Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2025 10:00 Tanya Oxtoby þurfti að horfa upp á íslenska liðið fagna tveimur mörkum í gær en var engu að síður ánægð með sitt lið. Samsett/Getty/KSÍ Þrátt fyrir algjöra yfirburði og 2-0 sigur Íslands gegn Norður-Írlandi í Ballymena í gærkvöld, í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta, var þjálfari Norður-Íra hæstánægður með sína leikmenn. Norður-Írland er í 44. sæti heimslistans á meðan Ísland er í 17. sæti og það var því ljóst að það yrði við ramman reip að draga fyrir heimakonur. Tanya Oxtoby, þjálfari þeirra, var hins vegar stolt af sínu liði og því að einu mörk Íslands skyldu vera skallarnir frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur eftir föst leikatriði. „Ég held að við fögnum ekki tapi en frammistaðan var einstaklega góð í kvöld. Við verðum að fagna því. Leikmenn framfylgdu planinu, við fengum ekki á okkur mark úr opnum leik, staðan er 2-0 og við erum enn inni í þessu einvígi,“ sagði Oxtoby. Miðað við leikinn í gær er þó erfitt að ímynda sér að Norður-Írar eigi möguleika á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, þegar það ræðst hvort liðanna leikur í A-deild á næsta ári og á þar með mun betri möguleika á að komast á HM í Brasilíu 2027. Sannfærð um að geta landað sigri í Reykjavík „Það eru hlutir sem við getum bætt en heilt yfir er ég stolt af hópnum. Þær geta verið ánægðar með þessa frammistöðu og ég held að þær taki líka með sér sjálfstraust úr þessum leik. Við vorum búnar að segja að við myndum þurfa að þjást aðeins í kvöld. Þegar maður mætir góðum liðum þá er maður ekki eins mikið með boltann og þarf að þjást. Hvernig ætlar þú að vera í þannig aðstæðum? Ég held að við höfum séð í kvöld hvernig hópur þetta er. Þær stóðu saman, ef ein tapaði návígi þá var önnur mætt. Svona frammistaða er það eina sem þjálfari getur farið fram á,“ sagði Oxtoby sem er sannfærð um að Norður-Írland geti enn slegið Ísland út. „Hundrað prósent. Við vildum ekki vera of djarfar í kvöld og þrýsta á að skora mark, við vildum halda skipulagi og leita að skyndisóknum. Við vildum vera í þannig stöðu í seinni leiknum að við gætum lagt allt í sölurnar og við erum í þannig stöðu. Við erum nokkuð kokhraustar,“ sagði Oxtoby. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Norður-Írland er í 44. sæti heimslistans á meðan Ísland er í 17. sæti og það var því ljóst að það yrði við ramman reip að draga fyrir heimakonur. Tanya Oxtoby, þjálfari þeirra, var hins vegar stolt af sínu liði og því að einu mörk Íslands skyldu vera skallarnir frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur eftir föst leikatriði. „Ég held að við fögnum ekki tapi en frammistaðan var einstaklega góð í kvöld. Við verðum að fagna því. Leikmenn framfylgdu planinu, við fengum ekki á okkur mark úr opnum leik, staðan er 2-0 og við erum enn inni í þessu einvígi,“ sagði Oxtoby. Miðað við leikinn í gær er þó erfitt að ímynda sér að Norður-Írar eigi möguleika á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, þegar það ræðst hvort liðanna leikur í A-deild á næsta ári og á þar með mun betri möguleika á að komast á HM í Brasilíu 2027. Sannfærð um að geta landað sigri í Reykjavík „Það eru hlutir sem við getum bætt en heilt yfir er ég stolt af hópnum. Þær geta verið ánægðar með þessa frammistöðu og ég held að þær taki líka með sér sjálfstraust úr þessum leik. Við vorum búnar að segja að við myndum þurfa að þjást aðeins í kvöld. Þegar maður mætir góðum liðum þá er maður ekki eins mikið með boltann og þarf að þjást. Hvernig ætlar þú að vera í þannig aðstæðum? Ég held að við höfum séð í kvöld hvernig hópur þetta er. Þær stóðu saman, ef ein tapaði návígi þá var önnur mætt. Svona frammistaða er það eina sem þjálfari getur farið fram á,“ sagði Oxtoby sem er sannfærð um að Norður-Írland geti enn slegið Ísland út. „Hundrað prósent. Við vildum ekki vera of djarfar í kvöld og þrýsta á að skora mark, við vildum halda skipulagi og leita að skyndisóknum. Við vildum vera í þannig stöðu í seinni leiknum að við gætum lagt allt í sölurnar og við erum í þannig stöðu. Við erum nokkuð kokhraustar,“ sagði Oxtoby.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira