Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2025 11:00 Diljá Ýr Zomers og stöllur í íslenska landsliðinu freista þess að komast inn á HM í Brasilíu. Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta. vísir/Anton Það ræðst í hádeginu í dag hvaða þjóðum Ísland mætir í undankeppninni fyrir HM kvenna í fótbolta sem fram fer í Brasilíu sumarið 2027. Ísland er eitt fárra landa sem ákveðnar skorður gilda um fyrir dráttinn. Eftir stórsigurinn í einvíginu við Norður-Írland í síðasta mánuði er ljóst að Ísland leikur í A-deild undankeppninnar á næsta ári. Þar leika 16 bestu lið Evrópu, í fjórum fjögurra liða riðlum, og eiga þau mesta möguleika á að komast á HM (sjá skýringar að neðan). Ísland er í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag, ásamt Danmörku, Austurríki og Póllandi, og getur því ekki lent í riðli með þeim þjóðum. UEFA hefur auk þess skilgreint Ísland, Noreg (styrkleikaflokkur 2) og Svíþjóð (styrkleikaflokkur 1) sem lönd með „vetrarvelli“. Það er að segja lönd þar sem miðlungs eða mikil hætta er talin á erfiðum aðstæðum í vetrarleikjum. Til að draga úr hættunni á að veður hafi áhrif á leiki eða að þeim verði frestað getur Ísland því ekki lent með bæði Noregi og Svíþjóð í riðli, heldur aðeins öðru liðanna. Komi upp sú staða að tvö liðanna lendi saman í riðli og það þriðja dragist svo í þann riðil mun því liði verða komið fyrir í næsta mögulega riðli. Það er alveg skiljanlegt að UEFA setji Ísland í áhættuflokk vegna veðurs. Fresta þurfti leiknum við Norður-Írland um sólarhring, skipta um völl og skafa mikinn snjó af Þróttarvelli til að hægt væri að spila í október.vísir/Anton UEFA setur einnig þær skorður að Bosnía og Kósovó geti ekki lent saman í riðli, né heldur Aserbaísjan og Armenía, vegna deilna ríkjanna. Drátturinn hefst klukkan 12 í dag en hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana í A-riðli og skýringar á undankeppninni. Flokkur 1: Frakkland Þýskaland Spánn Svíþjóð Flokkur 2: Holland England Ítalía Noregur Flokkur 3: Danmörk Austurríki Ísland Pólland Flokkur 4: Slóvenía Serbía Úkraína Írland Ísland mun svo spila sex leiki í sínum riðli og eru þetta leikdagarnir, með fyrirvara um minni háttar tilfærslur: Leikdagur 1: Þriðjudagurinn 3. mars Leikdagur 2: Laugardagurinn 7. mars Leikdagur 3: Þriðjudagurinn 14. apríl Leikdagur 4: Laugardagurinn 18. apríl Leikdagur 5: Föstudagurinn 5. júní Leikdagur 6: Þriðjudagurinn 9. júní Leiðin á HM Í undankeppninni komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að Ísland er öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið er klárlega „þægilegast“ fyrir lið sem enda í 2. og 3. sæti í A-deild því þau mæta þá ekki neinu af 12 bestu liðum Evrópu. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Evrópa mun þannig eiga 11 eða 12 lið á HM í Brasilíu. Ísland hefur aldrei komist á HM en var grátlega nálægt því að komast á HM í Eyjaálfu 2023, þegar í fyrsta sinn voru 32 þjóðir með. Liðið var fyrst hársbreidd frá því að enda efst í sínum riðli en fékk á sig mark á þriðju mínútu uppbótartíma gegn Hollandi í Utrecht, og tapaði svo í framlengdum leik gegn Portúgal í umspili. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Sjá meira
Eftir stórsigurinn í einvíginu við Norður-Írland í síðasta mánuði er ljóst að Ísland leikur í A-deild undankeppninnar á næsta ári. Þar leika 16 bestu lið Evrópu, í fjórum fjögurra liða riðlum, og eiga þau mesta möguleika á að komast á HM (sjá skýringar að neðan). Ísland er í þriðja styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag, ásamt Danmörku, Austurríki og Póllandi, og getur því ekki lent í riðli með þeim þjóðum. UEFA hefur auk þess skilgreint Ísland, Noreg (styrkleikaflokkur 2) og Svíþjóð (styrkleikaflokkur 1) sem lönd með „vetrarvelli“. Það er að segja lönd þar sem miðlungs eða mikil hætta er talin á erfiðum aðstæðum í vetrarleikjum. Til að draga úr hættunni á að veður hafi áhrif á leiki eða að þeim verði frestað getur Ísland því ekki lent með bæði Noregi og Svíþjóð í riðli, heldur aðeins öðru liðanna. Komi upp sú staða að tvö liðanna lendi saman í riðli og það þriðja dragist svo í þann riðil mun því liði verða komið fyrir í næsta mögulega riðli. Það er alveg skiljanlegt að UEFA setji Ísland í áhættuflokk vegna veðurs. Fresta þurfti leiknum við Norður-Írland um sólarhring, skipta um völl og skafa mikinn snjó af Þróttarvelli til að hægt væri að spila í október.vísir/Anton UEFA setur einnig þær skorður að Bosnía og Kósovó geti ekki lent saman í riðli, né heldur Aserbaísjan og Armenía, vegna deilna ríkjanna. Drátturinn hefst klukkan 12 í dag en hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana í A-riðli og skýringar á undankeppninni. Flokkur 1: Frakkland Þýskaland Spánn Svíþjóð Flokkur 2: Holland England Ítalía Noregur Flokkur 3: Danmörk Austurríki Ísland Pólland Flokkur 4: Slóvenía Serbía Úkraína Írland Ísland mun svo spila sex leiki í sínum riðli og eru þetta leikdagarnir, með fyrirvara um minni háttar tilfærslur: Leikdagur 1: Þriðjudagurinn 3. mars Leikdagur 2: Laugardagurinn 7. mars Leikdagur 3: Þriðjudagurinn 14. apríl Leikdagur 4: Laugardagurinn 18. apríl Leikdagur 5: Föstudagurinn 5. júní Leikdagur 6: Þriðjudagurinn 9. júní Leiðin á HM Í undankeppninni komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að Ísland er öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið er klárlega „þægilegast“ fyrir lið sem enda í 2. og 3. sæti í A-deild því þau mæta þá ekki neinu af 12 bestu liðum Evrópu. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Evrópa mun þannig eiga 11 eða 12 lið á HM í Brasilíu. Ísland hefur aldrei komist á HM en var grátlega nálægt því að komast á HM í Eyjaálfu 2023, þegar í fyrsta sinn voru 32 þjóðir með. Liðið var fyrst hársbreidd frá því að enda efst í sínum riðli en fékk á sig mark á þriðju mínútu uppbótartíma gegn Hollandi í Utrecht, og tapaði svo í framlengdum leik gegn Portúgal í umspili.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Sjá meira