða 2-0 og getur sótt,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Mér fannst við ekki geta sleppt af okkur beislinu í 0-0 jafnteflinu við Sviss varðandi að vera skapandi sóknarlega. Fótbolti er bara svona, stundum eru leikirnir lokaðir. Landsleikir eru oft mjög taktískir og þú ert ekkert að fara að opna þig og búa til færi fyrir andstæðingana. Þú þarft að nýta þá möguleika sem þú færð,“ „Stundum skorar maður, stundum ekki. Svona er þetta bara. Ég get alveg lofað þér því að við erum ekki að fara að spila eins og KR í karlaboltanum,“ segir Þorsteinn og vísar þar í opinn leik karlaliðs KR í fótbolta sem hefur skorað 19 mörk og fengið á sig ellefu í fyrstu sex leikjum liðsins í Bestu deild karla. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Spurningin sem vísað er til að ofan er borin upp undir lok fundar, þegar rúmar tíu mínútur eru liðnar af honum. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta KR Besta deild karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Þorsteinn snerti á ýmsu á blaðamannafundi dagsins, til að mynda endurkomu Glódísar Perlu Viggósdóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur sem snúa aftur í hópinn. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur á Laugardalsvöll þar sem stendur til að Ísland mæti Frakklandi í vígsluleiks nýs hybrid-grass þann 3. júní. Áður en að þeim leik kemur mætir Ísland Noregi ytra 30. maí. Stelpurnar okkar hafa gert þrjú jafntefli og tapað einum í riðli sínum í Þjóðadeildinni hingað til. Alls hefur landsliðið spilað sjö leiki í röð án þess að sigra. Í því samhengi var Þorsteinn spurður út í sóknarleik liðsins, sem var til fyrirmyndar í 3-3 endurkomu jafntefli við Sviss í apríl en hafði verið heldur bitlausari í tveimur markalausum jafntefli við bæði Noreg og Sviss fyrr í vor. Aðspurður um þennan mun milli leikja á sóknarleik liðsins sagði Þorsteinn: „Fótbolti er bara svona. Þegar þú lendir undir og þarft að sækja hefurðu engu að tapa. Ef leikurinn er jafn er engin ástæða fyrir þig að opna allt og taka sénsa. Ef þú ert undir skiptir ekki máli hvort þú tapar 1-0 eða 2-0 og getur sótt,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Mér fannst við ekki geta sleppt af okkur beislinu í 0-0 jafnteflinu við Sviss varðandi að vera skapandi sóknarlega. Fótbolti er bara svona, stundum eru leikirnir lokaðir. Landsleikir eru oft mjög taktískir og þú ert ekkert að fara að opna þig og búa til færi fyrir andstæðingana. Þú þarft að nýta þá möguleika sem þú færð,“ „Stundum skorar maður, stundum ekki. Svona er þetta bara. Ég get alveg lofað þér því að við erum ekki að fara að spila eins og KR í karlaboltanum,“ segir Þorsteinn og vísar þar í opinn leik karlaliðs KR í fótbolta sem hefur skorað 19 mörk og fengið á sig ellefu í fyrstu sex leikjum liðsins í Bestu deild karla. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Spurningin sem vísað er til að ofan er borin upp undir lok fundar, þegar rúmar tíu mínútur eru liðnar af honum.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta KR Besta deild karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira