Þjóðadeild kvenna í fótbolta

Fréttamynd

Dag­ný aftur í lands­liðið eftir að hafa lýst ó­á­nægju sinni

Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var blaða­manna­fundur KSÍ

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­ljóst hvar landsleikir í apríl fara fram

Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var blaða­manna­fundur KSÍ

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, kynnti í dag leikmannahópinn sem byrjar keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í næsta mánuði. Bein útsending var á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Andaði léttar er mar­traðar­riðill þaut hjá

Ís­lenska kvenna­lands­liðið í fót­bolta var í pottinum þegar dregið var í undan­keppni EM 2025 í fót­bolta í gær. Lands­liðs­þjálfarinn andaði léttar eftir að Ís­land slapp við sann­kallaðan mar­traðar­riðil. Átt­faldir Evrópu­meistarar bíða þó Stelpnanna okkar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Gerði mig sterkari“

Spænska knattspyrnukonan Jenni Hermoso segir það hafi verið sárt að vera sett út úr landsliðinu eftir að hún kærði fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins fyrir kynferðislegt áreiti í verðlaunaafhendingunni á HM í Ástralíu .

Fótbolti
Fréttamynd

Risasigur skilaði Noregi í A-deild

María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska kvennalandsliðinu í fótbolta munu leika í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 5-0 risasigur gegn Króatíu í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í deild þeirra bestu.

Fótbolti