Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2025 10:00 Tanya Oxtoby þurfti að horfa upp á íslenska liðið fagna tveimur mörkum í gær en var engu að síður ánægð með sitt lið. Samsett/Getty/KSÍ Þrátt fyrir algjöra yfirburði og 2-0 sigur Íslands gegn Norður-Írlandi í Ballymena í gærkvöld, í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta, var þjálfari Norður-Íra hæstánægður með sína leikmenn. Norður-Írland er í 44. sæti heimslistans á meðan Ísland er í 17. sæti og það var því ljóst að það yrði við ramman reip að draga fyrir heimakonur. Tanya Oxtoby, þjálfari þeirra, var hins vegar stolt af sínu liði og því að einu mörk Íslands skyldu vera skallarnir frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur eftir föst leikatriði. „Ég held að við fögnum ekki tapi en frammistaðan var einstaklega góð í kvöld. Við verðum að fagna því. Leikmenn framfylgdu planinu, við fengum ekki á okkur mark úr opnum leik, staðan er 2-0 og við erum enn inni í þessu einvígi,“ sagði Oxtoby. Miðað við leikinn í gær er þó erfitt að ímynda sér að Norður-Írar eigi möguleika á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, þegar það ræðst hvort liðanna leikur í A-deild á næsta ári og á þar með mun betri möguleika á að komast á HM í Brasilíu 2027. Sannfærð um að geta landað sigri í Reykjavík „Það eru hlutir sem við getum bætt en heilt yfir er ég stolt af hópnum. Þær geta verið ánægðar með þessa frammistöðu og ég held að þær taki líka með sér sjálfstraust úr þessum leik. Við vorum búnar að segja að við myndum þurfa að þjást aðeins í kvöld. Þegar maður mætir góðum liðum þá er maður ekki eins mikið með boltann og þarf að þjást. Hvernig ætlar þú að vera í þannig aðstæðum? Ég held að við höfum séð í kvöld hvernig hópur þetta er. Þær stóðu saman, ef ein tapaði návígi þá var önnur mætt. Svona frammistaða er það eina sem þjálfari getur farið fram á,“ sagði Oxtoby sem er sannfærð um að Norður-Írland geti enn slegið Ísland út. „Hundrað prósent. Við vildum ekki vera of djarfar í kvöld og þrýsta á að skora mark, við vildum halda skipulagi og leita að skyndisóknum. Við vildum vera í þannig stöðu í seinni leiknum að við gætum lagt allt í sölurnar og við erum í þannig stöðu. Við erum nokkuð kokhraustar,“ sagði Oxtoby. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Norður-Írland er í 44. sæti heimslistans á meðan Ísland er í 17. sæti og það var því ljóst að það yrði við ramman reip að draga fyrir heimakonur. Tanya Oxtoby, þjálfari þeirra, var hins vegar stolt af sínu liði og því að einu mörk Íslands skyldu vera skallarnir frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur eftir föst leikatriði. „Ég held að við fögnum ekki tapi en frammistaðan var einstaklega góð í kvöld. Við verðum að fagna því. Leikmenn framfylgdu planinu, við fengum ekki á okkur mark úr opnum leik, staðan er 2-0 og við erum enn inni í þessu einvígi,“ sagði Oxtoby. Miðað við leikinn í gær er þó erfitt að ímynda sér að Norður-Írar eigi möguleika á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, þegar það ræðst hvort liðanna leikur í A-deild á næsta ári og á þar með mun betri möguleika á að komast á HM í Brasilíu 2027. Sannfærð um að geta landað sigri í Reykjavík „Það eru hlutir sem við getum bætt en heilt yfir er ég stolt af hópnum. Þær geta verið ánægðar með þessa frammistöðu og ég held að þær taki líka með sér sjálfstraust úr þessum leik. Við vorum búnar að segja að við myndum þurfa að þjást aðeins í kvöld. Þegar maður mætir góðum liðum þá er maður ekki eins mikið með boltann og þarf að þjást. Hvernig ætlar þú að vera í þannig aðstæðum? Ég held að við höfum séð í kvöld hvernig hópur þetta er. Þær stóðu saman, ef ein tapaði návígi þá var önnur mætt. Svona frammistaða er það eina sem þjálfari getur farið fram á,“ sagði Oxtoby sem er sannfærð um að Norður-Írland geti enn slegið Ísland út. „Hundrað prósent. Við vildum ekki vera of djarfar í kvöld og þrýsta á að skora mark, við vildum halda skipulagi og leita að skyndisóknum. Við vildum vera í þannig stöðu í seinni leiknum að við gætum lagt allt í sölurnar og við erum í þannig stöðu. Við erum nokkuð kokhraustar,“ sagði Oxtoby.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira