Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2025 11:00 Diljá Ýr Zomers og stöllur í íslenska landsliðinu freista þess að komast inn á HM í Brasilíu. Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta. vísir/Anton Það ræðst í hádeginu í dag hvaða þjóðum Ísland mætir í undankeppninni fyrir HM kvenna í fótbolta sem fram fer í Brasilíu sumarið 2027. Ísland er eitt fárra landa sem ákveðnar skorður gilda um fyrir dráttinn. Eftir stórsigurinn í einvíginu við Norður-Írland í síðasta mánuði er ljóst að Ísland leikur í A-deild undankeppninnar á næsta ári. Þar leika 16 bestu lið Evrópu, í fjórum fjögurra liða riðlum, og eiga þau mesta möguleika á að komast á HM (sjá skýringar að neðan). Ísland er í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag, ásamt Danmörku, Austurríki og Póllandi, og getur því ekki lent í riðli með þeim þjóðum. UEFA hefur auk þess skilgreint Ísland, Noreg (styrkleikaflokkur 2) og Svíþjóð (styrkleikaflokkur 1) sem lönd með „vetrarvelli“. Það er að segja lönd þar sem miðlungs eða mikil hætta er talin á erfiðum aðstæðum í vetrarleikjum. Til að draga úr hættunni á að veður hafi áhrif á leiki eða að þeim verði frestað getur Ísland því ekki lent með bæði Noregi og Svíþjóð í riðli, heldur aðeins öðru liðanna. Komi upp sú staða að tvö liðanna lendi saman í riðli og það þriðja dragist svo í þann riðil mun því liði verða komið fyrir í næsta mögulega riðli. Það er alveg skiljanlegt að UEFA setji Ísland í áhættuflokk vegna veðurs. Fresta þurfti leiknum við Norður-Írland um sólarhring, skipta um völl og skafa mikinn snjó af Þróttarvelli til að hægt væri að spila í október.vísir/Anton UEFA setur einnig þær skorður að Bosnía og Kósovó geti ekki lent saman í riðli, né heldur Aserbaísjan og Armenía, vegna deilna ríkjanna. Drátturinn hefst klukkan 12 í dag en hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana í A-riðli og skýringar á undankeppninni. Flokkur 1: Frakkland Þýskaland Spánn Svíþjóð Flokkur 2: Holland England Ítalía Noregur Flokkur 3: Danmörk Austurríki Ísland Pólland Flokkur 4: Slóvenía Serbía Úkraína Írland Ísland mun svo spila sex leiki í sínum riðli og eru þetta leikdagarnir, með fyrirvara um minni háttar tilfærslur: Leikdagur 1: Þriðjudagurinn 3. mars Leikdagur 2: Laugardagurinn 7. mars Leikdagur 3: Þriðjudagurinn 14. apríl Leikdagur 4: Laugardagurinn 18. apríl Leikdagur 5: Föstudagurinn 5. júní Leikdagur 6: Þriðjudagurinn 9. júní Leiðin á HM Í undankeppninni komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að Ísland er öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið er klárlega „þægilegast“ fyrir lið sem enda í 2. og 3. sæti í A-deild því þau mæta þá ekki neinu af 12 bestu liðum Evrópu. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Evrópa mun þannig eiga 11 eða 12 lið á HM í Brasilíu. Ísland hefur aldrei komist á HM en var grátlega nálægt því að komast á HM í Eyjaálfu 2023, þegar í fyrsta sinn voru 32 þjóðir með. Liðið var fyrst hársbreidd frá því að enda efst í sínum riðli en fékk á sig mark á þriðju mínútu uppbótartíma gegn Hollandi í Utrecht, og tapaði svo í framlengdum leik gegn Portúgal í umspili. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Sjá meira
Eftir stórsigurinn í einvíginu við Norður-Írland í síðasta mánuði er ljóst að Ísland leikur í A-deild undankeppninnar á næsta ári. Þar leika 16 bestu lið Evrópu, í fjórum fjögurra liða riðlum, og eiga þau mesta möguleika á að komast á HM (sjá skýringar að neðan). Ísland er í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag, ásamt Danmörku, Austurríki og Póllandi, og getur því ekki lent í riðli með þeim þjóðum. UEFA hefur auk þess skilgreint Ísland, Noreg (styrkleikaflokkur 2) og Svíþjóð (styrkleikaflokkur 1) sem lönd með „vetrarvelli“. Það er að segja lönd þar sem miðlungs eða mikil hætta er talin á erfiðum aðstæðum í vetrarleikjum. Til að draga úr hættunni á að veður hafi áhrif á leiki eða að þeim verði frestað getur Ísland því ekki lent með bæði Noregi og Svíþjóð í riðli, heldur aðeins öðru liðanna. Komi upp sú staða að tvö liðanna lendi saman í riðli og það þriðja dragist svo í þann riðil mun því liði verða komið fyrir í næsta mögulega riðli. Það er alveg skiljanlegt að UEFA setji Ísland í áhættuflokk vegna veðurs. Fresta þurfti leiknum við Norður-Írland um sólarhring, skipta um völl og skafa mikinn snjó af Þróttarvelli til að hægt væri að spila í október.vísir/Anton UEFA setur einnig þær skorður að Bosnía og Kósovó geti ekki lent saman í riðli, né heldur Aserbaísjan og Armenía, vegna deilna ríkjanna. Drátturinn hefst klukkan 12 í dag en hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana í A-riðli og skýringar á undankeppninni. Flokkur 1: Frakkland Þýskaland Spánn Svíþjóð Flokkur 2: Holland England Ítalía Noregur Flokkur 3: Danmörk Austurríki Ísland Pólland Flokkur 4: Slóvenía Serbía Úkraína Írland Ísland mun svo spila sex leiki í sínum riðli og eru þetta leikdagarnir, með fyrirvara um minni háttar tilfærslur: Leikdagur 1: Þriðjudagurinn 3. mars Leikdagur 2: Laugardagurinn 7. mars Leikdagur 3: Þriðjudagurinn 14. apríl Leikdagur 4: Laugardagurinn 18. apríl Leikdagur 5: Föstudagurinn 5. júní Leikdagur 6: Þriðjudagurinn 9. júní Leiðin á HM Í undankeppninni komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að Ísland er öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið er klárlega „þægilegast“ fyrir lið sem enda í 2. og 3. sæti í A-deild því þau mæta þá ekki neinu af 12 bestu liðum Evrópu. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Evrópa mun þannig eiga 11 eða 12 lið á HM í Brasilíu. Ísland hefur aldrei komist á HM en var grátlega nálægt því að komast á HM í Eyjaálfu 2023, þegar í fyrsta sinn voru 32 þjóðir með. Liðið var fyrst hársbreidd frá því að enda efst í sínum riðli en fékk á sig mark á þriðju mínútu uppbótartíma gegn Hollandi í Utrecht, og tapaði svo í framlengdum leik gegn Portúgal í umspili.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Sjá meira